Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Geirsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Áslaug Geirsdóttir er prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og stundar rannsóknir í jöklajarðfræði og fornloftslagsfræðum. Hún og samstarfshópur hennar hafa fengist við rannsóknir á loftslagsbreytingum á Íslandi og Norður-Atlantshafssvæðinu á ýmsum tímakvörðum með sérstakri áherslu á jöklunarsögu Íslands.

Á síðari árum hefur áherslan í rannsóknum Áslaugar verið á veðurfarsbreytingar síðustu um það bil 11 þúsund ára eins og þær koma fram í seti stöðuvatna, en stöðuvötn á Íslandi gefa möguleika á mjög hárri tímaupplausn loftslagsháðra gagna vegna hraðrar uppsöfnunar sets í þeim. Gögnin er unnt að færa í nyt þegar meta á stærð og stöðu jökla á Íslandi síðustu árþúsunda og skrásetja breytingar á veðurfari.

Áslaug Geirsdóttir er prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og stundar rannsóknir í jöklajarðfræði og fornloftslagsfræðum.

Áslaug hefur stýrt nokkrum stórum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og tekið þátt í alþjóðlegum samstarfsnetum. Nú er nýlokið öndvegisverkefni undir stjórn hennar sem fjallaði um samþættingu fornveðurvísa úr stöðuvötnum og loftslagslíkana til skilnings á snöggum loftslagsbreytingum í norðurhluta Norður Atlantshafs. Norðurslóðir og einkum norðurhluti Norður-Atlantshafs hafa verið miðpunktur umfjöllunar um áhrif núverandi loftslagsbreytinga, að mestu vegna þeirrar mögnunar sem fram kemur í svörun við hitabreytingum undanfarinna áratuga.

Rannsóknaráherslur Áslaugar hafa beinst að hárri tímaupplausn veðurfarsgagna í stöðuvatnaseti ásamt magnbundum upplýsingum um hitafar undanfarinna árþúsunda auk þess sem hugsanleg áhrif eldvirkni á loftslag eru metin. Þetta eru allt gögn sem nauðsynleg eru til líkanagerða og rannsókna á þróun loftslags til framtíðar. Þetta hefur kallað á nýjar jarð- og lífefnafræðilegar aðferðir sem rannsóknahópurinn hefur þróað. Áslaug hefur ásamt samstarfshópi sínum birt fjölda alþjóðlegra ritrýndra greina, þar sem bæði loftslags- og jöklunarsaga Íslands hefur verið til umfjöllunar og samanburður við þróun hitafars í og við Norður Atlantshafssvæðið.

Áslaug fæddist í Reykjavík árið 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1975. Áslaug útskrifaðist sem jarðfræðingur frá Háskóla Íslands í júní 1979, lauk MS-prófi frá Christian-Albrechts Universitat í Kiel, Þýskalandi árið 1982 og doktorsprófi frá University of Colorado, Boulder í Bandaríkjunum árið 1988. Í doktorsverkefni sínu rannsakaði Áslaug upphaf jöklunar á Íslandi með kortlagningu og athugunum á jökulbergslögum í jarðlagastafla Íslands og dró þannig fram tíðni jökul- og hlýskeiða síðustu 3ja milljón ára.

Áslaug hefur stýrt nokkrum stórum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og tekið þátt í alþjóðlegum samstarfsnetum.

Áslaug hóf störf við Háskóla Íslands og Raunvísindastofnun Háskólans sem stundakennari og rannsóknasérfræðingur árið 1989. Árið 1991 var hún ráðin lektor við jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands. Áslug varð dósent við sömu skor árið 1994 og prófessor árið 2000. Hún var prófessor II við Háskólann í Bergen 2014-2017 og er með gestastöðu við Institue of Arctic and Alpine Research, University of Colorado og Graduate school of University of Colorado Boulder.

Myndir

  • Úr safni ÁG.

