Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks?

Þórólfur Guðnason

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hver eru áhrif SO2 á mannslíkamann? Eru einhver langtímaáhrif þekkt?

Þegar fólk verður fyrir mengun af völdum brennisteinstvíildis (sem líka kallast brennisteinsdíoxíð, SO2) þá breytist efnið á röku yfirborði slímhúða í brennisteinssýru sem veldur ertingu í augum, nefi og koki. Mest af því SO2 sem berst í efri öndunarveg í gegnum nef og munn frásogast í gegnum slímhúðina og inn í líkamann, líklega meira en 85%. Þar umbreytist það í lifrinni og skolast út með þvagi. Það er því mjög lítið eða nánast ekkert af SO2 sem safnast fyrir í líkamanum og skaða á innri líffærum hefur ekki verið lýst. Auk þess að frásogast í efri öndunarvegi þá framleiða bakteríur í nefi og koki ýmis efni sem binda SO2 og gera það óvirkt. Þetta er ástæða þess að lögð er áhersla á það í leiðbeiningum um viðbrögð við SO2-mengun að fólk andi rólega, í gegnum nefið og forðist áreynslu.

Skaðleg áhrif SO2 eru tengd því þegar efnið kemst í neðri öndunarveginn, niður í lungun og það er þá sem geta komið fram alvarlegri einkenni svo sem astmi og bjúgur í lungum.

Töluverð mengun af völdum brennisteinstíildis (SO2) hefur fylgt eldgosinu í Holuhrauni haustið 2014. Þessi mynd af gosstöðvunum er tekin 4. september 2014.

Þegar metin er áhætta og viðbrögð við mengun af völdum SO2 hafa verið skilgreind ýmis viðmið eða gildi á styrk efnisins sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Þannig hafa til dæmis verið gefin út heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma sem eru 350 µg/m3 og heilsuverndarmörk fyrir sólarhring 125 µg/m3. Hins vegar er erfitt að tengja ákveðin gildi beint við tiltekin einkenni þar sem áhrif af völdum SO2 eru mjög einstaklingsbundin, einstaklingur getur fundið fyrir töluverðum einkennum á meðan annar sem stendur við hliðina á honum finnur varla nokkuð.

Áhrifum af SO2 má skipta í skammtímaáhrif vegna skyndilegrar mengunar sem stendur stutt yfir, í einhverjar mínútur eða klukkustundir, og langtímaáhrif sem geta komið fram þegar mengun er viðvarandi í daga, mánuði eða jafnvel ár.

Skammtímaáhrifin þegar styrkur er lágur, eru fyrst og fremst erting í augum, nefi og koki og jafnvel höfuðverkur. Ef gildin fara hærra, til dæmis yfir 500-600 µg/m3 getur farið að bera á hósta, sérstaklega hjá einstaklingum með undirliggjandi lungnasjúkdóma. Einkenni koma strax fram um leið og mengunar verður vart í þeim styrkleika sem hefur áhrif á einstaklinginn en hverfa líka um leið og mengunin er horfin. Þegar styrkurinn er kominn yfir 2600 µ/m3 eru trúlega einkenni hjá öllum, erting í öndunarvegi, hósti og höfuðverkur. Heilbrigðir einstaklingar er ólíklegir til þess að fá alvarleg einkenni fyrr en styrkurinn fer upp undir 9000 µ/m3. Lífshættuleg einkenni sjást ekki fyrr en styrkurinn fer yfir 150.000 µ/m3.

Frá því að gosið í Holuhrauni hófst í september 2014 hefur ekki orðið vart alvarlegra öndunarfæraeinkenna hér á landi jafnvel þó SO2 mengun fari upp í nokkur þúsund µg/m3 en vissulega hafa viðkvæmir einstaklingar fundið fyrir einkennum í slíkri mengun.

Spákort frá Veðurstofu Íslands sem sýnir hvar gert er ráð fyrir mengun frá eldgosinu í Holuhrauni föstudaginn 28.11.2014.

