Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 204 svör fundust

Eru hvalir skipulagðir í árásum á fiskitorfur?

Spurningin hljóðar í heild sinni: Er það satt að hvalir séu skipulagðir og ráðist einn og einn í einu á síldartorfur? Eru þessar skepnur gáfaðar? Þónokkrar tegundir hvala nýta sér þá miklu fæðu sem göngur uppsjávarfiska gefa af sér. Hér við land eru það háhyrningar (Orcinus orca), höfrungar (svo sem hnýðingar) o...

Nánar

Hvers vegna verður maður fatlaður?

Fötlun getur verið af ýmsu tagi og fyrir henni eru ýmsar orsakir. Það er ágætt að byrja á því að átta sig á því hvað átt er við þegar talað er um fötlun. Á vef Mannréttindaskrifstofu Íslands segir meðal annars að í íslenskum lögum liggur ekki fyrir afmörkuð skilgreining á því hvað fötlun er, hugtakið er í stöðugri...

Nánar

Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?

Spurningin í heild var svona: Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin? (Í austri, held ég eftir að hafa hugsað málið)Það er rétt að sólin rís í austri á tunglinu. Hins vegar gerist það miklu hægar en á jörðinni, þar sem einn sólarhringur á tunglinu er heill mánuður, eða 29,53 jarðardagar. Ástæðan er sú að ...

Nánar

Hvaða dýr sér best?

Ef við skilgreinum bestu sjónina út frá næmni sjónarinnar, þá má sennilega telja fráneygustu dýr jarðar vera ránfugla (falconiformes), enda er algengt að ránfuglar í fæðuleit fljúgi hátt til að geta leitað eftir bráð á sem stærstu svæði. Gullörninn (Aquila chrysaetos) er einn slíkra fugla. Gullernir lifa meðal ...

Nánar

Hvar í heilanum eru minningar geymdar?

Um þetta er meðal annars fjallað í ýtarlegu svari Jörgens Pind við spurningunni Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna? Mynd sem sýnir hvernig mismunandi svæði heilans virkjast eftir því hvort við notum sjón- eða heyrnarsvæði heilans. Þar kemur fram að svokallaður dreki (e. hippocampus) gegnir mikilvægu hlut...

Nánar

Hvað er Cohen-heilkenni?

Cohen-heilkenni er ástand sem stafar af víkjandi stökkbreytingu á litningi átta sem er einn af líkamslitningunum. Til að heilkennið komi fram þarf barn að erfa stökkbreytta genið frá báðum foreldrum. Ekki er vitað hvaða prótín þetta gen geymir upplýsingar um en það er gallað eða óstarfhæft í einstaklingum með Cohe...

Nánar

Af hverju heitir Tröllaskagi þessu nafni?

Skaginn mikli milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar gengur undir nafninu Tröllaskagi á seinni tímum en nafnið er ekki ýkja gamalt. Merkilegt er að bæði Tröllaskagi og Flateyjarskagi hafa ekki haft sérstök nöfn frá fornu fari. Nafn Flateyjarskaga er raunar ekki nema nokkurra áratuga gamalt en nafn Tröllaskaga talsvert ...

Nánar

Hvernig er lykt?

Margir heimspekingar halda því fram að suma þekkingu sé ekki hægt að hafa án þess að tiltekin reynsla búi að baki. Í frægu ímynduðu dæmi lýsir heimspekingurinn Frank Jackson til að mynda konunni Mary, sem hefur alla sína tíð lifað í einangrun í svarthvítu herbergi. Í einangruninni hefur Mary lesið sér einhver óskö...

Nánar

Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?

Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa verule...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Heiða María Sigurðardóttir rannsakað?

Við þurfum augu til þess að sjá. Þetta virðist augljóst(!) en er þó í raun aðeins fyrsta skrefið í ótrúlega flóknu ferli. Á augum okkar dynja ótalmörg áreiti á hverju sekúndubroti. Ítarleg úrvinnsla á þeim öllum er ómöguleg enda tímafrek, orkufrek og krefst gífurlegrar reiknigetu. Við verðum því að velja og hafna ...

Nánar

Sjá hvalir liti?

Flest landspendýr hafa litasjón þótt hún sé í fæstum tilfellum eins og hjá okkur mönnunum. Öðru máli gegnir hins vegar um sjávarspendýr eins og hvali. Í stuttu máli þá eru tvenns konar ljósnemar (e. photoreceptors) í sjónhimnu augans, annars vegar stafir og hins vegar keilur. Stafirnir eru sérhæfðir til að nem...

Nánar

Hvað er lykt?

Lyktarskynið er eitt af skynfærum okkar og annarra dýra en er í eðli sínu líkara bragðskyni heldur en sjón eða heyrn. Þegar við finnum lykt af tilteknu efni er það vegna þess að sameindir frá efninu hafa losnað og komist í snertingu við svonefnda viðtaka í nefinu á okkur. Uppi í nefholinu eru um 50 milljónir þe...

Nánar

Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?

Í sólkerfinu okkar ganga að minnsta kosti 129 tungl umhverfis sjö af hinum níu reikistjörnum. Merkúr og Venus hafa engin tungl á meðan jörðin hefur eitt, Mars tvö Júpíter 61, Satúrnus 31, Úranus 22, Neptúnus 11 og Plútó eitt. Það væri óneitanlega stórbrotin sjón að fá að líta upp í himininn á einhverri hinna tungl...

Nánar

Hvað þýðir orðið gerpi í raun og veru og hver er uppruni þess?

Í fornu máli var til lýsingarorðið gerpilegur í merkingunni ‛garpslegur, vænlegur’. Í Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar, 4. kafla, stendur til dæmis: at ráð þitt var gerpiligt, þá er þú vart með goðorð Þorsteins ok veittir mörgum bæði í fjártillögum ok málafylgjum, en nú gefr þér glámsýni … Einnig kemur fyri...

Nánar

Getur verið banvænt að taka inn LSD og getur efnið valdið geðveiki?

Ekki eru þekkt dæmi um að of stórir skammtar af LSD hafi beinlínis valdið dauða en sál- og geðræn áhrif efnisins geta hæglega verið banvæn. LSD (lýsergsýruetýlamín) er ofskynjunarefni sem breytir skynjun, hugsunum og tilfinningum fólks. Ofskynjun getur náð til allra skynfæra, það er hún getur komið fram í sjón...

Nánar

Fleiri niðurstöður