Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað eru mörg gróðurbelti á jörðinni?

EDS

Gróður jarðar er ótrúlega fjölbreyttur þar sem hver tegund á sér sínar kjöraðstæður. Aðstæðurnar ráðast af þáttum eins og veðurfari (úrkomu, hitastigi og birtu), jarðvegi og hæð yfir sjó. Plöntur sem þrífast við sömu umhverfisskilyrði mynda gróðursamfélög en víðáttumikil gróðursamfélög kallast gróðurbelti.

Það er ekki eitt algilt svar við því hversu mörg gróðurbelti jarðar eru, því það er misjafnt hversu nákvæm flokkun er notuð. Sem dæmi þá eru hér fyrir neðan tvö kort sem sýna gróðurbelti jarðar, annað notar níu flokka en hitt 32 flokka.

Mynd 1. Á þessu korti eru 32 flokkar fyrir gróðurbelti.

Mynd 2. Hér er gróður flokkaður í níu gróðurbelti.

Fyrir þau sem vilja gera sér grófa mynd af gróðurfari jarðar er alveg óþarfi að vera með mjög nákvæma flokkun - fyrir flesta dugar flokkun í ætt við þá sem er á mynd 2. Í þeim kennslubókum sem víða eru notaðar hér á landi fyrir nemendur í framhaldsskólum annars vegar (Landafræði: maðurinn - auðlindirnar – umhverfið) og á unglingastigi í grunnskólum hins vegar (Um víða veröld – Jörðin) er til dæmis gerð grein fyrir átta gróðurbeltum:

Þessi flokkun samsvarar nokkurn veginn seinna kortinu hér fyrir ofan, það vantar aðeins hálfeyðimörkina. Hvort flokkarnir eru átta, níu, tólf eða þrettán skiptir ekki öllu máli heldur frekar að við gerum okkur grein fyrir því hvernig þetta er í stórum dráttum.

Heimildir og kort:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.9.2021

Spyrjandi

Kalli

Tilvísun

EDS. „Hvað eru mörg gróðurbelti á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 30. september 2021. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82417.

EDS. (2021, 30. september). Hvað eru mörg gróðurbelti á jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82417

EDS. „Hvað eru mörg gróðurbelti á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2021. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82417>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg gróðurbelti á jörðinni?
Gróður jarðar er ótrúlega fjölbreyttur þar sem hver tegund á sér sínar kjöraðstæður. Aðstæðurnar ráðast af þáttum eins og veðurfari (úrkomu, hitastigi og birtu), jarðvegi og hæð yfir sjó. Plöntur sem þrífast við sömu umhverfisskilyrði mynda gróðursamfélög en víðáttumikil gróðursamfélög kallast gróðurbelti.

Það er ekki eitt algilt svar við því hversu mörg gróðurbelti jarðar eru, því það er misjafnt hversu nákvæm flokkun er notuð. Sem dæmi þá eru hér fyrir neðan tvö kort sem sýna gróðurbelti jarðar, annað notar níu flokka en hitt 32 flokka.

Mynd 1. Á þessu korti eru 32 flokkar fyrir gróðurbelti.

Mynd 2. Hér er gróður flokkaður í níu gróðurbelti.

Fyrir þau sem vilja gera sér grófa mynd af gróðurfari jarðar er alveg óþarfi að vera með mjög nákvæma flokkun - fyrir flesta dugar flokkun í ætt við þá sem er á mynd 2. Í þeim kennslubókum sem víða eru notaðar hér á landi fyrir nemendur í framhaldsskólum annars vegar (Landafræði: maðurinn - auðlindirnar – umhverfið) og á unglingastigi í grunnskólum hins vegar (Um víða veröld – Jörðin) er til dæmis gerð grein fyrir átta gróðurbeltum:

Þessi flokkun samsvarar nokkurn veginn seinna kortinu hér fyrir ofan, það vantar aðeins hálfeyðimörkina. Hvort flokkarnir eru átta, níu, tólf eða þrettán skiptir ekki öllu máli heldur frekar að við gerum okkur grein fyrir því hvernig þetta er í stórum dráttum.

Heimildir og kort:

...