Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1535 svör fundust

Hvaða trúarbrögð eru útbreiddust í heiminum?

Óhætt er að fullyrða að útbreiddustu trúarbrögðin séu kristni. Kristnir telja um 2 milljarða eða um þriðjung jarðarbúa. Í öðru sæti eru múslimar sem eru 1,2 til 1,3 milljarðar eða kringum 20% íbúa jarðar. Næst koma hindúar; 780 til 900 milljónir eða 13-15%. Búddistar eru 360 milljónir eða 6% og eitthvað um 200 mil...

Nánar

Af hverju eru hundar gæludýr manna?

Sjálfsagt er hægt að svara þessari spurningu á ýmsan hátt. Meðal annars með því að vísa í hvernig félagsgerð hunda er en hundar eru hópdýr og hentuðu því vel sem gæludýr inn á heimilum okkar mannanna, auk þess að sinna mörgum mikilvægum verkum manninum til gagns í þúsundir ára. Um tilkomu þessa langa sambands m...

Nánar

Eru náttúrlegar tölur huglægar eða hlutlægar?

Náttúrlegar tölur eru tölurnar sem notaðar eru til að telja með: 1, 2, 3, 4, 5, 6, … Þær eru því stundum nefndar talningartölur. Mengi náttúrlegra talna er huglægt hugtak þar sem náttúrlegu tölurnar eru óendanlega margar. Sé staðnæmst við afar stóra náttúrlega tölu má alltaf finna aðra tölu sem er einum hærri en h...

Nánar

Hvað þýðir að eitthvað sé yfir höfuð?

Orðasambandið yfir höfuð er fengið að láni úr dönsku. Þar er það notað í tvenns konar merkingu, annars vegar neitandi eða spyrjandi, það er ‛alls ekki’ eða ‛yfirleitt’, „jeg er overhovedet ikke enig“, „ég er alls ekki (yfir höfuð ekki) sammála“, eða „har hun overhovedet sagt noget?“ „hefur hún yfirleit...

Nánar

Get ég tekið upp ættarnafn afa míns sem foreldrar mínir hafa ekki notað?

Já. Í 5. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn segir að maður, sem samkvæmt Þjóðskrá ber ættarnafn við gildistöku þessara laga eða bar ættarnafn í gildistíð laga nr. 37/1991, megi bera það áfram. Sama gildir um niðja hans hvort heldur er í karllegg eða kvenlegg. Orðalag ákvæðisins er skýrt um það að niðjar man...

Nánar

Hver er skyldleiki kengúra við aðrar tegundir og hvernig þróuðust þær?

Vísindamenn telja að aðskilnaður á milli legkökuspendýra og pokadýra hafi orðið á meðan risaeðlur ríktu enn á jörðinni. Ennfremur sýna nýlegar rannsóknir að þriðji hópur spendýra, nefdýr (Monotremata), en til hans heyra breiðnefur og mjónefur, hafi skilist frá fyrrnefndu tveimur flokkunum nokkuð fyrr. Hvenær þetta...

Nánar

Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaða umhverfisskilyrði og aðlaganir þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám? Hvar og hvenær er það talið hafa gerst?Eitt af stærstu skrefum í þróun lífs á jörðunni var landnám hryggdýra. Þetta merka skref tók hópur holdugga (Sarcopterygii) á seinni hluta fornlífsalda...

Nánar

Hvernig er dýralíf í Perú?

Fá lönd í heiminum státa af jafn fjölbreyttu dýralífi og Perú. Í grófum dráttum má skipta Perú í þrennt. Austurhluti landsins tilheyrir Amasonlægðinni en hitabeltisregnskógar hennar þekja um 60% af landinu. Hið fjölskrúðuga dýralíf Perú má mikið til rekja til þessa svæðis. Um miðbik landsins frá norðvestri til su...

Nánar

Hvort eru fleiri mínus- eða plústölur í talnakerfi okkar?

Fyrir hverja jákvæða tölu er alltaf hægt að finna eina neikvæða, nefnilega með því að setja mínus fyrir framan hana. Fyrir hverja neikvæða tölu má eins finna eina jákvæða, með því að taka mínusinn burt. Auk þess fær maður aldrei sömu neikvæðu töluna fyrir tvær mismunandi jákvæðar tölur og öfugt. Þannig er hægt að ...

Nánar

Fleiri niðurstöður