Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju hafa hundar klær?

Jón Már Halldórsson

Þótt heimilishundurinn sjáist ekki mikið beita klónum þá hafa þær örugglega verið mjög mikilvægar fyrir tegundina fyrr á tímum.

Eitt af einkennum rándýra og annarra dýra sem stunda ránlífi eru klær. Þær komu fram tiltölulega snemma í þróunarsögu dýra, til að mynda höfðu frumstæð skriðdýr sem voru forfeður risaeðla fyrir um 275 milljón árum með klær. Því má segja að klær séu upprunalegir eiginleikar margra dýra sem stunda ránlífi.

Klær eru eitt af einkennum rándýra.

Hundar eru af ættbálki rándýra (Carnivora) líkt og birnir, kettir og ýmis önnur dýr. Spyrjandi veltir fyrir sér af hverju þeir hafi klær. Eflaust af sömu ástæðu og önnur rándýr í nútímanum og í grárri forneskju: til þess að grípa í bráð og ná tökum á henni. Þeir sem horfa á náttúrulífsþætti hafa örugglega séð ljón veiða stóra bráð eins og sebrahest. Þá sést vel hvernig klærnar gegna því hlutverki að ná tökum á bráðinni og draga hana niður þannig að hægt sé að komast að hálsi hennar eða snoppu. Úlfar gera það sama en úlfar og hundar eru náskyldir hópar og teljast af mörgum dýrafræðingum til sömu tegundar.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

31.10.2017

Síðast uppfært

1.11.2017

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju hafa hundar klær?“ Vísindavefurinn, 31. október 2017, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74108.

Jón Már Halldórsson. (2017, 31. október). Af hverju hafa hundar klær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74108

Jón Már Halldórsson. „Af hverju hafa hundar klær?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2017. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74108>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa hundar klær?
Þótt heimilishundurinn sjáist ekki mikið beita klónum þá hafa þær örugglega verið mjög mikilvægar fyrir tegundina fyrr á tímum.

Eitt af einkennum rándýra og annarra dýra sem stunda ránlífi eru klær. Þær komu fram tiltölulega snemma í þróunarsögu dýra, til að mynda höfðu frumstæð skriðdýr sem voru forfeður risaeðla fyrir um 275 milljón árum með klær. Því má segja að klær séu upprunalegir eiginleikar margra dýra sem stunda ránlífi.

Klær eru eitt af einkennum rándýra.

Hundar eru af ættbálki rándýra (Carnivora) líkt og birnir, kettir og ýmis önnur dýr. Spyrjandi veltir fyrir sér af hverju þeir hafi klær. Eflaust af sömu ástæðu og önnur rándýr í nútímanum og í grárri forneskju: til þess að grípa í bráð og ná tökum á henni. Þeir sem horfa á náttúrulífsþætti hafa örugglega séð ljón veiða stóra bráð eins og sebrahest. Þá sést vel hvernig klærnar gegna því hlutverki að ná tökum á bráðinni og draga hana niður þannig að hægt sé að komast að hálsi hennar eða snoppu. Úlfar gera það sama en úlfar og hundar eru náskyldir hópar og teljast af mörgum dýrafræðingum til sömu tegundar.

Mynd:

...