Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver var Elísabeta Hevelius og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?

Sævar Helgi Bragason

Elisabeth Catherina Koopmann Hevelius (1647-1693) var þýsk-pólskur stjörnufræðingur og önnur eiginkona stjörnufræðingsins fræga Jóhannesar Heveliusar (1611-1687). Hún hefur stundum verið kölluð fyrsti kvenkyns stjörnufræðingurinn en hvort sem svo er eða ekki þá birtist hún að minnsta kosti fyrst kvenna á mynd við stjörnuathuganir.

Elisabeth var ein þriggja dætra Nicholas Koopmann, efnaðs Hansakaupmanns í borginni Gdansk í Póllandi. Hún heillaðist snemma af stjörnufræði og bað Hevelius að sýna sér stjörnurnar þegar hún var lítil stelpa. Hevelius lofaði að sýna henni undur stjörnuhiminsins þegar hún yrði eldri.

Í mars árið 1662 lést eiginkona Heveliusar. Skömmu eftir það heimsótti Elisabeth hann og minnti hann á loforð sitt um að sýna henni stjörnuhimininn frá stjörnustöðinni. Elisabeth var þá 15 ára og óvenjuvel menntuð og fær í stærðfræði miðað við ungar konur á þessum tíma. Þau felldu saman hugi skömmu seinna og þegar Elisabeth var aðeins 16 ára gömul giftist hún Jóhannesi Heveliusi sem þá var 52 ára. Hevelius var sjálfur sonur efnaðs bruggara og enn í dag er bruggaður bjór sem ber nafn fjölskyldunnar. Þau eignuðust saman fjögur börn: Son árið 1664 sem lést aðeins eins árs og síðan þrjár dætur sem komust allar á fullorðinsaldur.

Stjörnufræði var ástríða hjónanna. Árið 1641, áður en Elisabeth var fædd, byggði Jóhannes fullkomna stjörnustöð á þaki húss síns og kom þar fyrir sjónaukum og nákvæmum tækjum eins og kvaðranti og sextanti til stjarnmælinga. Í stjörnustöðinni kortlagði hann yfirborð tunglsins fyrstur manna, uppgötvaði tunglvik sem lýsir sér í því að tunglið virðist vagga frá jörðu séð og fann fjórar halastjörnur.

Elisabeth byrjaði strax að aðstoða Jóhannes við athuganirnar og gera þá útreikninga sem voru nauðsynlegir. Henni þótti fátt jafn dásamlegt og að stara upp í næturhimininn til að reyna að skilja það sem fyrir augum bar. Hjónin notuðu saman sextantinn til að gera stjarnmælingar en tvo aðila þurfti til að starfrækja tækið. Á mynd frá 17. öld sjást þau saman við mælingar með sextantinum. Er það í fyrsta sinn sem mynd af konu við stjörnuathuganir birtist.

Í bók sinni Machina Coelestis sem Jóhannes gaf út í tveimur hlutum árin 1673 og 1679, lýsir hann mælitækjum stjörnustöðvarinnar og stjarnmælingunum. Í bókinni skrifar hann að menn og konur séu jafnvel í stakk búin til stjörnuathugana, nokkuð sem var óvanalegt á þessum tíma.

Þann 26. september 1679 eyðilögðust stjörnustöðin, mælitækin og ómetanlegar bækur Jóhannesar í eldi. Hjónin byggðu stjörnustöðina aftur upp en heilsu Jóhannesar hafði hrakað nokkuð eftir áfallið. Hann lést 28. janúar 1687 á sínum 76. afmælisdegi.

Eftir andlát Jóhannesar lauk Elisabeth við ókláraðar bækur eiginmanns síns, Prodromus astronomiae, og gaf þær út árið 1690 í þremur bindum. Þar er að finna skrá þeirra hjóna yfir staðsetningar 1.564 stjarna á himinhvelfingunni og stjörnukort þar sem finna má sjö ný stjörnumerki sem enn eru notuð í dag.

Elisabeth lést árið 1693, 46 ára að aldri. Smástirnið 12625 Koopmann er nefnt henni til heiðurs sem og gígurinn Corpmann á Venusi.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

18.7.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hver var Elísabeta Hevelius og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60287.