Fræðilega séð er ýmislegt sem bendir til þess að börn séu viðkvæmari en fullorðnir, börn anda til dæmis öðruvísi en fullorðnir, þau bæði anda hraðar og rúmmál þess lofts sem þau draga að sér á móti líkamsþyngd er meira en hjá fullorðnum. Auk þess er erfiðara að fá börn til þess að anda vel í gegnum nefið. Það eru því ýmsir sem telja að börn séu viðkvæmari en fullorðnir en rannsóknir hafa þó ekki sýnt fram á það. Í leiðbeiningum um viðbrögð við SO2 mengun sem gefnar hafa verið út á Íslandi hafa börn verið látin njóta vafans og áhætta þeirra skilgreind eins og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma.

Langtímaáhrif SO2 á heilsufar hafa verið könnuð í mörgum rannsóknum. Þessar rannsóknir eru mjög misjafnar að gæðum og niðurstöður því oft ekki samhljóða. Hins vegar virðist vera að langvarandi SO2 mengun geti valdið þrálátum öndunarfæraeinkennum eins og hósta, nefrennsli og astma. Margar rannsóknir (ekki allar) sýna einnig að SO2 mengun getur valdið vaxtarskerðingu hjá fóstrum þungaðra kvenna og einnig að börn fæðist fyrir tímann. Engin merki eru hins vegar um að SO2 valdi krabbameini en spurning hvort mengunin geti valdið hækkuðum blóðþrýstingi og ófrjósemi en það er ekki alveg ljóst.

Fyrirhugað er að framkvæma rannsókn hér á landi á afleiðingum SO2 mengunar og verður vonandi hægt að hefja rannsóknina á næstu mánuðum.

Í kjölfar þess að nokkur SO2 mengun hefur fylgt eldgosinu í Holuhrauni haustið 2014 hafa bæði Landlæknisembættið og Umhverfisstofnun, ásamt fleiri stofnunum, gefið út leiðbeiningar fyrir almenning. Þeim sem vilja vita meira er sérstaklega bent á töflu á heimasíður ofangreindra stofnana um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum.

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Guðnason

fyrrverandi sóttvarnalæknir

Útgáfudagur

28.11.2014

Spyrjandi

Jónas Wilhelmsson Jensen

Tilvísun

Þórólfur Guðnason. „Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2014. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68059.

Þórólfur Guðnason. (2014, 28. nóvember). Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68059

Þórólfur Guðnason. „Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2014. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68059>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur brennisteinsmengun frá eldgosi á heilsu fólks?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hver eru áhrif SO2 á mannslíkamann? Eru einhver langtímaáhrif þekkt?

Þegar fólk verður fyrir mengun af völdum brennisteinstvíildis (sem líka kallast brennisteinsdíoxíð, SO2) þá breytist efnið á röku yfirborði slímhúða í brennisteinssýru sem veldur ertingu í augum, nefi og koki. Mest af því SO2 sem berst í efri öndunarveg í gegnum nef og munn frásogast í gegnum slímhúðina og inn í líkamann, líklega meira en 85%. Þar umbreytist það í lifrinni og skolast út með þvagi. Það er því mjög lítið eða nánast ekkert af SO2 sem safnast fyrir í líkamanum og skaða á innri líffærum hefur ekki verið lýst. Auk þess að frásogast í efri öndunarvegi þá framleiða bakteríur í nefi og koki ýmis efni sem binda SO2 og gera það óvirkt. Þetta er ástæða þess að lögð er áhersla á það í leiðbeiningum um viðbrögð við SO2-mengun að fólk andi rólega, í gegnum nefið og forðist áreynslu.

Skaðleg áhrif SO2 eru tengd því þegar efnið kemst í neðri öndunarveginn, niður í lungun og það er þá sem geta komið fram alvarlegri einkenni svo sem astmi og bjúgur í lungum.

Töluverð mengun af völdum brennisteinstíildis (SO2) hefur fylgt eldgosinu í Holuhrauni haustið 2014. Þessi mynd af gosstöðvunum er tekin 4. september 2014.

Þegar metin er áhætta og viðbrögð við mengun af völdum SO2 hafa verið skilgreind ýmis viðmið eða gildi á styrk efnisins sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Þannig hafa til dæmis verið gefin út heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma sem eru 350 µg/m3 og heilsuverndarmörk fyrir sólarhring 125 µg/m3. Hins vegar er erfitt að tengja ákveðin gildi beint við tiltekin einkenni þar sem áhrif af völdum SO2 eru mjög einstaklingsbundin, einstaklingur getur fundið fyrir töluverðum einkennum á meðan annar sem stendur við hliðina á honum finnur varla nokkuð.

