Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hver eru höfin sjö?

EDS

Spurningin í fullri lengd var:
Við hvaða höf er átt þegar talað er um höfin sjö?

Talað hefur verið um höfin sjö í þúsundir ára en sagt er að rekja megi hugmyndina eða orðatiltækið að minnsta kosti til Súmera um 2300 f.Kr.

Merkingin sem lögð er í orðatiltækið höfin sjö er ekki alltaf hin sama og hún mótast af heimsmynd, hugmyndum og þekkingu hvers samfélags. Stundum hefur verið átt við hafsvæði á þekktum siglingaleiðum, stundum hafa höfin sjö vísað til hafsvæða í næsta nágrenni en einnig fjarlægra og jafnvel óþekktra hafsvæða. Þannig þarf ekki að vera að höfin sjö hafi endilega alltaf vísað til sjö tiltekinna hafsvæða heldur alveg eins notað sem samheiti yfir höfin eins og þau voru þekkt hverju sinni.

Heimskort frá 1565.

Hjá Grikkjum er talið að höfin sjö hafi verið Eyjahaf, Adríahaf, Miðjarðarhaf, Svartahaf, Rauðahaf, Kaspíahaf og Persaflói. Rómverjinn Pliníus eldri notaði hins vegar septem maria eða höfin sjö um lón nálægt Feneyjum.

Hjá evrópskum miðaldamönnum voru höfin sjö Norðursjór, Eystrasalt, Atlantshaf, Miðjarðarhaf, Svartahaf, Rauðahaf og Arabíuhaf. Eftir að Evrópumenn „fundu“ Ameríku breyttist heimsmyndin og um leið hugmyndin um höfin sjö. Þá var farið að tala um Atlantshaf, Indlandshaf, Kyrrahaf, Norður-Íshaf, Miðjarðarhaf, Karíbahaf og Mexíkóflóa sem höfin sjö. Í dag er helst hallast að því að höfin sjö séu Norður-Atlantshaf, Suður-Atlantshaf, Norður-Kyrrahaf, Suður-Kyrrahaf, Indlandshaf, Norður-Íshaf og Suður-Íshaf.

Það er rétt að leggja áherslu á að upptalningar hér á undan endurspegla fyrst og fremst þann heim sem Evrópumenn hafa þekkt á hverjum tíma. Í öðrum heimshlutum hafa höfin sjö verið önnur í samræmi við heimsmynd hvers svæðis. En hvort sem höfin sjö vísa til ákveðinna hafsvæða eða ekki þá er það svo í flestum tilfellum að sá sem hefur siglt um höfin sjö hefur víða farið og reynt ýmislegt.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

4.1.2017

Spyrjandi

Árný Björk Birgisdóttir, Kolbrún Arnarsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hver eru höfin sjö?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2017. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=13277.

EDS. (2017, 4. janúar). Hver eru höfin sjö? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=13277

EDS. „Hver eru höfin sjö?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2017. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=13277>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru höfin sjö?
Spurningin í fullri lengd var:

Við hvaða höf er átt þegar talað er um höfin sjö?

Talað hefur verið um höfin sjö í þúsundir ára en sagt er að rekja megi hugmyndina eða orðatiltækið að minnsta kosti til Súmera um 2300 f.Kr.

Merkingin sem lögð er í orðatiltækið höfin sjö er ekki alltaf hin sama og hún mótast af heimsmynd, hugmyndum og þekkingu hvers samfélags. Stundum hefur verið átt við hafsvæði á þekktum siglingaleiðum, stundum hafa höfin sjö vísað til hafsvæða í næsta nágrenni en einnig fjarlægra og jafnvel óþekktra hafsvæða. Þannig þarf ekki að vera að höfin sjö hafi endilega alltaf vísað til sjö tiltekinna hafsvæða heldur alveg eins notað sem samheiti yfir höfin eins og þau voru þekkt hverju sinni.

Heimskort frá 1565.

Hjá Grikkjum er talið að höfin sjö hafi verið Eyjahaf, Adríahaf, Miðjarðarhaf, Svartahaf, Rauðahaf, Kaspíahaf og Persaflói. Rómverjinn Pliníus eldri notaði hins vegar septem maria eða höfin sjö um lón nálægt Feneyjum.

Hjá evrópskum miðaldamönnum voru höfin sjö Norðursjór, Eystrasalt, Atlantshaf, Miðjarðarhaf, Svartahaf, Rauðahaf og Arabíuhaf. Eftir að Evrópumenn „fundu“ Ameríku breyttist heimsmyndin og um leið hugmyndin um höfin sjö. Þá var farið að tala um Atlantshaf, Indlandshaf, Kyrrahaf, Norður-Íshaf, Miðjarðarhaf, Karíbahaf og Mexíkóflóa sem höfin sjö. Í dag er helst hallast að því að höfin sjö séu Norður-Atlantshaf, Suður-Atlantshaf, Norður-Kyrrahaf, Suður-Kyrrahaf, Indlandshaf, Norður-Íshaf og Suður-Íshaf.

Það er rétt að leggja áherslu á að upptalningar hér á undan endurspegla fyrst og fremst þann heim sem Evrópumenn hafa þekkt á hverjum tíma. Í öðrum heimshlutum hafa höfin sjö verið önnur í samræmi við heimsmynd hvers svæðis. En hvort sem höfin sjö vísa til ákveðinna hafsvæða eða ekki þá er það svo í flestum tilfellum að sá sem hefur siglt um höfin sjö hefur víða farið og reynt ýmislegt.

Heimildir og mynd:

...