Sólin Sólin Rís 10:10 • sest 16:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:07 • Sest 14:48 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:48 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:00 • Síðdegis: 24:05 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:10 • sest 16:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:07 • Sest 14:48 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:48 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:00 • Síðdegis: 24:05 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er nornahár og hvernig myndist það?

Bergrún Arna Óladóttir

Þegar kvika kemst upp á yfirborð jarðar verður eldgos en tegund goss ræður því hvaða gosafurðir verða til. Í flæðigosum eru gosefnin að mestu hraun sem renna eftir landinu, í sprengigosum myndast gjóska sem berst með vindi frá upptökum og í blandgosum myndast hvoru tveggja. Allt fast efni sem flyst frá gosupptökum í andrúmslofti kallast gjóska.

Nornahár er ein tegund gjósku, glerþræðir sem myndast þegar kvikudropar sem þeytast upp í andrúmsloftið teygjast og storkna. Ferlið má kannski sjá fyrir sér á svipaðan hátt og myndun sykurþráða þegar bæddur sykur er notaður til að líma saman piparkökuhús þótt eðlisfræðin þar sé ekki sú sama.

Nornahár mynda gullna slikju á svörtum sandinum á Flæðunum við nýmyndaðan hraunjaðar Holuhrauns, september 2014.

Nornahár mynda gullna slikju á svörtum sandinum á Flæðunum við nýmyndaðan hraunjaðar Holuhrauns, september 2014.

Þessi tegund gjóskukorna myndast aðallega í svokölluðum hawaiískum flæðigosum sem einkennast af stöðugu en rólegu basísku hraunflæði þar sem hraun og gas aðskiljast nokkuð auðveldlega og valda því fremur lítilli tætingu kvikunnar. Hraunið sem kemur upp er mjög heitt og gasríkt, sem veldur því að það getur auðveldlega teygst á kvikunni þegar hún þeytist með gashlöðnum kvikustrókum upp um gosopið.

Nornahár hafa myndast í mörgum gosum á Hawaii og er enskt heiti þeirra, Pele‘s hair, vísun í hawaiísku eldfjallagyðjuna Pele, þar sem glerþræðirnir þóttu minna á hár hennar. Nornahár eru þekkt víðar, til dæmis frá gosum í eldfjallinu Piton de la Fournaise á Réunion-eyju, í Masaya í Níkaragva og í Etnu og Stromboli á Ítalíu. Hér á Íslandi mynduðust nornahár til dæmis í Holuhrauni 2014-2015 og í gosunum í Fagradalsfjalli og á Sundhnúksgígaröðinni árin 2021-2025. Nornahár rötuðu í fjölmiðla þegar fréttir bárust af þeim í Reykjanesbæ í lok sumars bæði 2024 og 2025.[1] Ef vel var að gáð mátti finna nornahár nánast hvar sem var á Reykjanesskaga eftir þessi gos og jafnvel á höfuðborgarsvæðinu líka.

Nornahár geta orðið talsvert löng og í útliti getur þeim svipað mjög til mannshárs. Mynd frá Reykjanesskaga, ágúst 2024.

Nornahár geta orðið talsvert löng og í útliti getur þeim svipað mjög til mannshárs. Mynd frá Reykjanesskaga, ágúst 2024.

Nornahár geta orðið talsvert löng og í útliti getur þeim svipað mjög til mannshárs. Þar sem þau safnast saman minna þau jafnvel á moð. Þau eru oft gulbrún á lit og glitra í sólskini. Nornahárin eru létt og berast auðveldlega með vindi frá gosopinu sem útskýrir hvers vegna þau geta fundist langt frá gosupptökum. Þegar nornahár hafa sest til á jörðinni getur vindur flutt þau aftur úr stað og myndað einskonar hárvöndla sem skoppa undan vindi yfir landið, eins og sást vel í Holuhrauni 2014-2015.

Nornahár eru í raun gler og því afar viðkvæm og brotna auðveldlega. Þau geta verið mjög beitt og auðvelt er að skera sig á þeim þegar þau eru handfjötluð eða stigið er á þau. Því er mjög óráðlegt að ganga berfætt yfir svæði þar sem nornahár (eða önnur gjóska) hefur fallið og sest til. Nornahár getur festst í sári, líkt og flís, og þá getur verið erfitt að ná því út því það brotnar mjög auðveldlega þegar reynt er að ná taki á því.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá til dæmis Nornahár áberandi í Reykjanesbæ (2024, 4. september). Suðurnes. http://www.sudurnes.net/frettir/nornahar-aberandi-i-reykjanesbae og Nornahárum rignir yfir Reykjanesbæ. (2025, 16. júlí). Mbl.is https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/16/nornaharum_rignir_yfir_reykjanesbae

Heimildir og frekari fróðleikur:

Myndir:
  • Bergrún Arna Óladóttir


Aðrar spurningar um nornahár:

  • Hugtakið "nornahár" fór að dúkka ítrekað upp í tengslum við síðasta gos en hverslags fyrirbæri er þetta?

