Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar í sjónum við Ísland lifa marglyttur?

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Um 200 tegundir af marglyttum (Scyphozoa) eru þekktar. Líkt og á við um flestar tegundir hveldýra finnast marglyttur aðallega í efstu lögum sjávar þar sem þær berast með hafstraumum. Þó eru dæmi um tegundir sem lifa í djúpsjónum.

Sex tegundir marglytta finnast við Ísland. Þrjár þeirra á lifa á grunnslóð, það eru bláglytta (Aurelia aurita) sem er mjög algeng við strendur landsins, brennihvelja (Cyanea capillata) sem er stærsta marglyttan sem hér finnst og blálogi (Cyanea lamarckii) sem er fremur sjaldséð tegund. Þrjár djúpsjávartegundir þekkjast við landið, það eru Periphylla periphylla, Haliclystus octoradiatus og Halimocyathus lagena en ekki er vitað til þess að þeim hafi verið gefin íslensk heiti. Þá er talið líklegt að ein tegund til viðbótar, Atolla parva, finnist djúpt á Íslandsmiðum.

Bláglytta (Aurelia aurita) er algengasta tegund marglytta við Íslands og finnst allt í kringum landið.

Marglyttur við Ísland hafa lítið verið rannsakaðar og því er vitneskja um þær nokkuð brotakennd. Rannsóknir sem fram fóru á árunum milli 1930 og 1940 sýndu að marglyttur var að finna allt í kringum landið en mismikið af þeim eftir svæðum og mánuðum. Árin 2007 og 2008 voru tekin sýni á nokkrum stöðum við Ísland með það að markmiði að afla nýrri upplýsinga um dreifingu og fjölda marglytta við strendur landsins og voru brennihveljan og bláglyttan í brennidepli rannsóknarinnar.

Rannsóknin leiddi í ljós að dreifing marglytta við landið virðist hafa breyst frá fyrri rannsóknum. Brennihvelja fannst ekki við Vesturland, þar sem hún hafði fundist nokkrum áratugum áður, heldur hafði útbreiðslan færst norðar en áður var. Talið er hugsanlegt að Vestfirðir séu uppvaxtarsvæði brennihvelju fyrir Íslandsmið og hún dreifist þaðan með straumum og hlýsjó norðan við landið. Uppvaxtarsvæði bláhvelju virðist hins vegar vera víða við strendur landsins.

Marglyttur finnast stundum í fjörum, bæði lifandi í pollum og í sjávarmálinu, en einnig reknar á ströndinni. Þær verða helst fréttaefni þegar fjölda þeirra skolar á land eða þegar þær valda usla í fiskeldi eins og hefur gerst.

Heimildir og mynd:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.8.2023

Síðast uppfært

25.8.2023

Spyrjandi

Embla

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar í sjónum við Ísland lifa marglyttur?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2023, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85028.

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2023, 23. ágúst). Hvar í sjónum við Ísland lifa marglyttur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85028

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar í sjónum við Ísland lifa marglyttur?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2023. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85028>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar í sjónum við Ísland lifa marglyttur?
Um 200 tegundir af marglyttum (Scyphozoa) eru þekktar. Líkt og á við um flestar tegundir hveldýra finnast marglyttur aðallega í efstu lögum sjávar þar sem þær berast með hafstraumum. Þó eru dæmi um tegundir sem lifa í djúpsjónum.

Sex tegundir marglytta finnast við Ísland. Þrjár þeirra á lifa á grunnslóð, það eru bláglytta (Aurelia aurita) sem er mjög algeng við strendur landsins, brennihvelja (Cyanea capillata) sem er stærsta marglyttan sem hér finnst og blálogi (Cyanea lamarckii) sem er fremur sjaldséð tegund. Þrjár djúpsjávartegundir þekkjast við landið, það eru Periphylla periphylla, Haliclystus octoradiatus og Halimocyathus lagena en ekki er vitað til þess að þeim hafi verið gefin íslensk heiti. Þá er talið líklegt að ein tegund til viðbótar, Atolla parva, finnist djúpt á Íslandsmiðum.

Bláglytta (Aurelia aurita) er algengasta tegund marglytta við Íslands og finnst allt í kringum landið.

Marglyttur við Ísland hafa lítið verið rannsakaðar og því er vitneskja um þær nokkuð brotakennd. Rannsóknir sem fram fóru á árunum milli 1930 og 1940 sýndu að marglyttur var að finna allt í kringum landið en mismikið af þeim eftir svæðum og mánuðum. Árin 2007 og 2008 voru tekin sýni á nokkrum stöðum við Ísland með það að markmiði að afla nýrri upplýsinga um dreifingu og fjölda marglytta við strendur landsins og voru brennihveljan og bláglyttan í brennidepli rannsóknarinnar.

Rannsóknin leiddi í ljós að dreifing marglytta við landið virðist hafa breyst frá fyrri rannsóknum. Brennihvelja fannst ekki við Vesturland, þar sem hún hafði fundist nokkrum áratugum áður, heldur hafði útbreiðslan færst norðar en áður var. Talið er hugsanlegt að Vestfirðir séu uppvaxtarsvæði brennihvelju fyrir Íslandsmið og hún dreifist þaðan með straumum og hlýsjó norðan við landið. Uppvaxtarsvæði bláhvelju virðist hins vegar vera víða við strendur landsins.

Marglyttur finnast stundum í fjörum, bæði lifandi í pollum og í sjávarmálinu, en einnig reknar á ströndinni. Þær verða helst fréttaefni þegar fjölda þeirra skolar á land eða þegar þær valda usla í fiskeldi eins og hefur gerst.

Heimildir og mynd:...