Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er tíðni krabbameina í heiminum að aukast?

Elínborg J. Ólafsdóttir

Krabbamein eru margir ólíkir sjúkdómar sem eiga uppruna í ólíkum líffærum og batahorfur eru ákaflega misjafnar, stundum góðar og stundum slæmar. Nýgengi og dánartíðni vegna hinna ólíku meina er mismunandi eftir þjóðum. Í dag eru krabbamein í efsta sæti varðandi sjúkdómavalda þegar litið er til alls heimsins og talið er að árið 2008 hafi greinst 12,7 milljónir nýrra krabbameinstilfella.1 Algengustu meinin á heimsvísu voru þá lungnakrabbamein, brjóstakrabbamein hjá konum, ristil- og endaþarmskrabbamein, ásamt magakrabbameini. Heldur færri tilfelli greinast í minna þróuðum löndum (47%) og þar eru krabbamein í leghálsi, maga og lifur mun tíðari en í löndum með vestræna lífshætti, þar sem krabbamein í blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi eru tíðari.

Hlaupið til að vekja athygli á krabbameinum.

Atburðarásin sem leiðir til myndunar krabbameina er flókin og þar kemur til samverkan margra þátta sem ekki eru allir ljósir. Þekktir eru nokkrir mikilvægir áhættuþættir sem geta ýtt undir myndun krabbameina, þar á meðal reykingar, áfengisneysla, hreyfingarleysi og yfirþyngd.

Ef skoðuð er þróun fjölda tilfella í öllum heiminum sem hafa greinst með krabbamein hjá körlum og konum samanlagt, má sjá að á rúmlega 30 árum hefur fjöldi tilfella tvöfaldast samkvæmt upplýsingum úr Globocan-gagnagrunninum2:
1975: 5,9 milljónir

2000: 10,1 milljón

2002: 10,9 milljónir

2008: 12,7 milljónir

Því er spáð að 22 milljónir3 manna muni greinast með sjúkdóminn árið 2030, sem er 75% aukning miðað við árið 2008 (hlutfallslega meira í lág- og meðaltekjulöndum). Aukninguna má fyrst og fremst rekja til mannfjöldaaukningar á heimsvísu (6,7 milljarðar 2008, áætlað 8,3 milljarðar árið 2030) og þess að meðalaldur flestra þjóða hefur farið hækkandi, en nýgengi krabbameina eykst mjög með hækkandi aldri.

Áætlað er að í lág og meðalinnkomulöndum muni félags- og efnahagsaðstæður breytast þannig að þessi lönd líkist frekar vestrænum löndum og mynstur krabbameinstilfella verða líkari því sem er á Vesturlöndunum, það er lækkandi tíðni krabbameina í leghálsi og maga, en aukningu á krabbameinum í brjóstum, blöðruhálskirtli og ristli og endaþarmi.

Tilvísanir:

Mynd:


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er tíðni krabbameins í heiminum að aukast? Eru fleiri að greinast með einhvers konar krabbamein á fystu árum þessarar aldar en á síðustu 15-20 árum 20 aldar?

Höfundur

sérfræðingur hjá Krabbameinsskrá Íslands

Útgáfudagur

13.2.2013

Spyrjandi

Ólafur Haukur Hákonarson

Tilvísun

Elínborg J. Ólafsdóttir. „Er tíðni krabbameina í heiminum að aukast?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2013. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63289.

Elínborg J. Ólafsdóttir. (2013, 13. febrúar). Er tíðni krabbameina í heiminum að aukast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63289

Elínborg J. Ólafsdóttir. „Er tíðni krabbameina í heiminum að aukast?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2013. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63289>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er tíðni krabbameina í heiminum að aukast?
Krabbamein eru margir ólíkir sjúkdómar sem eiga uppruna í ólíkum líffærum og batahorfur eru ákaflega misjafnar, stundum góðar og stundum slæmar. Nýgengi og dánartíðni vegna hinna ólíku meina er mismunandi eftir þjóðum. Í dag eru krabbamein í efsta sæti varðandi sjúkdómavalda þegar litið er til alls heimsins og talið er að árið 2008 hafi greinst 12,7 milljónir nýrra krabbameinstilfella.1 Algengustu meinin á heimsvísu voru þá lungnakrabbamein, brjóstakrabbamein hjá konum, ristil- og endaþarmskrabbamein, ásamt magakrabbameini. Heldur færri tilfelli greinast í minna þróuðum löndum (47%) og þar eru krabbamein í leghálsi, maga og lifur mun tíðari en í löndum með vestræna lífshætti, þar sem krabbamein í blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi eru tíðari.

Hlaupið til að vekja athygli á krabbameinum.

Atburðarásin sem leiðir til myndunar krabbameina er flókin og þar kemur til samverkan margra þátta sem ekki eru allir ljósir. Þekktir eru nokkrir mikilvægir áhættuþættir sem geta ýtt undir myndun krabbameina, þar á meðal reykingar, áfengisneysla, hreyfingarleysi og yfirþyngd.

Ef skoðuð er þróun fjölda tilfella í öllum heiminum sem hafa greinst með krabbamein hjá körlum og konum samanlagt, má sjá að á rúmlega 30 árum hefur fjöldi tilfella tvöfaldast samkvæmt upplýsingum úr Globocan-gagnagrunninum2:
1975: 5,9 milljónir

2000: 10,1 milljón

2002: 10,9 milljónir

2008: 12,7 milljónir

Því er spáð að 22 milljónir3 manna muni greinast með sjúkdóminn árið 2030, sem er 75% aukning miðað við árið 2008 (hlutfallslega meira í lág- og meðaltekjulöndum). Aukninguna má fyrst og fremst rekja til mannfjöldaaukningar á heimsvísu (6,7 milljarðar 2008, áætlað 8,3 milljarðar árið 2030) og þess að meðalaldur flestra þjóða hefur farið hækkandi, en nýgengi krabbameina eykst mjög með hækkandi aldri.

Áætlað er að í lág og meðalinnkomulöndum muni félags- og efnahagsaðstæður breytast þannig að þessi lönd líkist frekar vestrænum löndum og mynstur krabbameinstilfella verða líkari því sem er á Vesturlöndunum, það er lækkandi tíðni krabbameina í leghálsi og maga, en aukningu á krabbameinum í brjóstum, blöðruhálskirtli og ristli og endaþarmi.

Tilvísanir:

Mynd:


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er tíðni krabbameins í heiminum að aukast? Eru fleiri að greinast með einhvers konar krabbamein á fystu árum þessarar aldar en á síðustu 15-20 árum 20 aldar?
...