Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er einn faðmur margir sentimetrar?

Faðmur er ein þeirra lengdareininga sem taka mið af mannslíkamanum. Sama má segja um fet, þumlung og tommu. Það er augljós galli við þessar lengdareiningar að mennirnir eru ekki jafn stórir. Fet hjá lágvöxnum manni er ekki það sama og hjá þeim sem stærri eru. Þetta var ein ástæða þess að metrakerfið var innleitt.

Engu að síður notum við enn margar þessara lengdareininga, naglar eru mældir í tommum og faðmurinn er notaður til að tilgreina dýpi í vatni.

Faðmur er skilgreindur sem lengdin milli fremstu fingurgóma beggja arma útréttra beint frá öxlum. Einn faðmur samsvarar 3 álnum en hægt er að lesa meira um álnina í svari við spurningunni Hvað er "landfræðileg alin"?

Faðmur er skilgreindur sem lengdin milli fremstu fingurgóma beggja arma útréttra beint frá öxlum. Myndin er teikning eftir Leonardó da Vinci og er að finna í skissubók hans.

Hér á landi er miðað við að einn faðmur samsvari 167 cm og svonefndur málfaðmur var þrjár og hálf alin eða 195 cm.

Í ensku er hugtakið fathom notað um faðm. Þar er hins vegar miðað við 1,8288 metra. Orðið á rætur að rekja til engilsaxneska orðsins fæðm og skyldleikinn við orðið faðm er augljós. Yfirleitt er skammstöfunin ftm notuð um fathom.

Heimild og mynd:

Útgáfudagur

3.9.2014

Spyrjandi

Ásgeir Gunnar Jónsson

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er einn faðmur margir sentimetrar?“ Vísindavefurinn, 3. september 2014. Sótt 18. júní 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=67883.

JGÞ. (2014, 3. september). Hvað er einn faðmur margir sentimetrar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67883

JGÞ. „Hvað er einn faðmur margir sentimetrar?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2014. Vefsíða. 18. jún. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67883>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Árni Gunnar Ásgeirsson

1982

Árni Gunnar Ásgeirsson er lektor við Háskólann á Akureyri og einn þriggja stjórnenda Rannsóknarmiðstöðvar um sjónskynjun. Helstu viðfangsefni Árna Gunnars eru sjónræn eftirtekt og sjónrænt minni.