Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Hvað þarf maður að læra til að verða réttarmeinafræðingur?

Bjarni A. Agnarsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvað þarf maður að læra til að verða réttarmeinafræðingur, hversu margar eru undirgreinar réttarmeinafræðinnar og er boðið upp á nám í réttarmeinafræði á Íslandi?

Réttarlæknisfræði eða réttarmeinafræði er ein af sérgreinum læknisfræðinnar. Þeir sem vilja verða réttarlæknar eða réttarmeinafræðingar þurfa þess vegna fyrst að ljúka námi í læknisfræði sem tekur sex ár. Að því loknu tekur við svokallað kandidatsár, sem er nauðsynlegt til að öðlast lækningaleyfi, en að því loknu getur sérnám hafist.

Sérnám í réttarlæknisfræði er nokkuð mismunandi milli landa. Í Evrópu, til dæmis Svíþjóð, er um sérstakt nám að ræða og tekur það vanalega fimm ár en í Bandaríkjunum ljúka læknar yfirleitt fyrst sérnámi í almennri meinafræði (e. anatomic pathology), sem getur tekið þrjú ár, en sérhæfa sig síðan í réttarlæknisfræði (oft tvö ár) (svokallað fellowship).

Til þess að verða réttarmeinafræðingur þarf fyrst að ljúka læknisfræði og að því loknu sérnámi.

Ekki er boðið upp á sérnám í réttarlæknisfræði á Íslandi en hægt er að læra hluta af almennri meinafræði á Landspítalanum en réttarlæknisfræðin heyrir þar undir Rannsóknastofu í meinafræði. Að sjálfsögðu geta réttarlæknar sérhæft sig eftir áhugasviðum en yfirleitt er ekki um formlega viðurkenndar undirgreinar að ræða. Á síðustu árum hefur aðferðafræði sameindalíffræðinnar verið tekin upp í auknum mæli við réttarlæknisfræðilegar rannsóknir. Samráð er haft við aðrar sérgreinar, til dæmis sérfræðinga í eiturefnafræði, og að sjálfsögðu er náin samvinna við lögreglu.

Benda má jafnframt á grein um réttarlæknisfræði á Íslandi í dag eftir Pétur Guðmann Guðmannsson, lækni, sem birtist í Læknablaðinu árið 2013 (Læknablaðið 2013 99:529) en Pétur er við sérnám í réttarlæknisfræði í Linköping í Svíþjóð.

Mynd:

Höfundur

Bjarni A. Agnarsson

prófessor í meinafræði við læknadeild Háskólans

Útgáfudagur

18.3.2014

Spyrjandi

Bjarnþór Ingi Sigurjónsson

Tilvísun

Bjarni A. Agnarsson . „Hvað þarf maður að læra til að verða réttarmeinafræðingur? “ Vísindavefurinn, 18. mars 2014. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=66958.

Bjarni A. Agnarsson . (2014, 18. mars). Hvað þarf maður að læra til að verða réttarmeinafræðingur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66958

Bjarni A. Agnarsson . „Hvað þarf maður að læra til að verða réttarmeinafræðingur? “ Vísindavefurinn. 18. mar. 2014. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66958>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf maður að læra til að verða réttarmeinafræðingur?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvað þarf maður að læra til að verða réttarmeinafræðingur, hversu margar eru undirgreinar réttarmeinafræðinnar og er boðið upp á nám í réttarmeinafræði á Íslandi?

Réttarlæknisfræði eða réttarmeinafræði er ein af sérgreinum læknisfræðinnar. Þeir sem vilja verða réttarlæknar eða réttarmeinafræðingar þurfa þess vegna fyrst að ljúka námi í læknisfræði sem tekur sex ár. Að því loknu tekur við svokallað kandidatsár, sem er nauðsynlegt til að öðlast lækningaleyfi, en að því loknu getur sérnám hafist.

Sérnám í réttarlæknisfræði er nokkuð mismunandi milli landa. Í Evrópu, til dæmis Svíþjóð, er um sérstakt nám að ræða og tekur það vanalega fimm ár en í Bandaríkjunum ljúka læknar yfirleitt fyrst sérnámi í almennri meinafræði (e. anatomic pathology), sem getur tekið þrjú ár, en sérhæfa sig síðan í réttarlæknisfræði (oft tvö ár) (svokallað fellowship).

Til þess að verða réttarmeinafræðingur þarf fyrst að ljúka læknisfræði og að því loknu sérnámi.

Ekki er boðið upp á sérnám í réttarlæknisfræði á Íslandi en hægt er að læra hluta af almennri meinafræði á Landspítalanum en réttarlæknisfræðin heyrir þar undir Rannsóknastofu í meinafræði. Að sjálfsögðu geta réttarlæknar sérhæft sig eftir áhugasviðum en yfirleitt er ekki um formlega viðurkenndar undirgreinar að ræða. Á síðustu árum hefur aðferðafræði sameindalíffræðinnar verið tekin upp í auknum mæli við réttarlæknisfræðilegar rannsóknir. Samráð er haft við aðrar sérgreinar, til dæmis sérfræðinga í eiturefnafræði, og að sjálfsögðu er náin samvinna við lögreglu.

Benda má jafnframt á grein um réttarlæknisfræði á Íslandi í dag eftir Pétur Guðmann Guðmannsson, lækni, sem birtist í Læknablaðinu árið 2013 (Læknablaðið 2013 99:529) en Pétur er við sérnám í réttarlæknisfræði í Linköping í Svíþjóð.

Mynd:

...