Sólin Sólin Rís 07:21 • sest 19:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:44 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:00 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík

Hvað éta eðlur og hvernig afla þær sér matar?

Jón Már Halldórsson

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum? greinast eðlur í um 3.800 tegundir og finnast í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Þær eru mjög breytilegar að stærð, þær minnstu aðeins nokkrir cm en þær stærstu allt að þrír metrar á lengd. Það þarf því ekki að koma á óvart að fjölbreytni eðla í fæðuvali er mikil.

Græneðla étur salat!

Flestar eðlutegundir eru jurtaætur og éta því aðeins hina ýmsu plöntuhluta jurta, svo sem laufblöð, stilka, blómhluta eða ávexti. Dæmi um stóra ætt sem étur nær eingöngu plöntur eru græneðlur (Iguanidae) en um þær má meðal annars lesa í svari við spurningunni Er bit grænna iguana-eðlna hættulegt?

Svo eru einnig til eðlutegundir sem éta dýr, allt frá smáum skordýrum upp í stór spendýr, svo sem hjartardýr. Skordýraát er útbreitt meðal eðla, meðal annars innan undirflokks sem nefnist gekkó (gekkonidae). Til eru eðlur sem éta hryggdýr og er kómódó-drekinn (Varanus komodoensis), stærsta núlifandi eðla heims, líklega þekktasta dæmið um slíkt. Gíla-eðlan (Heloderma suspectum) er annað dæmi um eðlutegund sem hefur hryggdýr, til dæmis önnur skriðdýr og lítil spendýr, á matseðlinum. Þessi tegund er önnur tveggja eðlutegunda sem notar eitur til að lama bráðir.

Frýna að gæða sér á fiski.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um eðlur, til dæmis þau sem nefnd eru hér til hliðar. Í sumum þeirra má lesa hvað tilteknar eðlur kjósa helst að éta.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.1.2012

Spyrjandi

Daníel Örn Auðunsson, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta eðlur og hvernig afla þær sér matar?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2012. Sótt 26. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=61354.

Jón Már Halldórsson. (2012, 3. janúar). Hvað éta eðlur og hvernig afla þær sér matar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61354

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta eðlur og hvernig afla þær sér matar?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2012. Vefsíða. 26. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61354>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað éta eðlur og hvernig afla þær sér matar?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum? greinast eðlur í um 3.800 tegundir og finnast í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Þær eru mjög breytilegar að stærð, þær minnstu aðeins nokkrir cm en þær stærstu allt að þrír metrar á lengd. Það þarf því ekki að koma á óvart að fjölbreytni eðla í fæðuvali er mikil.

Græneðla étur salat!

Flestar eðlutegundir eru jurtaætur og éta því aðeins hina ýmsu plöntuhluta jurta, svo sem laufblöð, stilka, blómhluta eða ávexti. Dæmi um stóra ætt sem étur nær eingöngu plöntur eru græneðlur (Iguanidae) en um þær má meðal annars lesa í svari við spurningunni Er bit grænna iguana-eðlna hættulegt?

Svo eru einnig til eðlutegundir sem éta dýr, allt frá smáum skordýrum upp í stór spendýr, svo sem hjartardýr. Skordýraát er útbreitt meðal eðla, meðal annars innan undirflokks sem nefnist gekkó (gekkonidae). Til eru eðlur sem éta hryggdýr og er kómódó-drekinn (Varanus komodoensis), stærsta núlifandi eðla heims, líklega þekktasta dæmið um slíkt. Gíla-eðlan (Heloderma suspectum) er annað dæmi um eðlutegund sem hefur hryggdýr, til dæmis önnur skriðdýr og lítil spendýr, á matseðlinum. Þessi tegund er önnur tveggja eðlutegunda sem notar eitur til að lama bráðir.

Frýna að gæða sér á fiski.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um eðlur, til dæmis þau sem nefnd eru hér til hliðar. Í sumum þeirra má lesa hvað tilteknar eðlur kjósa helst að éta.

Myndir:

...