Sævar Helgi Bragason. (2011, 18. júlí). Hver var Elísabeta Hevelius og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60287

Sævar Helgi Bragason. „Hver var Elísabeta Hevelius og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60287>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Elísabeta Hevelius og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?
Elisabeth Catherina Koopmann Hevelius (1647-1693) var þýsk-pólskur stjörnufræðingur og önnur eiginkona stjörnufræðingsins fræga Jóhannesar Heveliusar (1611-1687). Hún hefur stundum verið kölluð fyrsti kvenkyns stjörnufræðingurinn en hvort sem svo er eða ekki þá birtist hún að minnsta kosti fyrst kvenna á mynd við stjörnuathuganir.

Elisabeth var ein þriggja dætra Nicholas Koopmann, efnaðs Hansakaupmanns í borginni Gdansk í Póllandi. Hún heillaðist snemma af stjörnufræði og bað Hevelius að sýna sér stjörnurnar þegar hún var lítil stelpa. Hevelius lofaði að sýna henni undur stjörnuhiminsins þegar hún yrði eldri.

Í mars árið 1662 lést eiginkona Heveliusar. Skömmu eftir það heimsótti Elisabeth hann og minnti hann á loforð sitt um að sýna henni stjörnuhimininn frá stjörnustöðinni. Elisabeth var þá 15 ára og óvenjuvel menntuð og fær í stærðfræði miðað við ungar konur á þessum tíma. Þau felldu saman hugi skömmu seinna og þegar Elisabeth var aðeins 16 ára gömul giftist hún Jóhannesi Heveliusi sem þá var 52 ára. Hevelius var sjálfur sonur efnaðs bruggara og enn í dag er bruggaður bjór sem ber nafn fjölskyldunnar. Þau eignuðust saman fjögur börn: Son árið 1664 sem lést aðeins eins árs og síðan þrjár dætur sem komust allar á fullorðinsaldur.

Stjörnufræði var ástríða hjónanna. Árið 1641, áður en Elisabeth var fædd, byggði Jóhannes fullkomna stjörnustöð á þaki húss síns og kom þar fyrir sjónaukum og nákvæmum tækjum eins og kvaðranti og sextanti til stjarnmælinga. Í stjörnustöðinni kortlagði hann yfirborð tunglsins fyrstur manna, uppgötvaði tunglvik sem lýsir sér í því að tunglið virðist vagga frá jörðu séð og fann fjórar halastjörnur.

Elisabeth byrjaði strax að aðstoða Jóhannes við athuganirnar og gera þá útreikninga sem voru nauðsynlegir. Henni þótti fátt jafn dásamlegt og að stara upp í næturhimininn til að reyna að skilja það sem fyrir augum bar. Hjónin notuðu saman sextantinn til að gera stjarnmælingar en tvo aðila þurfti til að starfrækja tækið. Á mynd frá 17. öld sjást þau saman við mælingar með sextantinum. Er það í fyrsta sinn sem mynd af konu við stjörnuathuganir birtist.

Í bók sinni Machina Coelestis sem Jóhannes gaf út í tveimur hlutum árin 1673 og 1679, lýsir hann mælitækjum stjörnustöðvarinnar og stjarnmælingunum. Í bókinni skrifar hann að menn og konur séu jafnvel í stakk búin til stjörnuathugana, nokkuð sem var óvanalegt á þessum tíma.

Þann 26. september 1679 eyðilögðust stjörnustöðin, mælitækin og ómetanlegar bækur Jóhannesar í eldi. Hjónin byggðu stjörnustöðina aftur upp en heilsu Jóhannesar hafði hrakað nokkuð eftir áfallið. Hann lést 28. janúar 1687 á sínum 76. afmælisdegi.

Eftir andlát Jóhannesar lauk Elisabeth við ókláraðar bækur eiginmanns síns, Prodromus astronomiae, og gaf þær út árið 1690 í þremur bindum. Þar er að finna skrá þeirra hjóna yfir staðsetningar 1.564 stjarna á himinhvelfingunni og stjörnukort þar sem finna má sjö ný stjörnumerki sem enn eru notuð í dag.

Elisabeth lést árið 1693, 46 ára að aldri. Smástirnið 12625 Koopmann er nefnt henni til heiðurs sem og gígurinn Corpmann á Venusi.

Heimildir:

Myndir:...