Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaða land er frægasta ferðamannaland í heimi?

EDS

Það er spurning hvaða mælikvarða er hægt að nota til að ákvarða hvað er frægasta ferðamannaland í heimi. Líklega er einfaldast að setja samasemmerki á milli þess að vera frægt og vera vel sótt.

Mjög margir ferðamenn berja Eiffelturninn augum enda er Frakkland það land heims sem fær flestar heimsóknir erlendra ferðamanna og Effelturninn er eitt helsta kennileiti Parísarborgar.

Alþjóðaferðamálastofnunin (World Tourism Organization (WTO)) heldur utan um tölulegar upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur ferðaþjónustu í heiminum og eru tölurnar hér á eftir fengnar úr ritinu UNWTO Tourism Highlights, gefið út 2012. Í eftirfarandi töflu má sjá hvaða tíu lönd í heiminum fengu flestar heimsóknir erlendra ferðamanna árið 2011.

Land
Fjöldi heimsókna 2011 (milljónir)
1 Frakkland 79,5
2 Bandaríkin 62,3
3 Kína 57,6
4 Spánn 56,7
5 Ítalía 46,1
6 Tyrkland 29,3
7 Bretland 29,2
8 Þýskaland 28,4
9 Malasía 24,7
10 Mexíkó 23,4

Samkvæmt þessu vilja flestir heimsækja Frakkland og því má kannski segja að það sé frægasta ferðamannalandið. Árið 2011 voru komur erlendra ferðamanna til Frakklands 79,5 milljónir. Það vekur athygli að fimm af tíu mest heimsóttu löndum heims eru í Evrópu, auk Frakklands eru það Spánn, Ítalía, Bretland og Þýskaland. Eitt land er á mörkum Asíu og Evrópu, það er að segja Tyrkland, tvö lönd eru alfarið í Asíu, Kína og Malasía og tvö lönd af þeim tíu mest heimsóttu í heimi eru í Ameríku, Bandaríkin og Mexíkó.

Heimild og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

19.7.2013

Spyrjandi

Angela Björg Steingrímsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvaða land er frægasta ferðamannaland í heimi?“ Vísindavefurinn, 19. júlí 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63834.

EDS. (2013, 19. júlí). Hvaða land er frægasta ferðamannaland í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63834

EDS. „Hvaða land er frægasta ferðamannaland í heimi?“ Vísindavefurinn. 19. júl. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63834>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða land er frægasta ferðamannaland í heimi?
Það er spurning hvaða mælikvarða er hægt að nota til að ákvarða hvað er frægasta ferðamannaland í heimi. Líklega er einfaldast að setja samasemmerki á milli þess að vera frægt og vera vel sótt.

Mjög margir ferðamenn berja Eiffelturninn augum enda er Frakkland það land heims sem fær flestar heimsóknir erlendra ferðamanna og Effelturninn er eitt helsta kennileiti Parísarborgar.

Alþjóðaferðamálastofnunin (World Tourism Organization (WTO)) heldur utan um tölulegar upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur ferðaþjónustu í heiminum og eru tölurnar hér á eftir fengnar úr ritinu UNWTO Tourism Highlights, gefið út 2012. Í eftirfarandi töflu má sjá hvaða tíu lönd í heiminum fengu flestar heimsóknir erlendra ferðamanna árið 2011.

Land
Fjöldi heimsókna 2011 (milljónir)
1 Frakkland 79,5
2 Bandaríkin 62,3
3 Kína 57,6
4 Spánn 56,7
5 Ítalía 46,1
6 Tyrkland 29,3
7 Bretland 29,2
8 Þýskaland 28,4
9 Malasía 24,7
10 Mexíkó 23,4

Samkvæmt þessu vilja flestir heimsækja Frakkland og því má kannski segja að það sé frægasta ferðamannalandið. Árið 2011 voru komur erlendra ferðamanna til Frakklands 79,5 milljónir. Það vekur athygli að fimm af tíu mest heimsóttu löndum heims eru í Evrópu, auk Frakklands eru það Spánn, Ítalía, Bretland og Þýskaland. Eitt land er á mörkum Asíu og Evrópu, það er að segja Tyrkland, tvö lönd eru alfarið í Asíu, Kína og Malasía og tvö lönd af þeim tíu mest heimsóttu í heimi eru í Ameríku, Bandaríkin og Mexíkó.

Heimild og mynd:...