Sólin Sólin Rís 11:07 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:01 • Síðdegis: 16:47 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:07 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:01 • Síðdegis: 16:47 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er arsen og hver eru helstu einkenni eitrunar af völdum þess?

Valgerður Jakobína Hjaltalín

Arsen er frumefni sem kemur víða fyrir í náttúrunni, ýmist á lífrænu- eða ólífrænu formi. Lífræn arsen efnasambönd eru þau sem innihalda kolefni og ólífræn þau sem innihalda ekki kolefni. Lífræn arsen sambönd eru tiltölulega skaðlaus og finnast til dæmis í sjávarfangi. Ólífræn arsen efnasambönd finnast víða í jarðskorpunni og eru algengur mengunarvaldur í grunnvatni og jarðvegi. Slík mengun er viðvarandi vandamál á sumum landsvæðum.[1]

Ólífrænt arsen getur verið til staðar sem þrígild- eða fimmgild-arsen sambönd, en það fyrrnefnda er um sextíufalt eitraðra. Eituráhrif þess skýrast fyrst og fremst af tilhneigingu efnasambandanna til að hvarfast við efnasambönd brennisteins. Við það myndast hvarfgjörn súrefnissambönd sem geta valdið alls konar óskunda í líkamanum í gegnum oxun. Líkaminn getur tekið upp arsen gegnum öndunarveg, húð og meltingarveg. Arsen er afeitrað í líkamanum með metýleringu og með því að tengja það við lífrænar sameindir. Arsen er aðallega losað út með þvagi.[2]

Arsen er frumefni sem kemur víða fyrir í náttúrunni. Heitið kemur upprunalega úr arabísku (az-zernihk) þar sem zar merkir gull og vísar til gula litarins í einu efnasambandi arsens, sem kallast arsen-þrísúlfið og finnst í náttúrunni.

Arsen er frumefni sem kemur víða fyrir í náttúrunni. Heitið kemur upprunalega úr arabísku (az-zernihk) þar sem zar merkir gull og vísar til gula litarins í einu efnasambandi arsens, sem kallast arsen-þrísúlfið og finnst í náttúrunni.

Arsen er bæði bragð- og lyktarlaust og framan af voru ekki til greiningaraðferðir til að mæla það. Innbyrði menn banvænan skammt leiðir það almennt til dauða eftir um það bil einn til fjóra sólarhringa og er banameinið oftast alvarlegur vökvaskortur vegna uppkasta og niðurgangs. Einkenni minna um margt á kólerusýkingu, sem flækti einmitt málin fyrr á tímum þegar ekki var hægt að sýna fram á arseneitrun með efnagreiningu.

Banvænn skammtur af arseni er á milli 100-300 mg. Til samanburðar er hámark leyfilegs magns í drykkjarvatni (áður en það er hreinsað fyrir neyslu) 100 µg/L, en örugg mörk eru skilgreind sem 10 µg/L af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.[3][4]

Tilvísanir:
  1. ^ Jakob Kristinsson, 2013.
  2. ^ Gupta o.fl., 2017.
  3. ^ Jakob Kristinsson., 2013.
  4. ^ Hughes o.fl., 2011.

Heimildir:
  • Jakob Kristinsson. (2013). Nú hefur arsen í hrísgrjónum og hrísmjólk verið töluvert í fréttum, hvað er arsen og hvers konar eitrunaráhrifum getur það valdið? Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=64310
  • Gupta, D. K. o.fl. (2017). Arsenic Contamination from Historical Aspects to the Present. Í D. K. Gupta & S. Chatterjee (ritstj.), Arsenic Contamination in the Environment: The Issues and Solutions (bls. 1-12). Springer International Publishing. https://doi.org/10.1007/978-3-319-54356-7_1
  • Hughes, M. F. o.fl. (2011). Arsenic exposure and toxicology: a historical perspective. Toxicological sciences, 123(2), 305-332. https://doi.org/10.1093/toxsci/kfr184

Myndir:

Höfundur

Valgerður Jakobína Hjaltalín

nýdoktor á Heilbrigðisvísindasviði HÍ

Útgáfudagur

10.12.2025

Spyrjandi

Kristján Örn Róbertsson

Tilvísun

Valgerður Jakobína Hjaltalín. „Hvað er arsen og hver eru helstu einkenni eitrunar af völdum þess?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2025, sótt 10. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88309.

