Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig kúka slöngur, eru þær með afturenda?

Jón Már Halldórsson

Slöngur (Serpentes) hafa afturenda og á honum er líkamsop þar sem úrgangur berst út. Afturendi slanga er ólíkur afturenda manna og annarra spendýra. Hann nefnist réttu nafni þarfagangur (lat. cloaca).

Afturendi slanga nefnist þarfagangur.

Hjá slöngurm berst saur í gegnum stórgirni, líkt og í spendýrum, og þaðan í þarfaganginn sem hefur vísi að þremur hólfum og sinnir mun fjölbreyttara hlutverki en endaþarmur okkar. Í gegnum hann fer einnig þvag og kynfrumur, það er egg og sæðisfrumur.

Saurinn berst úr stórgirni og í fremsta hólf (lat. coprodeum) þarfagangsins og þaðan út um þarfagangsopið. Miðhólfið nefnist í líffærafræðinni urodeum og í það gengur rás frá þvagblöðru og kynkirtlum.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.6.2012

Spyrjandi

Anna Dóra Snorradóttir, f. 1999

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig kúka slöngur, eru þær með afturenda?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2012, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61790.

Jón Már Halldórsson. (2012, 4. júní). Hvernig kúka slöngur, eru þær með afturenda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61790

Jón Már Halldórsson. „Hvernig kúka slöngur, eru þær með afturenda?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2012. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61790>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig kúka slöngur, eru þær með afturenda?
Slöngur (Serpentes) hafa afturenda og á honum er líkamsop þar sem úrgangur berst út. Afturendi slanga er ólíkur afturenda manna og annarra spendýra. Hann nefnist réttu nafni þarfagangur (lat. cloaca).

Afturendi slanga nefnist þarfagangur.

Hjá slöngurm berst saur í gegnum stórgirni, líkt og í spendýrum, og þaðan í þarfaganginn sem hefur vísi að þremur hólfum og sinnir mun fjölbreyttara hlutverki en endaþarmur okkar. Í gegnum hann fer einnig þvag og kynfrumur, það er egg og sæðisfrumur.

Saurinn berst úr stórgirni og í fremsta hólf (lat. coprodeum) þarfagangsins og þaðan út um þarfagangsopið. Miðhólfið nefnist í líffærafræðinni urodeum og í það gengur rás frá þvagblöðru og kynkirtlum.

Mynd:

...