Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Getur þú sagt mér frá stjörnumerkinu Vatnsberanum?

Stjörnufræðivefurinn

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Getur þú sagt mér frá stjörnumerkinu Vatnsberanum (stjörnufræðilega)?

Vatnsberinn (lat. Aquarius) er tiltölulega stórt en ekkert sérstaklega áberandi stjörnumerki á norðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í riti sínu Almagest frá 2. öld e.Kr. Vatnsberinn sést að hluta frá Íslandi.

Sólin gengur leið sína eftir sólbaugnum um Vatnsberann og telst hann því eitt af stjörnumerkjum dýrahringsins. Sólin er innan marka Vatnsberans frá 16. febrúar til 11. mars (en ekki 20. janúar til 18. febrúar eins og segir í stjörnuspám). Tunglið og reikistjörnurnar fara aldrei langt frá sólbaugnum og sjást því stundum í Vatnsberanum.

Kort af stjörnumerkinu Vatnsberanum.

Vatnsberinn sést að kvöldlagi á haustin fram í desember en best er að skoða hann í september eða október. Hann er rétt sunnan við miðbaug himins sem þýðir að efsti hluti Vatnsberans nær tæpar 30° upp á himininn þegar hann er í hágöngu í suðri.

Vatnsberinn er fornt stjörnumerki og er eitt „vatnsmerkjanna“. Í þeim hópi eru einnig stjörnumerkin Steingeitin, Fiskarnir, Höfrungurinn, Suðurfiskurinn og Hvalurinn. Ástæða þess að merkin á þessu svæði eru kennd við vatn á ef til vill rætur sínar allt aftur til fornríkis Babýloníumanna en sólin reikaði um þetta svæði meðan á regntímanum stóð.

Þekktasta goðsagan um stjörnumerkið tengir það við Ganýmedes Trójuprins. Seifur hreifst af pilti og sótti hart að fá hann til sín á Ólympusfjall. Brá hann sér í líki arnar (samanber stjörnumerkið Örninn) og flaug með hann upp á Ólympustind svo hann gæti borið í guðina ódáinsveigar eða nektar sem varðveitti æskublómann. Heru leist eins og venjulega illa á hinn unga prins því hún leit á hann sem keppinaut um hylli eiginmanns síns. Svo fór að lokum að Seifur kom Ganýmedesi fyrir á himninum sem stjörnumerkið Vatnsberinn. Þar hellir hann úr bikar sínum vatni til Suðurfisksins.

Þótt Vatnsberinn sé stórt merki inniheldur hann fáar bjartar stjörnur — aðeins tvær stjörnur eru bjartari en 3. birtustig. Bjartasta stjarnan í Vatnsberanum er β Aquarii eða Sadalsuud (happastjarnan) (birtustig 2,90). Hún er þrístirni í um 540 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Bjartasta stjarna kerfisins er risastjarna af gerðinni G0, um sex sinnum massameiri en sólin, 50 sinnum breiðari og 2.300 sinnum bjartari. Næstbjartasta stjarnan í Vatnsberanum er α Aquarii eða Sadalmelik (birtustig 2,95). Hún er reginrisastjarna af gerðinni G2, rúmlega sex sinnum massameiri en sólin, 77 sinnum breiðari og 3000 sinnum bjartari. Alfa Aquarii er í um 520 ljósára fjarlægð frá jörðinni.


Lesa má um aðrar stjörnur og djúpfyrirbæri í stjörnumerkinu Vatnsberanum á Stjörnufræðivefnum, en þetta svar er stytt útgáfa af þeirri umfjöllun og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin af sama vef.

Útgáfudagur

4.8.2017

Spyrjandi

Birna Almarsdóttir

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Getur þú sagt mér frá stjörnumerkinu Vatnsberanum? “ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2017. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61341.

Stjörnufræðivefurinn. (2017, 4. ágúst). Getur þú sagt mér frá stjörnumerkinu Vatnsberanum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61341

Stjörnufræðivefurinn. „Getur þú sagt mér frá stjörnumerkinu Vatnsberanum? “ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2017. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61341>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur þú sagt mér frá stjörnumerkinu Vatnsberanum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Getur þú sagt mér frá stjörnumerkinu Vatnsberanum (stjörnufræðilega)?

Vatnsberinn (lat. Aquarius) er tiltölulega stórt en ekkert sérstaklega áberandi stjörnumerki á norðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í riti sínu Almagest frá 2. öld e.Kr. Vatnsberinn sést að hluta frá Íslandi.

Sólin gengur leið sína eftir sólbaugnum um Vatnsberann og telst hann því eitt af stjörnumerkjum dýrahringsins. Sólin er innan marka Vatnsberans frá 16. febrúar til 11. mars (en ekki 20. janúar til 18. febrúar eins og segir í stjörnuspám). Tunglið og reikistjörnurnar fara aldrei langt frá sólbaugnum og sjást því stundum í Vatnsberanum.

Kort af stjörnumerkinu Vatnsberanum.

Vatnsberinn sést að kvöldlagi á haustin fram í desember en best er að skoða hann í september eða október. Hann er rétt sunnan við miðbaug himins sem þýðir að efsti hluti Vatnsberans nær tæpar 30° upp á himininn þegar hann er í hágöngu í suðri.

Vatnsberinn er fornt stjörnumerki og er eitt „vatnsmerkjanna“. Í þeim hópi eru einnig stjörnumerkin Steingeitin, Fiskarnir, Höfrungurinn, Suðurfiskurinn og Hvalurinn. Ástæða þess að merkin á þessu svæði eru kennd við vatn á ef til vill rætur sínar allt aftur til fornríkis Babýloníumanna en sólin reikaði um þetta svæði meðan á regntímanum stóð.

Þekktasta goðsagan um stjörnumerkið tengir það við Ganýmedes Trójuprins. Seifur hreifst af pilti og sótti hart að fá hann til sín á Ólympusfjall. Brá hann sér í líki arnar (samanber stjörnumerkið Örninn) og flaug með hann upp á Ólympustind svo hann gæti borið í guðina ódáinsveigar eða nektar sem varðveitti æskublómann. Heru leist eins og venjulega illa á hinn unga prins því hún leit á hann sem keppinaut um hylli eiginmanns síns. Svo fór að lokum að Seifur kom Ganýmedesi fyrir á himninum sem stjörnumerkið Vatnsberinn. Þar hellir hann úr bikar sínum vatni til Suðurfisksins.

Þótt Vatnsberinn sé stórt merki inniheldur hann fáar bjartar stjörnur — aðeins tvær stjörnur eru bjartari en 3. birtustig. Bjartasta stjarnan í Vatnsberanum er β Aquarii eða Sadalsuud (happastjarnan) (birtustig 2,90). Hún er þrístirni í um 540 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Bjartasta stjarna kerfisins er risastjarna af gerðinni G0, um sex sinnum massameiri en sólin, 50 sinnum breiðari og 2.300 sinnum bjartari. Næstbjartasta stjarnan í Vatnsberanum er α Aquarii eða Sadalmelik (birtustig 2,95). Hún er reginrisastjarna af gerðinni G2, rúmlega sex sinnum massameiri en sólin, 77 sinnum breiðari og 3000 sinnum bjartari. Alfa Aquarii er í um 520 ljósára fjarlægð frá jörðinni.


Lesa má um aðrar stjörnur og djúpfyrirbæri í stjörnumerkinu Vatnsberanum á Stjörnufræðivefnum, en þetta svar er stytt útgáfa af þeirri umfjöllun og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin af sama vef. ...