Valgerður Jakobína Hjaltalín. (2025, 10. desember). Hvað er arsen og hver eru helstu einkenni eitrunar af völdum þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88309

Valgerður Jakobína Hjaltalín. „Hvað er arsen og hver eru helstu einkenni eitrunar af völdum þess?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2025. Vefsíða. 10. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88309>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er arsen og hver eru helstu einkenni eitrunar af völdum þess?
Arsen er frumefni sem kemur víða fyrir í náttúrunni, ýmist á lífrænu- eða ólífrænu formi. Lífræn arsen efnasambönd eru þau sem innihalda kolefni og ólífræn þau sem innihalda ekki kolefni. Lífræn arsen sambönd eru tiltölulega skaðlaus og finnast til dæmis í sjávarfangi. Ólífræn arsen efnasambönd finnast víða í jarðskorpunni og eru algengur mengunarvaldur í grunnvatni og jarðvegi. Slík mengun er viðvarandi vandamál á sumum landsvæðum.[1]

Ólífrænt arsen getur verið til staðar sem þrígild- eða fimmgild-arsen sambönd, en það fyrrnefnda er um sextíufalt eitraðra. Eituráhrif þess skýrast fyrst og fremst af tilhneigingu efnasambandanna til að hvarfast við efnasambönd brennisteins. Við það myndast hvarfgjörn súrefnissambönd sem geta valdið alls konar óskunda í líkamanum í gegnum oxun. Líkaminn getur tekið upp arsen gegnum öndunarveg, húð og meltingarveg. Arsen er afeitrað í líkamanum með metýleringu og með því að tengja það við lífrænar sameindir. Arsen er aðallega losað út með þvagi.[2]

Arsen er frumefni sem kemur víða fyrir í náttúrunni. Heitið kemur upprunalega úr arabísku (az-zernihk) þar sem zar merkir gull og vísar til gula litarins í einu efnasambandi arsens, sem kallast arsen-þrísúlfið og finnst í náttúrunni.

Arsen er frumefni sem kemur víða fyrir í náttúrunni. Heitið kemur upprunalega úr arabísku (az-zernihk) þar sem zar merkir gull og vísar til gula litarins í einu efnasambandi arsens, sem kallast arsen-þrísúlfið og finnst í náttúrunni.

Arsen er bæði bragð- og lyktarlaust og framan af voru ekki til greiningaraðferðir til að mæla það. Innbyrði menn banvænan skammt leiðir það almennt til dauða eftir um það bil einn til fjóra sólarhringa og er banameinið oftast alvarlegur vökvaskortur vegna uppkasta og niðurgangs. Einkenni minna um margt á kólerusýkingu, sem flækti einmitt málin fyrr á tímum þegar ekki var hægt að sýna fram á arseneitrun með efnagreiningu.

Banvænn skammtur af arseni er á milli 100-300 mg. Til samanburðar er hámark leyfilegs magns í drykkjarvatni (áður en það er hreinsað fyrir neyslu) 100 µg/L, en örugg mörk eru skilgreind sem 10 µg/L af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.[3][4]

Tilvísanir:
  1. ^ Jakob Kristinsson, 2013.
  2. ^ Gupta o.fl., 2017.
  3. ^ Jakob Kristinsson., 2013.
  4. ^ Hughes o.fl., 2011.

Heimildir:
  • Jakob Kristinsson. (2013). Nú hefur arsen í hrísgrjónum og hrísmjólk verið töluvert í fréttum, hvað er arsen og hvers konar eitrunaráhrifum getur það valdið? Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=64310
  • Gupta, D. K. o.fl. (2017). Arsenic Contamination from Historical Aspects to the Present. Í D. K. Gupta & S. Chatterjee (ritstj.), Arsenic Contamination in the Environment: The Issues and Solutions (bls. 1-12). Springer International Publishing. https://doi.org/10.1007/978-3-319-54356-7_1
  • Hughes, M. F. o.fl. (2011). Arsenic exposure and toxicology: a historical perspective. Toxicological sciences, 123(2), 305-332. https://doi.org/10.1093/toxsci/kfr184

Myndir:...