Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 524 svör fundust

Hvað geta mörgæsir lifað lengi?

Mörgæsir lifa mislengi eftir tegundum. Til dæmis lifa keisaramörgæsir, stærstu mörgæsir heims, venjulega í um 20 ár, en geta náð hærri aldri. Talið er að konungsmörgæsir, sem eru næst stærstu mörgæsir heims, verði 15-20 ára gamlar í sínu náttúrlega umhverfi en í haldi manna geta þær orðið allt að 30 ára. Afrískar...

Nánar

Hvað er Ameríka stór að flatarmáli?

Norður-Ameríka er um 24.709.000 ferkílómetrar (km2) að flatarmáli en Suður-Ameríka er hins vegar um 17.840.000 km2. Ef við leggjum þessar stærðir saman fáum við út að Ameríka er samtals um 42.549.000 km2 að flatarmáli. Ameríka er næststærsta samfellda meginlandið. Ameríka þekur um það bil 8,3% af yfirborði ja...

Nánar

Hverjar eru helstu eða stærstu eyðimerkur heims?

Hér fer á eftir tafla um fimm stærstu eyðimerkur heimsins samkvæmt upplýsingum af vefsíðunni Evergreen Project Adventures. Eyðimörk Staðsetning Stærð í ferkílómetrum Sahara Norður Afríka 9.065.000 Gobi Mongólía-Kína 1.295.000 Kalahari Sunnarlega í Afríku 582.000 Stóra Viktoría Ást...

Nánar

Hvernig varð Miðjarðarhaf til?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið? Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (...

Nánar

Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?

Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið. Nýle...

Nánar

Hver er þriðji stærsti skógur Íslands?

Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðarskóg. Í þeim öllum eru trén óvenjuhávaxin á íslenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flatarmáli en Bæjarstaðarskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallormsstaðaskóg...

Nánar

Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar?

Risaeðlur njóta sérstöðu í fornlíffræðinni vegna stærðar sinnar. Sumar tegundir urðu meira en 50 tonn að þyngd eða 50.000 kg! Ráneðla eins og grameðlan (Tyrannosaurus rex) gekk upprétt á stórvöxnum afturlöppum og vó sennilega allt að 8.000 kg. Hún var þó að öllum líkindum ekki stærsta ráneðlan sem var á ferli á mi...

Nánar

Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?

Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...

Nánar

Hver eru tíu stærstu vötn Íslands?

Alls þekja stöðuvötn um 2.757 km2 af yfirborði Íslands eða sem samsvarar 2,68% af flatarmáli landsins. Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir flatarmál helstu stöðuvatna landsins: 1.Þórisvatn (vatnsmiðlun)83-88 km2 2.Þingvallavatn82 km2 3.Lögurinn53 km2 4.Mývatn37 km2 5.Hvítárva...

Nánar

Er ýsan hrææta?

Svarið við þessari spurningu er nei, ýsan (Melanogrammus aeglefinus, e. haddock) er ekki hrææta heldur lifir hún aðallega á botndýrum meginhluta lífs síns. Ýsa (Melanogrammus aeglefinus) Þetta kom í ljós í rannsókn sem gerð var á vegum Hafrannsóknastofnunar á fyrri hluta 9. áratugar síðustu aldar. Rannsökuð var ...

Nánar

Hversu djúpt er Lagarfljót?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvert er lengsta vatn Íslands? Í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? kemur fram að Lögurinn er sjötta dýpsta stöðuvatn landsins, 112 metra djúpt, og nær um 90 m niður fyrir sjávarmál. Flatarmál vatnsins er alls um 53 km2 sem skipar því í þriðja sæti...

Nánar

Hversu há og hversu þung er risafura í samanburði við steypireyði?

Steypireyðurin (Balaenoptera musculus), stærsta dýr jarðar, getur fullvaxin orðið allt að 30 metra löng og vegið 100-190 tonn. Þessi tröllvaxni hvalur er þó hvorki langur né þungur í samanburði við risafuruna (Sequoiadendron giganteum) sem er þyngsta lífvera jarðarinnar. Risafurur geta orðið allt að 95 metrar...

Nánar

Hver er meðalstærð hvalatyppa?

Hvalir eru mjög misstórir eftir tegundum allt frá steypireyð (Balaenoptera musculus), sem getur orðið um 30 metrar á lengd og vegið hátt í 200 tonn til lítilla höfrunga (Delphinidae) sem eru innan við tveggja metra langir. Það sama gildir að sjálfsögðu þegar kemur að lengd getnaðarlima hvala, breytileikinn er svo ...

Nánar

Hver er staða vatns í dag og hvernig gæti hún breyst í náinni framtíð?

Ísland er auðugt af vatni og er talið að ástand vatns sé almennt gott. Unnið hefur verið að því síðan árið 2011 að greina hver staða vatns hér á landi er í raun í verkefninu Stjórn vatnamála. Í tengslum við verkefnið var stigið fyrsta skrefið í álagsmati á vatni sem var birt í Stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands...

Nánar

Fleiri niðurstöður