Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef kettir missa klær vaxa þær þá aftur?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Ef kettir missa klær vaxa þær aftur og getur komið sýking?

Já, kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins, líkt og neglur okkar mannanna. Það er þeim nauðsynlegt því annars hefðu ansi margir kettir stuttar og slitnar klær.

Kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins en ef köttur missir kló alveg frá rótum er ekki sjálfgefið að hún komi upp aftur.

Kettir eiga það til að merkja sér tré með því að klóra í það en það getur verið mjög slítandi fyrir klærnar. Slíkt háttalag er algengt hjá mörgum tegundum kattardýra, svo sem tígrisdýrum (Pantera tigris) og hlébörðum (Panthera pardus). Auk þess geta klær brotnað við veiðar og í áflogum. Brotnar klær geta skert verulega veiðifærni dýranna og möguleika þeirra til lífsbjargar.

Margar tegundir kattardýra merkja sér tré með því að klóra í það, meðal annars tígrisdýr (Pantera tigris), en það getur verið mjög slítandi fyrir klærnar.

Ef köttur hins vegar missir kló alveg frá rótum er ekki sjálfgefið að hún komi upp aftur. Hvort sýking hljótist af er ekki auðvelt að svara og mælir Vísindavefurinn með því að eigendur katta leiti til dýralæknis til að athuga með slíkt.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.9.2016

Spyrjandi

Katrín Haraldsdóttir, f. 2001

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Ef kettir missa klær vaxa þær þá aftur?“ Vísindavefurinn, 19. september 2016, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72403.

Jón Már Halldórsson. (2016, 19. september). Ef kettir missa klær vaxa þær þá aftur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72403

Jón Már Halldórsson. „Ef kettir missa klær vaxa þær þá aftur?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2016. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72403>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef kettir missa klær vaxa þær þá aftur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Ef kettir missa klær vaxa þær aftur og getur komið sýking?

Já, kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins, líkt og neglur okkar mannanna. Það er þeim nauðsynlegt því annars hefðu ansi margir kettir stuttar og slitnar klær.

Kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins en ef köttur missir kló alveg frá rótum er ekki sjálfgefið að hún komi upp aftur.

Kettir eiga það til að merkja sér tré með því að klóra í það en það getur verið mjög slítandi fyrir klærnar. Slíkt háttalag er algengt hjá mörgum tegundum kattardýra, svo sem tígrisdýrum (Pantera tigris) og hlébörðum (Panthera pardus). Auk þess geta klær brotnað við veiðar og í áflogum. Brotnar klær geta skert verulega veiðifærni dýranna og möguleika þeirra til lífsbjargar.

Margar tegundir kattardýra merkja sér tré með því að klóra í það, meðal annars tígrisdýr (Pantera tigris), en það getur verið mjög slítandi fyrir klærnar.

Ef köttur hins vegar missir kló alveg frá rótum er ekki sjálfgefið að hún komi upp aftur. Hvort sýking hljótist af er ekki auðvelt að svara og mælir Vísindavefurinn með því að eigendur katta leiti til dýralæknis til að athuga með slíkt.

Myndir:

...