Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 69 svör fundust

Um hvað snerist sjálfstæðisbarátta Suður-Ameríku?

Nýlenduveldi Spánar spannaði, allt meginland Suður-Ameríku að undanskilinni Brasilíu sem tilheyrði Portúgal, allar eyjur Karíbahafsins, Mið-Ameríku, Mexikó og stórar lendur sem tilheyra núna Bandaríkjunum. Auk þessa stjórnaði Spánn Filippseyjum og hafði nokkur ítök í Afríku. Þegar nýlenduveldi Spánar lauk með ósig...

Nánar

Hvað getiði sagt mér um fall Rómaveldis?

Þegar talað er um fall Rómaveldis er oftast miðað við árið 476 e.Kr. þegar síðasta vestrómverska keisaranum, Rómulusi Ágústusi, var steypt af stóli (sjá mynd til vinstri). Austrómverska keisaradæmið eða Býsans lifði öllu lengur, eða fram til ársins 1453. Undanfari falls vestrómverska ríkisins var ekki glæsileg...

Nánar

Hvernig má verjast því að meindýr komist inn í hús?

Ekki er hægt að gefa eitt gott ráð til að verjast meindýrum þar sem meindýr eru ólíkur hópur dýra og varnir gegn þeim eru þess vegna mismunandi. Hér á landi eru nokkrar tegundir sem taldar eru til meindýra og tilheyra þær til dæmis skordýrum (Insecta), áttfætlum (Arachnida), fuglum (Aves) og spendýrum (Mammalia). ...

Nánar

Hafa rafbylgjur áhrif á heilsu manna?

Spurningin hljóðar svo í fullri lengd:Hafa rafbylgjur áhrif á heilsu manna? Er satt að börn sem búa nálægt rafstöðvum fái frekar hvítblæði en önnur börn? Um þetta efni er fjallað í svari Þorgeirs Sigurðssonar frá 2004 við spurningunni: Hversu nálægt háspennulínum er talið óhætt að búa? Eins og þar kemur fram ...

Nánar

Hvað er fílaveiki og hvernig lýsir hún sér?

Fílaveiki er landlæg víða í heiminum. Meira en milljarði manna í yfir áttatíu löndum stafar hætta af smiti. Árið 2000 höfðu 120 milljónir fengið sjúkdóminn og af þeim voru meira en 40 milljónir sem hlutu varanlega hömlun eða lýti af hans völdum. Um þriðjungur tilfella er á Indlandi og þriðjungur í Afríku, en önnu...

Nánar

Hvort er betra að sitja við glugga eða gang í flugvél?

Það er mjög einstaklingsbundið hvar fólk óskar helst eftir að sitja í flugvélum og sjálfsagt hefur hver sínar ástæður fyrir því að velja einn stað frekar en annan. Það getur hins vegar skipt máli fyrir heilsuna hvar fólk situr þegar það fer í flug. Rannsóknir benda til að það sé verra fyrir heilsuna að sitja í glu...

Nánar

Hver er uppruni Ægishjálms og hvar er hans fyrst getið á prenti?

Einnig var spurt: Hvað merkir galdrarúnin Ægishjálmur? Elsta dæmið um Ægishjálm í þeirri átta arma mynd sem þekktust er í dag er að finna í skinnhandritinu Lbs 143 8vo sem varðveitt er á handritadeild Landsbókasafns-Háskólabóksafns og gefið var út 2004. Handritið er talið frá því um miðja 17. öld og þar er að...

Nánar

Hver er hættulegasta geitungategund í heimi?

Það er erfitt að meta hvaða geitungategund er hættulegust, enda ekki alveg ljóst við hvað er átt. Hér verður einfaldlega farin sú leið að fjalla um þá geitungategund sem hefur hvað flest mannslíf á “samviskunni” en það er asíski risageitungurinn (Vespa mandarinia, e. giant asian hornet). Að meðaltali deyja árlega ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um haustfeta?

Haustfeti (Operophtera brumata) er fiðrildategund af ætt feta (Geometridae). Í Evrópu er útbreiðsla hans frá Miðjarðarhafi til nyrstu slóða Skandinavíu, austur um Asíu norðan fjallgarðanna miklu til Japans. Auk þess er hann innfluttur til Nova Scotia í Kanada. Á Íslandi finnst hann um sunnanvert landið frá Borgar...

Nánar

Hvaða spendýr er með minnstu augun?

Flest spendýr nota sjón tiltölulega mikið í daglegu lífi og stærðarmunur á augum er yfirleitt furðulítill milli tegunda. Sumar tegundir, sem eru eingöngu á ferli á nóttunni, eru með afarstór augu og treysta mikið á sjón sína þótt dimmt sé. Dæmi um þetta eru sumir lemúrar og aðrir hálfapar. Þá eru til næturdýr með ...

Nánar

Eru maurategundir ágengar á Íslandi?

Nær öll dýr sem finnast á Íslandi í dag námu land eftir síðustu ísöld.[1] Staðsetning landsins í miðju Atlantshafi er ekki mjög heppileg fyrir landnám dýra[2] en landnám og búseta manna með tilheyrandi búfénaði, varningi og verslun við önnur lönd hefur auðveldað nýjum dýrategundum að berast til landsins. Öldum sam...

Nánar

Mun ómíkron útrýma delta og öðrum afbrigðum veirunnar?

Frá því að SARS-CoV-2 faraldurinn hófst undir lok árs 2019 hefur veiran dreifst um heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði myndast hjá veirum þegar nægilega margar og áhrifaríkar stökkbreytingar hafa orðið á erfðaefninu, til að eiginleikar veirunnar breytist miðað við upprunalegu gerðina (eða önnur afbri...

Nánar

Af hverju fer maður svona oft í bólusetningu gegn mænusótt?

Mænusótt (e. polio) er einnig kölluð lömunarveiki eða mænuveiki og er smitsjúkdómur af völdum veirusýkingar. Smit berst oftast manna á milli með saurgerlum sem komast í snertingu við munn og meltingarveg, til dæmis gegnum mengað vatn. Einkenni eru í sumum tilfellum væg og um 90% þeirra sem smitast eru einkennalaus...

Nánar

Fleiri niðurstöður