Höfundur

Bergrún Arna Óladóttir

sérfræðingur á sviði eldfjallafræði hjá Veðurstofunni

Útgáfudagur

19.11.2025

Spyrjandi

Josephine Lilian Roloff, Arnar Elvarsson, Örn, Haraldur Sigurðarson

Tilvísun

Bergrún Arna Óladóttir. „Hvað er nornahár og hvernig myndist það?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2025, sótt 19. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87253.

Bergrún Arna Óladóttir. (2025, 19. nóvember). Hvað er nornahár og hvernig myndist það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87253

Bergrún Arna Óladóttir. „Hvað er nornahár og hvernig myndist það?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2025. Vefsíða. 19. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87253>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er nornahár og hvernig myndist það?
Þegar kvika kemst upp á yfirborð jarðar verður eldgos en tegund goss ræður því hvaða gosafurðir verða til. Í flæðigosum eru gosefnin að mestu hraun sem renna eftir landinu, í sprengigosum myndast gjóska sem berst með vindi frá upptökum og í blandgosum myndast hvoru tveggja. Allt fast efni sem flyst frá gosupptökum í andrúmslofti kallast gjóska.

Nornahár er ein tegund gjósku, glerþræðir sem myndast þegar kvikudropar sem þeytast upp í andrúmsloftið teygjast og storkna. Ferlið má kannski sjá fyrir sér á svipaðan hátt og myndun sykurþráða þegar bæddur sykur er notaður til að líma saman piparkökuhús þótt eðlisfræðin þar sé ekki sú sama.

Nornahár mynda gullna slikju á svörtum sandinum á Flæðunum við nýmyndaðan hraunjaðar Holuhrauns, september 2014.

Nornahár mynda gullna slikju á svörtum sandinum á Flæðunum við nýmyndaðan hraunjaðar Holuhrauns, september 2014.

Þessi tegund gjóskukorna myndast aðallega í svokölluðum hawaiískum flæðigosum sem einkennast af stöðugu en rólegu basísku hraunflæði þar sem hraun og gas aðskiljast nokkuð auðveldlega og valda því fremur lítilli tætingu kvikunnar. Hraunið sem kemur upp er mjög heitt og gasríkt, sem veldur því að það getur auðveldlega teygst á kvikunni þegar hún þeytist með gashlöðnum kvikustrókum upp um gosopið.

Nornahár hafa myndast í mörgum gosum á Hawaii og er enskt heiti þeirra, Pele‘s hair, vísun í hawaiísku eldfjallagyðjuna Pele, þar sem glerþræðirnir þóttu minna á hár hennar. Nornahár eru þekkt víðar, til dæmis frá gosum í eldfjallinu Piton de la Fournaise á Réunion-eyju, í Masaya í Níkaragva og í Etnu og Stromboli á Ítalíu. Hér á Íslandi mynduðust nornahár til dæmis í Holuhrauni 2014-2015 og í gosunum í Fagradalsfjalli og á Sundhnúksgígaröðinni árin 2021-2025. Nornahár rötuðu í fjölmiðla þegar fréttir bárust af þeim í Reykjanesbæ í lok sumars bæði 2024 og 2025.[1] Ef vel var að gáð mátti finna nornahár nánast hvar sem var á Reykjanesskaga eftir þessi gos og jafnvel á höfuðborgarsvæðinu líka.

Nornahár geta orðið talsvert löng og í útliti getur þeim svipað mjög til mannshárs. Mynd frá Reykjanesskaga, ágúst 2024.

Nornahár geta orðið talsvert löng og í útliti getur þeim svipað mjög til mannshárs. Mynd frá Reykjanesskaga, ágúst 2024.

Nornahár geta orðið talsvert löng og í útliti getur þeim svipað mjög til mannshárs. Þar sem þau safnast saman minna þau jafnvel á moð. Þau eru oft gulbrún á lit og glitra í sólskini. Nornahárin eru létt og berast auðveldlega með vindi frá gosopinu sem útskýrir hvers vegna þau geta fundist langt frá gosupptökum. Þegar nornahár hafa sest til á jörðinni getur vindur flutt þau aftur úr stað og myndað einskonar hárvöndla sem skoppa undan vindi yfir landið, eins og sást vel í Holuhrauni 2014-2015.

Nornahár eru í raun gler og því afar viðkvæm og brotna auðveldlega. Þau geta verið mjög beitt og auðvelt er að skera sig á þeim þegar þau eru handfjötluð eða stigið er á þau. Því er mjög óráðlegt að ganga berfætt yfir svæði þar sem nornahár (eða önnur gjóska) hefur fallið og sest til. Nornahár getur festst í sári, líkt og flís, og þá getur verið erfitt að ná því út því það brotnar mjög auðveldlega þegar reynt er að ná taki á því.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá til dæmis Nornahár áberandi í Reykjanesbæ (2024, 4. september). Suðurnes. http://www.sudurnes.net/frettir/nornahar-aberandi-i-reykjanesbae og Nornahárum rignir yfir Reykjanesbæ. (2025, 16. júlí). Mbl.is https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/16/nornaharum_rignir_yfir_reykjanesbae

Heimildir og frekari fróðleikur:

Myndir:
  • Bergrún Arna Óladóttir


Aðrar spurningar um nornahár:

  • Hugtakið "nornahár" fór að dúkka ítrekað upp í tengslum við síðasta gos en hverslags fyrirbæri er þetta?
  • ...