Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 298 svör fundust

Hvað er hermannaveiki?

Hermannaveiki orsakast af bakteríu sem kallast Legionella pneumophila. Sýking af völdum þessarar bakteríu greindist fyrst eftir ráðstefnu gamalla bandarískra hermanna sem haldin var á hóteli í Fíladelfíu árið 1976. Hátt í 200 manns veiktust og margir dóu. Við krufningu fannst bakterían í sýni frá lungum. Nú eru þe...

Nánar

Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má leita að bæjarheitum eftir stafrófsröð, með því að slá inn tiltekið nafn eða leita eftir sveitarfélögum og sýslum. Þegar leitað er að ákveðnu bæjarnafni birtast niðurstöður sem sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomand...

Nánar

Getur efedrín haft hættuleg áhrif á fólk?

Í aldanna rás hefur jurtin ma huang verið notuð í kínverskum lækningum. Jurtin, sem oftast er nefnd ephedra á erlendum tungumálum, inniheldur meðal annars efedrín sem er virkasta innihaldsefnið. Efedrín er að finna í mörgum fæðubótarefnum sem markaðssett eru fyrir fólk sem vill grennast og fólk sem er að leita að ...

Nánar

Hversu stór eru nýfædd afkvæmi beinhákarla?

Upprunalega spurningin var: Hver er þyngd og lengd afkvæmis beinhákarls? Beinhákarlar (Cetorhinus maximus) eru stærstu fiskar sem finnast hér við land. Fullorðnir beinhákarlar verða mest um 10 m á lengd en sagnir eru um stærri skepnur, allt að 15 metrar að lengd en það eru óstaðfest tilvik. Algengasta stær...

Nánar

Hversu mörg morð eru framin á ári hér á landi?

Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um það hversu margir hafa dáið á Íslandi á ári hverju aftur til 1981. Jafnframt er hægt að fá upplýsingar um dánarorsök, það er hversu margir hafa látist úr tilteknum sjúkdómum, slysum, fallið fyrir eigin hendi og svo framvegis. Einn flokkurinn sem hægt er að velja er...

Nánar

Hvor er hærra settur hershöfðingi eða flotaforingi?

Samkvæmt skilgreiningu orðabanka Íslenskrar málstöðvar er hershöfðingi:Liðsforingi (fjögurra stjörnu) í land- og flugher, ofar að tign en undirhershöfðingi og neðar en marskálkur; stundum af æðstu tign og þá yfirmaður alls herafla í samvinnu við varnamálaráðherra og ríkisstjórn. Í sömu heimild er flotaforingi skil...

Nánar

Hvað þýðir orðið hrakvirði í bókhaldsmáli?

Hrakvirði fjármuna er sú fjárhæð sem fæst við sölu þeirra þegar fyrirtæki hyggst hætta að nota þá. Það getur verið núll eða ekkert ef ekki stendur til að selja fjármunina. Í bókhaldi er afskriftastofn fjármuna kostnaðarverð að frádregnu hrakvirði þeirra í lok áætlaðs nýtingartíma. Sem dæmi mætti nefna leigubíl ...

Nánar

Hvernig er hægt að vinna þennan gaur í nim?

Spyrjandi sendi okkur veffang á síðu sem hægt er að skoða hér. Þessi leikur kallast nim. Reglurnar eru þær að tveir leikmenn skiptast á að taka kúlur og sá sem tekur síðustu kúluna tapar. Í öðrum afbrigðum af leiknum vinnur sá sem tekur síðustu kúluna. Sýnt hefur verið fram á að leiðin til að vinna nim-le...

Nánar

Hefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?

Enska orðið singularity hefur verið þýtt sem 'sérstæða' eða 'sérgildi' á íslensku. Þetta hugtak kemur upp í þyngdarfræði Einsteins þar sem jöfnur almennu afstæðiskenningarinnar eru ólínulegar og hafa lausnir þar sem sveigja tímarúmsins og orkuþéttleiki efnisins stefna á óendanlegt einhvers staðar í tímarúminu. ...

Nánar

Er hægt að deyja úr leiðindum í dönskutíma?

Vísindavefurinn veit ekki til þess að neinn hafi gefið upp öndina í dönskutíma, alla vega ekki úr eintómum leiðindum. Hins vegar þorum við ekki að fullyrða neitt um það mál, það gæti vel verið að mörg slík tilfelli hafi átt sér stað en þau hafi ekki verið skjalfærð. Nánar er fjallað um dönsku, leiðinlega kenna...

Nánar

Hvað er efnagreining?

Efnagreiningar eru mikilvægt svið innan efnafræðinnar. Þeim má skipta í tvo meginþætti, það er eigindlegar (e. qualitative) og megindlegar eða magnbundnar (e. quantitative) efnagreiningar. Efnagreingar eru mikilvægt svið innan efnafræðinnar. Hægt er að skipta efnagreiningum í annars vegar eigindlegar efnagrein...

Nánar

Fleiri niðurstöður