Áhrifum af SO2 má skipta í skammtímaáhrif vegna skyndilegrar mengunar sem stendur stutt yfir, í einhverjar mínútur eða klukkustundir, og langtímaáhrif sem geta komið fram þegar mengun er viðvarandi í daga, mánuði eða jafnvel ár.

Skammtímaáhrifin þegar styrkur er lágur, eru fyrst og fremst erting í augum, nefi og koki og jafnvel höfuðverkur. Ef gildin fara hærra, til dæmis yfir 500-600 µg/m3 getur farið að bera á hósta, sérstaklega hjá einstaklingum með undirliggjandi lungnasjúkdóma. Einkenni koma strax fram um leið og mengunar verður vart í þeim styrkleika sem hefur áhrif á einstaklinginn en hverfa líka um leið og mengunin er horfin. Þegar styrkurinn er kominn yfir 2600 µ/m3 eru trúlega einkenni hjá öllum, erting í öndunarvegi, hósti og höfuðverkur. Heilbrigðir einstaklingar er ólíklegir til þess að fá alvarleg einkenni fyrr en styrkurinn fer upp undir 9000 µ/m3. Lífshættuleg einkenni sjást ekki fyrr en styrkurinn fer yfir 150.000 µ/m3.

Frá því að gosið í Holuhrauni hófst í september 2014 hefur ekki orðið vart alvarlegra öndunarfæraeinkenna hér á landi jafnvel þó SO2 mengun fari upp í nokkur þúsund µg/m3 en vissulega hafa viðkvæmir einstaklingar fundið fyrir einkennum í slíkri mengun.

Spákort frá Veðurstofu Íslands sem sýnir hvar gert er ráð fyrir mengun frá eldgosinu í Holuhrauni föstudaginn 28.11.2014.

Fræðilega séð er ýmislegt sem bendir til þess að börn séu viðkvæmari en fullorðnir, börn anda til dæmis öðruvísi en fullorðnir, þau bæði anda hraðar og rúmmál þess lofts sem þau draga að sér á móti líkamsþyngd er meira en hjá fullorðnum. Auk þess er erfiðara að fá börn til þess að anda vel í gegnum nefið. Það eru því ýmsir sem telja að börn séu viðkvæmari en fullorðnir en rannsóknir hafa þó ekki sýnt fram á það. Í leiðbeiningum um viðbrögð við SO2 mengun sem gefnar hafa verið út á Íslandi hafa börn verið látin njóta vafans og áhætta þeirra skilgreind eins og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma.

Langtímaáhrif SO2 á heilsufar hafa verið könnuð í mörgum rannsóknum. Þessar rannsóknir eru mjög misjafnar að gæðum og niðurstöður því oft ekki samhljóða. Hins vegar virðist vera að langvarandi SO2 mengun geti valdið þrálátum öndunarfæraeinkennum eins og hósta, nefrennsli og astma. Margar rannsóknir (ekki allar) sýna einnig að SO2 mengun getur valdið vaxtarskerðingu hjá fóstrum þungaðra kvenna og einnig að börn fæðist fyrir tímann. Engin merki eru hins vegar um að SO2 valdi krabbameini en spurning hvort mengunin geti valdið hækkuðum blóðþrýstingi og ófrjósemi en það er ekki alveg ljóst.

Fyrirhugað er að framkvæma rannsókn hér á landi á afleiðingum SO2 mengunar og verður vonandi hægt að hefja rannsóknina á næstu mánuðum.

Í kjölfar þess að nokkur SO2 mengun hefur fylgt eldgosinu í Holuhrauni haustið 2014 hafa bæði Landlæknisembættið og Umhverfisstofnun, ásamt fleiri stofnunum, gefið út leiðbeiningar fyrir almenning. Þeim sem vilja vita meira er sérstaklega bent á töflu á heimasíður ofangreindra stofnana um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum.

Mynd:

...