Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvers konar fjall er Hunga Tonga og hvar er það?

Magnús Tumi Guðmundsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Þann 15. janúar 2022 varð mikið sprengigos í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai í Suður-Kyrrahafi, um 65 km norður af Nuku‘alofa, höfuðborg eyríkisins Tonga. Hægt er að lesa meira um gosið sjálft í svari við spurningunni Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?

Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai er stórt neðansjávareldfjall sem rís um 1,8 km frá sjávarbotni. Það er 20-35 km í þvermál, álíka stórt og Öræfajökull. Í kolli þess er askja, sem fyrir gosið 15. janúar var um 150 m djúp og 4 km í þvermál þar sem hún var breiðust. Eldfjallið er kennt við tvær litlar og óbyggðar eyjur, Hunga Ha’apai og Hunga Tonga, en heiti fjallsins er stundum stytt og þá aðeins nefnt Hunga Tonga. Eyjurnar tvær eru hlutar af brún öskjunnar og ná rétt rúmlega 100 m yfir sjávarmál. Að öðru leyti er eldfjallið að mestu neðansjávar.

Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai er stórt neðansjávareldfjall sem rís um 1,8 km frá sjávarbotni. Það er 20-35 km í þvermál og í kolli þess er askja, um 150 m djúp og 5 km í þvermál.

Samkvæmt Smithsonian Global Volcanism Program hafa eldgos undanfarin 100 ár í Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai verið tiltölulega lítil sprengigos, af svipaðri gerð og var á fyrstu mánuðum myndunar Surtseyjar 1963-1964 (surtseysk virkni). Seinasta gosið af þessu tagi varð um áramótin 2014-2015. Það gos flokkast sem lítið sprengigos (Volcano Explosivity Index: VEI=2). Í því gosi myndaðist lítil eyja á milli eyjanna tveggja sem náði síðan að tengja þær saman í eina þegar leið á gosið. Gosefnin sem komið hafa upp í Hunga Tonga eru andesít.

Gosvirkni hófst að nýju í desember 2021, en færðist mjög í aukana þegar heilmikið gos varð 13. janúar 2022. Tveimur dögum síðar, þann 15. janúar, varð síðan miklu stærra gos. Eftir sprengigosið 15. janúar 2022 er tengingin frá 2015 horfin ásamt hluta af eyjunum tveimur.

Langflest eldgos (og jarðskjálftar) í heiminum verða á eldhringnum (e. Ring of Fire) svokallaða sem er skeifulaga belti umhverfis Kyrrahafið. Ástæðan er sú að Kyrrahafið, að suðurhluta þess undanskildum, er markað niðurstreymisbeltum þar sem jarðskorpuflekar rekast saman og annar sekkur undir hinn. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið?

Þar sem tveir hafsbotnsflekar ganga saman verður mikil eldvirkni og eyjabogar myndast. Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai er hluti af eyjaboga sem nefnist Tonga–Kermadec og myndast á niðurstreymisbelti þar sem Kyrrahafsflekinn gengur undir Ástralíuflekann. Beltið allt teygir sig frá Nýja-Sjálandi norðaustur til Fiji-eyja.

Gossaga Hunga Tonga er ekki að fullu þekkt en vísbendingar eru um stórgos fyrir um 900 árum í öskjunni sem sennilega framkallaði sig í henni.

Heimildir:

Höfundar

Magnús Tumi Guðmundsson

prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.2.2022

Spyrjandi

Björn Gústav, ritstjórn

Tilvísun

Magnús Tumi Guðmundsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvers konar fjall er Hunga Tonga og hvar er það?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2022. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83118.

Magnús Tumi Guðmundsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2022, 1. febrúar). Hvers konar fjall er Hunga Tonga og hvar er það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83118

Magnús Tumi Guðmundsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvers konar fjall er Hunga Tonga og hvar er það?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2022. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83118>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar fjall er Hunga Tonga og hvar er það?
Þann 15. janúar 2022 varð mikið sprengigos í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai í Suður-Kyrrahafi, um 65 km norður af Nuku‘alofa, höfuðborg eyríkisins Tonga. Hægt er að lesa meira um gosið sjálft í svari við spurningunni Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?

Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai er stórt neðansjávareldfjall sem rís um 1,8 km frá sjávarbotni. Það er 20-35 km í þvermál, álíka stórt og Öræfajökull. Í kolli þess er askja, sem fyrir gosið 15. janúar var um 150 m djúp og 4 km í þvermál þar sem hún var breiðust. Eldfjallið er kennt við tvær litlar og óbyggðar eyjur, Hunga Ha’apai og Hunga Tonga, en heiti fjallsins er stundum stytt og þá aðeins nefnt Hunga Tonga. Eyjurnar tvær eru hlutar af brún öskjunnar og ná rétt rúmlega 100 m yfir sjávarmál. Að öðru leyti er eldfjallið að mestu neðansjávar.

Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai er stórt neðansjávareldfjall sem rís um 1,8 km frá sjávarbotni. Það er 20-35 km í þvermál og í kolli þess er askja, um 150 m djúp og 5 km í þvermál.

Samkvæmt Smithsonian Global Volcanism Program hafa eldgos undanfarin 100 ár í Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai verið tiltölulega lítil sprengigos, af svipaðri gerð og var á fyrstu mánuðum myndunar Surtseyjar 1963-1964 (surtseysk virkni). Seinasta gosið af þessu tagi varð um áramótin 2014-2015. Það gos flokkast sem lítið sprengigos (Volcano Explosivity Index: VEI=2). Í því gosi myndaðist lítil eyja á milli eyjanna tveggja sem náði síðan að tengja þær saman í eina þegar leið á gosið. Gosefnin sem komið hafa upp í Hunga Tonga eru andesít.

Gosvirkni hófst að nýju í desember 2021, en færðist mjög í aukana þegar heilmikið gos varð 13. janúar 2022. Tveimur dögum síðar, þann 15. janúar, varð síðan miklu stærra gos. Eftir sprengigosið 15. janúar 2022 er tengingin frá 2015 horfin ásamt hluta af eyjunum tveimur.

Langflest eldgos (og jarðskjálftar) í heiminum verða á eldhringnum (e. Ring of Fire) svokallaða sem er skeifulaga belti umhverfis Kyrrahafið. Ástæðan er sú að Kyrrahafið, að suðurhluta þess undanskildum, er markað niðurstreymisbeltum þar sem jarðskorpuflekar rekast saman og annar sekkur undir hinn. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið?

Þar sem tveir hafsbotnsflekar ganga saman verður mikil eldvirkni og eyjabogar myndast. Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai er hluti af eyjaboga sem nefnist Tonga–Kermadec og myndast á niðurstreymisbelti þar sem Kyrrahafsflekinn gengur undir Ástralíuflekann. Beltið allt teygir sig frá Nýja-Sjálandi norðaustur til Fiji-eyja.

Gossaga Hunga Tonga er ekki að fullu þekkt en vísbendingar eru um stórgos fyrir um 900 árum í öskjunni sem sennilega framkallaði sig í henni.

Heimildir:...