Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ingólfur Ásgeir Jóhannesson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginrannsóknarverkefni hans eru á sviði námskrárfræða, kennslufræði og menntastefnu annars vegar og kynjafræði hins vegar.

Námskrárfræðin er í senn rannsóknarsvið og hagnýt grein. Doktorsverk Ingólfs fjallaði um vettvang menntaumbóta á Íslandi frá 1966 til 1991. Þar voru nýttar ýmsar kenningar og rannsóknaraðferðir á mörkum hug- og félagsvísinda. Þegar Ingólfur kom heim frá námi í Bandaríkjunum haustið 1991 starfaði hann sem deildarstjóri ökunáms hjá Umferðarráði þar sem hann stýrði meðal annars breytingum á námskrá til aukinna ökuréttinda (meiraprófinu) og þar var námskrárfræðin notuð sem hagnýt grein.

Meginrannsóknarverkefni Ingólfs eru á sviði námskrárfræða, kennslufræði og menntastefnu annars vegar og kynjafræði hins vegar.

Ingólfur var ráðgjafi við gerð aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla 2011. Hann tók á svipuðum tíma þátt í rannsóknar- og þróunarverkefni um sjálfbærnimenntun á vegum tveggja háskóla í samvinnu við átta leik- og grunnskóla. Ingólfur hefur tekið þátt í vinnu við hina svokölluðu Bolognavæðingu íslensku háskólanna.

Á sviði menntastefnurannsókna tók Ingólfur þátt í stóru fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni um aldamótin sem fól í sér að rannsaka stjórnunarhætti og hvernig hugmyndir um skóla án aðgreiningar birtust í menntastefnu, bæði í skjölum og í viðtölum við fólk í menntakerfinu.

Ingólfur hefur mótað verklag við rannsóknir á orðræðu um menntastefnu, sem hann nefnir sögulega greiningu orðræðu. Hann hefur einnig rannsakað orðræðuna um náttúruvernd og loftslagsbreytingar með þessu verklagi.

Ingólfur hefur rannsakað orðræðuna um náttúruvernd og loftslagsbreytingar með verklagi sem hann nefnir sögulega greiningu orðræðu. Myndin sýnir eyjuna Malé sem er ein af Maldíveyjum.

Rannsóknarverkefni Ingólfs á sviði menntastefnu og kennslufræði síðustu ár hefur verið um starfshætti í framhaldsskólum og hefur hann tekið þátt í fundum og málstofum í framhaldsskólunum þar sem niðurstöður úr rannsókninni eru nýttar.

Ingólfur skrifaði árið 2004 bókina Karlmennska og jafnréttisuppeldi og hefur tekið þátt í þróunarverkefnum á sviði kynjajafnréttisfræðslu.

Ingólfur lauk lauk BA- og cand.mag.-prófum í sagnfræði frá Háskóla Íslands, auk kennslufræði til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. Hann lauk doktorsprófi í menntunarfræðum frá Wisconsinháskóla í Madison 1991.

Ingólfur hefur kennt við grunnskólana Oddeyrarskóla á Akureyri og Breiðholtsskóla í Reykjavík og við Menntaskólann við Sund og starfaði sem landvörður á náttúruverndarsvæðum á sumrin á 9. áratug síðustu aldar. Árið 1995 tók hann við starfi lektors við Háskólann á Akureyri en 2010 hóf hann störf við Háskóla Íslands.

Mynd:

Útgáfudagur

28.2.2018

Síðast uppfært

5.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ingólfur Ásgeir Jóhannesson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2018, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75336.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 28. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Ingólfur Ásgeir Jóhannesson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75336

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ingólfur Ásgeir Jóhannesson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2018. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75336>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ingólfur Ásgeir Jóhannesson rannsakað?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginrannsóknarverkefni hans eru á sviði námskrárfræða, kennslufræði og menntastefnu annars vegar og kynjafræði hins vegar.

Námskrárfræðin er í senn rannsóknarsvið og hagnýt grein. Doktorsverk Ingólfs fjallaði um vettvang menntaumbóta á Íslandi frá 1966 til 1991. Þar voru nýttar ýmsar kenningar og rannsóknaraðferðir á mörkum hug- og félagsvísinda. Þegar Ingólfur kom heim frá námi í Bandaríkjunum haustið 1991 starfaði hann sem deildarstjóri ökunáms hjá Umferðarráði þar sem hann stýrði meðal annars breytingum á námskrá til aukinna ökuréttinda (meiraprófinu) og þar var námskrárfræðin notuð sem hagnýt grein.

Meginrannsóknarverkefni Ingólfs eru á sviði námskrárfræða, kennslufræði og menntastefnu annars vegar og kynjafræði hins vegar.

Ingólfur var ráðgjafi við gerð aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla 2011. Hann tók á svipuðum tíma þátt í rannsóknar- og þróunarverkefni um sjálfbærnimenntun á vegum tveggja háskóla í samvinnu við átta leik- og grunnskóla. Ingólfur hefur tekið þátt í vinnu við hina svokölluðu Bolognavæðingu íslensku háskólanna.

Á sviði menntastefnurannsókna tók Ingólfur þátt í stóru fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni um aldamótin sem fól í sér að rannsaka stjórnunarhætti og hvernig hugmyndir um skóla án aðgreiningar birtust í menntastefnu, bæði í skjölum og í viðtölum við fólk í menntakerfinu.

Ingólfur hefur mótað verklag við rannsóknir á orðræðu um menntastefnu, sem hann nefnir sögulega greiningu orðræðu. Hann hefur einnig rannsakað orðræðuna um náttúruvernd og loftslagsbreytingar með þessu verklagi.

Ingólfur hefur rannsakað orðræðuna um náttúruvernd og loftslagsbreytingar með verklagi sem hann nefnir sögulega greiningu orðræðu. Myndin sýnir eyjuna Malé sem er ein af Maldíveyjum.

Rannsóknarverkefni Ingólfs á sviði menntastefnu og kennslufræði síðustu ár hefur verið um starfshætti í framhaldsskólum og hefur hann tekið þátt í fundum og málstofum í framhaldsskólunum þar sem niðurstöður úr rannsókninni eru nýttar.

Ingólfur skrifaði árið 2004 bókina Karlmennska og jafnréttisuppeldi og hefur tekið þátt í þróunarverkefnum á sviði kynjajafnréttisfræðslu.

Ingólfur lauk lauk BA- og cand.mag.-prófum í sagnfræði frá Háskóla Íslands, auk kennslufræði til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. Hann lauk doktorsprófi í menntunarfræðum frá Wisconsinháskóla í Madison 1991.

Ingólfur hefur kennt við grunnskólana Oddeyrarskóla á Akureyri og Breiðholtsskóla í Reykjavík og við Menntaskólann við Sund og starfaði sem landvörður á náttúruverndarsvæðum á sumrin á 9. áratug síðustu aldar. Árið 1995 tók hann við starfi lektors við Háskólann á Akureyri en 2010 hóf hann störf við Háskóla Íslands.

Mynd:

...