Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Hvað verpir snæugla mörgum eggjum?

Árni Geir Óskarsson og Eiríkur Skúli Gústafsson

Snæuglan (Bubo scandiacus) er stærri en flestar aðrar uglur. Hún er 51-71 cm að lengd og vegur 1,6-3 kg. Vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi á kvenkyninu. Snæuglur geta orðið meira en 10 ára gamlar.

Snæugla með unga.

Snæuglan verpir yfirleitt 5-8 eggjum en þegar fæðuframboð er gott getur hún verpt allt að 14 eggjum. Stofnstærð snæuglunnar á tilteknu svæði sveiflast gjarnan mikið milli ára, oftast í takt við stofnstærð læmingja á svæðinu, en þeir eru ein meginfæða snæuglunnar. Uglan verpir aðeins einu eggi í senn og oftast líða einn eða tveir dagar milli eggja. Eggin klekjast út eftir 32-34 daga. Ungarnir fara úr hreiðrinu eftir 25 daga en fara ekki að fljúga fyrir eftir 50-60 daga.

Hreiðrin eru á jörðinni en eru oftast höfð þar sem útsýni er gott. Karluglan veiðir til matar og stendur vörð um hreiðrið á meðan kvenuglan liggur á eggjunum en bæði karl- og kvenuglan ráðast á dýr sem ógna ungunum. Snæuglan verndar egg sín og unga ákaflega vel og ræðst á alla sem koma of nálægt hreiðrinu, jafnvel úlfa.

Heimildir:

Mynd:
  • Wikimedia Commons. Ljósmyndari er Tony Hisgett. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. Sótt 19. 6. 2012.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

20.6.2012

Spyrjandi

Matthías Jónsson, f. 2001

Tilvísun

Árni Geir Óskarsson og Eiríkur Skúli Gústafsson. „Hvað verpir snæugla mörgum eggjum?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2012. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62637.

Árni Geir Óskarsson og Eiríkur Skúli Gústafsson. (2012, 20. júní). Hvað verpir snæugla mörgum eggjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62637

Árni Geir Óskarsson og Eiríkur Skúli Gústafsson. „Hvað verpir snæugla mörgum eggjum?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2012. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62637>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað verpir snæugla mörgum eggjum?
Snæuglan (Bubo scandiacus) er stærri en flestar aðrar uglur. Hún er 51-71 cm að lengd og vegur 1,6-3 kg. Vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi á kvenkyninu. Snæuglur geta orðið meira en 10 ára gamlar.

Snæugla með unga.

Snæuglan verpir yfirleitt 5-8 eggjum en þegar fæðuframboð er gott getur hún verpt allt að 14 eggjum. Stofnstærð snæuglunnar á tilteknu svæði sveiflast gjarnan mikið milli ára, oftast í takt við stofnstærð læmingja á svæðinu, en þeir eru ein meginfæða snæuglunnar. Uglan verpir aðeins einu eggi í senn og oftast líða einn eða tveir dagar milli eggja. Eggin klekjast út eftir 32-34 daga. Ungarnir fara úr hreiðrinu eftir 25 daga en fara ekki að fljúga fyrir eftir 50-60 daga.

Hreiðrin eru á jörðinni en eru oftast höfð þar sem útsýni er gott. Karluglan veiðir til matar og stendur vörð um hreiðrið á meðan kvenuglan liggur á eggjunum en bæði karl- og kvenuglan ráðast á dýr sem ógna ungunum. Snæuglan verndar egg sín og unga ákaflega vel og ræðst á alla sem koma of nálægt hreiðrinu, jafnvel úlfa.

Heimildir:

Mynd:
  • Wikimedia Commons. Ljósmyndari er Tony Hisgett. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. Sótt 19. 6. 2012.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....