Útgáfudagur

21.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Geirsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2018. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75515.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 21. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Geirsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75515

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Geirsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2018. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75515>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Geirsdóttir rannsakað?
Áslaug Geirsdóttir er prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og stundar rannsóknir í jöklajarðfræði og fornloftslagsfræðum. Hún og samstarfshópur hennar hafa fengist við rannsóknir á loftslagsbreytingum á Íslandi og Norður-Atlantshafssvæðinu á ýmsum tímakvörðum með sérstakri áherslu á jöklunarsögu Íslands.

Á síðari árum hefur áherslan í rannsóknum Áslaugar verið á veðurfarsbreytingar síðustu um það bil 11 þúsund ára eins og þær koma fram í seti stöðuvatna, en stöðuvötn á Íslandi gefa möguleika á mjög hárri tímaupplausn loftslagsháðra gagna vegna hraðrar uppsöfnunar sets í þeim. Gögnin er unnt að færa í nyt þegar meta á stærð og stöðu jökla á Íslandi síðustu árþúsunda og skrásetja breytingar á veðurfari.

Áslaug Geirsdóttir er prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og stundar rannsóknir í jöklajarðfræði og fornloftslagsfræðum.

Áslaug hefur stýrt nokkrum stórum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og tekið þátt í alþjóðlegum samstarfsnetum. Nú er nýlokið öndvegisverkefni undir stjórn hennar sem fjallaði um samþættingu fornveðurvísa úr stöðuvötnum og loftslagslíkana til skilnings á snöggum loftslagsbreytingum í norðurhluta Norður Atlantshafs. Norðurslóðir og einkum norðurhluti Norður-Atlantshafs hafa verið miðpunktur umfjöllunar um áhrif núverandi loftslagsbreytinga, að mestu vegna þeirrar mögnunar sem fram kemur í svörun við hitabreytingum undanfarinna áratuga.

Rannsóknaráherslur Áslaugar hafa beinst að hárri tímaupplausn veðurfarsgagna í stöðuvatnaseti ásamt magnbundum upplýsingum um hitafar undanfarinna árþúsunda auk þess sem hugsanleg áhrif eldvirkni á loftslag eru metin. Þetta eru allt gögn sem nauðsynleg eru til líkanagerða og rannsókna á þróun loftslags til framtíðar. Þetta hefur kallað á nýjar jarð- og lífefnafræðilegar aðferðir sem rannsóknahópurinn hefur þróað. Áslaug hefur ásamt samstarfshópi sínum birt fjölda alþjóðlegra ritrýndra greina, þar sem bæði loftslags- og jöklunarsaga Íslands hefur verið til umfjöllunar og samanburður við þróun hitafars í og við Norður Atlantshafssvæðið.

Áslaug fæddist í Reykjavík árið 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1975. Áslaug útskrifaðist sem jarðfræðingur frá Háskóla Íslands í júní 1979, lauk MS-prófi frá Christian-Albrechts Universitat í Kiel, Þýskalandi árið 1982 og doktorsprófi frá University of Colorado, Boulder í Bandaríkjunum árið 1988. Í doktorsverkefni sínu rannsakaði Áslaug upphaf jöklunar á Íslandi með kortlagningu og athugunum á jökulbergslögum í jarðlagastafla Íslands og dró þannig fram tíðni jökul- og hlýskeiða síðustu 3ja milljón ára.

Áslaug hefur stýrt nokkrum stórum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og tekið þátt í alþjóðlegum samstarfsnetum.

Áslaug hóf störf við Háskóla Íslands og Raunvísindastofnun Háskólans sem stundakennari og rannsóknasérfræðingur árið 1989. Árið 1991 var hún ráðin lektor við jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands. Áslug varð dósent við sömu skor árið 1994 og prófessor árið 2000. Hún var prófessor II við Háskólann í Bergen 2014-2017 og er með gestastöðu við Institue of Arctic and Alpine Research, University of Colorado og Graduate school of University of Colorado Boulder.

Myndir

  • Úr safni ÁG.

...