Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Arnfríður Guðmundsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Arnfríður Guðmundsdóttir er prófessor í samstæðilegri guðfræði með áherslu á kvennaguðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Arnfríðar hafa verið á sviði femíniskrar guðfræði, með áherslu á lútherska guðfræði, Kristsfræði, guðfræðileg stef í kvikmyndum og umhverfisguðfræði. Þá hefur hún fengist við rannsóknir á áhrifum kristinnar trúar á íslenska kvennabaráttu um aldamótin 1900 og er annar ritstjóri greinasafnsins Kvennabarátta og kristin trú sem gefið var út 2009. Arnfríður var formaður stýrihóps rannsóknarverkefnisins http://2017.is/, þverfræðilegs rannsóknarverkefnis um áhrif siðaskiptanna á íslenska kristni, samfélag og menningu, á árunum 2011-2017.

Rannsóknir Arnfríðar hafa verið á sviði femíniskrar guðfræði, með áherslu á lútherska guðfræði, Kristsfræði, guðfræðileg stef í kvikmyndum og umhverfisguðfræði.

Guðfræði krossins hefur gegnt lykilhlutverki í rannsóknum Arnfríðar um árabil og er umfjöllunarefni bókar hennar Meeting God on the Cross: Christ, the Cross and the Feminist Critique, sem kom út hjá Oxford University Press árið 2010. Út frá femíniskri endurskoðun á hlutverki krossins í kristinni guðfræðihefð hafa orðið til ný rannsóknarverkefni, þar á meðal rannsóknir á kvikmyndum um píslarsögu Krists og svokallaða kristsgervinga, um hlutverk reynslunnar í mótun guðfræðilegrar umræðu og pólitíska guðfræði. Í tengslum við 500 ára afmæli siðbótar Lúthers árið 2017 hefur Arnfríður á síðustu árum rannsakað mótandi áhrif persónulegrar reynslu Lúthers á guðfræði hans og þátttöku kvenna í siðbótarhreyfingu 16. aldar á fyrstu áratugum hennar. Hún hefur skrifað greinar og flutt fyrirlestra um þetta efni bæði hérlendis og erlendis. Á síðustu tveimur árum hefur Arnfríður tekið þátt í alþjóðlegu femínisku rannsóknarverkefni um guðfræði og loftslagsbreytingar. Hún skrifaði kafla um umhverfismál og gróðurhúsaáhrif á Íslandi sem birtist í bókinni Planetary Solidarity: Global Women’s Voices on Christian Doctrine and Climate Justice, sem kom út haustið 2017.

Arnfríður er fædd á Siglufirði árið 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1981 og embættisprófi í guðfræði frá Guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1986. Arnfríður stundaði framhaldsnám í trúfræði í Bandaríkjunum, fyrst við Háskólann í Iowa (School of Religion) 1987-1989 og síðan Háskólann í Chicago (Divinity School), 1989-1990. Hún hóf nám við Lutheran School of Theology at Chicago árið 1990, þaðan sem hún lauk doktorsprófi árið 1996. Arnfríður var stundakennari við Lutheran School of Theology at Chicago og síðan við Guðfræðideild Háskóla Íslands á árunum 1996-2000, eða þar til hún var ráðin lektor við sömu deild. Hún fékk fastráðningu árið 2003 og framgang í prófessor 2008. Arnfríður hefur verið forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar frá 2014.

Mynd:
  • © Gunnar Sverrisson.

Útgáfudagur

20.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Arnfríður Guðmundsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2018, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75698.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 20. apríl). Hvaða rannsóknir hefur Arnfríður Guðmundsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75698

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Arnfríður Guðmundsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2018. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75698>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Arnfríður Guðmundsdóttir stundað?
Arnfríður Guðmundsdóttir er prófessor í samstæðilegri guðfræði með áherslu á kvennaguðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Arnfríðar hafa verið á sviði femíniskrar guðfræði, með áherslu á lútherska guðfræði, Kristsfræði, guðfræðileg stef í kvikmyndum og umhverfisguðfræði. Þá hefur hún fengist við rannsóknir á áhrifum kristinnar trúar á íslenska kvennabaráttu um aldamótin 1900 og er annar ritstjóri greinasafnsins Kvennabarátta og kristin trú sem gefið var út 2009. Arnfríður var formaður stýrihóps rannsóknarverkefnisins http://2017.is/, þverfræðilegs rannsóknarverkefnis um áhrif siðaskiptanna á íslenska kristni, samfélag og menningu, á árunum 2011-2017.

Rannsóknir Arnfríðar hafa verið á sviði femíniskrar guðfræði, með áherslu á lútherska guðfræði, Kristsfræði, guðfræðileg stef í kvikmyndum og umhverfisguðfræði.

Guðfræði krossins hefur gegnt lykilhlutverki í rannsóknum Arnfríðar um árabil og er umfjöllunarefni bókar hennar Meeting God on the Cross: Christ, the Cross and the Feminist Critique, sem kom út hjá Oxford University Press árið 2010. Út frá femíniskri endurskoðun á hlutverki krossins í kristinni guðfræðihefð hafa orðið til ný rannsóknarverkefni, þar á meðal rannsóknir á kvikmyndum um píslarsögu Krists og svokallaða kristsgervinga, um hlutverk reynslunnar í mótun guðfræðilegrar umræðu og pólitíska guðfræði. Í tengslum við 500 ára afmæli siðbótar Lúthers árið 2017 hefur Arnfríður á síðustu árum rannsakað mótandi áhrif persónulegrar reynslu Lúthers á guðfræði hans og þátttöku kvenna í siðbótarhreyfingu 16. aldar á fyrstu áratugum hennar. Hún hefur skrifað greinar og flutt fyrirlestra um þetta efni bæði hérlendis og erlendis. Á síðustu tveimur árum hefur Arnfríður tekið þátt í alþjóðlegu femínisku rannsóknarverkefni um guðfræði og loftslagsbreytingar. Hún skrifaði kafla um umhverfismál og gróðurhúsaáhrif á Íslandi sem birtist í bókinni Planetary Solidarity: Global Women’s Voices on Christian Doctrine and Climate Justice, sem kom út haustið 2017.

Arnfríður er fædd á Siglufirði árið 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1981 og embættisprófi í guðfræði frá Guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1986. Arnfríður stundaði framhaldsnám í trúfræði í Bandaríkjunum, fyrst við Háskólann í Iowa (School of Religion) 1987-1989 og síðan Háskólann í Chicago (Divinity School), 1989-1990. Hún hóf nám við Lutheran School of Theology at Chicago árið 1990, þaðan sem hún lauk doktorsprófi árið 1996. Arnfríður var stundakennari við Lutheran School of Theology at Chicago og síðan við Guðfræðideild Háskóla Íslands á árunum 1996-2000, eða þar til hún var ráðin lektor við sömu deild. Hún fékk fastráðningu árið 2003 og framgang í prófessor 2008. Arnfríður hefur verið forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar frá 2014.

Mynd:
  • © Gunnar Sverrisson.

...