Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 141 svör fundust

Hvað er kínín nákvæmlega?

Kínín er það sem nefnist lýtingur (e. alkaloid) á íslensku. Önnur orð yfir sama hugtak eru alkalóíði, beiskjuefni og plöntubasi. Í svari við spurningunni Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað? segir þetta um lýting:Lýtingur er flokkur basískra, lífrænna köfnunarefnissambanda sem myndast í plöntum. Lýtingar ...

Nánar

Hver er hegðun Helix aspersa í upprunalegum heimkynnum?

Helix aspersa, sem kallaður er á ensku European brown snail eða common snail, var fyrst lýst til tegundar árið 1774 á Ítalíu. Snigillinn er aðallega á ferli á næturna og étur þá ýmsar plöntur og plöntuleifar. Þegar birta tekur kemur snigillinn sér fyrir undir rotnandi laufblöðum eða í gróðri þar sem nægilegur ...

Nánar

Til hvers er umskurður?

Innskot ritstjórnar: Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus. Forhúðin Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir han...

Nánar

Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?

Sólbrúnka stafar af eðlilegu ferli í húðinni. Þegar sól skín á húð örva útfjólubláir geislar hennar litfrumur í yfirhúðinni til að mynda litarefnið melanín en það ver húðina gegn þessum sömu geislum. Melanín er mjög öflugt sólarvarnarefni og er fólk með dökka húð (mikið melanín) í hundraðfalt minni hættu á að fá h...

Nánar

Hvað eru útfjólubláir geislar?

Útfjólublá geislun er rafsegulgeislun með styttri bylgjulengd og hærri orku en sýnilegt ljós. Við sjáum ekki útfjólubláa geisla með berum augum en sumir fuglar, fiskar og skordýr geta greint þessa geislun. Í rófi rafsegulbylgna er útfjólublá geislun milli sýnilegs ljóss og röntgengeislunar. Bylgjulengd útfjólub...

Nánar

Hvers konar hljóð gefur minkurinn frá sér?

Minkurinn gefur að jafnaði ekki frá sér mikið af hljóðum en þegar hann er æstur, hræddur eða kvalinn getur hann gefið frá sér eftirtalin hljóð: Hvæs: stutt og kraftlítið hljóð sem aðallega karldýr gefa frá sér þegar þeim er ógnað. Hvæsið er um 0,8 sekúndur að lengd og tíðni þess er 0,6 kHz. Öskur: flókið, misla...

Nánar

Eru til eitraðar skjaldbökur?

Engar tegundir innan yfirættar skjaldbakna (Chelania) framleiða eitur, hvort heldur er til sjálfsvarnar eða veiða. Slíkt er þó vel þekkt innan nokkurra hópa hryggdýra, svo sem froska og slangna. Skjaldbökur hafa hins vegar þróað með sér aðra vörn; stóran og sterkan skjöld sem þær draga nafn sitt af. Hann er s...

Nánar

Af hverju heitir rykfrakki þessu nafni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Af hverju heitir rykfrakki rykfrakki? Hvaða ryk er það sem frakkinn ver þig gegn? Orðið rykfrakki er þekkt í málinu frá því snemma á 20. öld. Það fer að birtast í fataauglýsingum í blöðum 1916. Rykfrakki er án efa þýðing úr dönsku støvfrakke eða norsku støvfrakk (bæði í bókmá...

Nánar

Skemmir sódavatn tennur?

Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það. Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt ...

Nánar

Hvað éta letidýr?

Letidýr (Folivora) lifa í skógum í Suður- og Mið-Ameríku. Þau nærast fyrst og fremst á laufum stórra lauftrjáa af ýmsum tegundum. Mest éta þau lauf af trjám af ættinni Cecropia en til er 61 tegund af þessari ætt í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku. Laufblöð eru hvorki næringarrík né auðmeltanleg fæða en á móti ...

Nánar

Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu?

Hér verður eftirfarandi spurningum svarað: Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu? Hvers vegna sleppa veirur stundum í gegnum veiruvarnir? Hvers vegna eru til tölvuveirur, er ekki hægt að útrýma þeim? Hvað er trójuhestur í tölvum og af hverju sleppur hann oft í gegnum e...

Nánar

Hver eru einkenni lindýra og í hvaða meginhópa flokkast þau?

Lindýr (Mollusca) er ein tegundaauðugasta fylking hryggleysingja á jörðinni en þekktar eru yfir 100 þúsund tegundir sem tilheyra henni. Þrátt fyrir þennan mikla tegundafjölda er líkamsskipulag allra lindýra áþekkt. Kviðmegin er vöðvaríkur fótur sem er helsta hreyfifæri dýrsins. Að baki hans er innyflahnúður, se...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um fléttur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað geturðu sagt mér um fléttur? Hver er stofn þeirra, er einhver samkeppni og hvert er kjörbýli þeirra? Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (e. cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fl...

Nánar

Hvað er jihad?

Hugtakið jihad birtist oft í Kóraninum, sem er helgirit múslima. Orðið jihad merkir barátta eða átök. Á íslensku er það oft þýtt sem „heilagt stríð“ sem gefur satt að segja ekki alltaf rétta mynd af þessu fyrirbæri. Íslensku orðin „heilagt stríð“ eiga sér enga samsvörun í arabísku. Stríð er harb og muqaddas merkir...

Nánar

Fleiri niðurstöður