Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvar eru hrafnar á sumrin?

Jón Már Halldórsson

Hrafninn (Corvus corax) er staðfugl á Íslandi og hefur varp venjulega snemma á vorin, oftast í apríl, eða níu nóttum fyrir sumarmál eins og kemur fram í íslenskri þjóðtrú.

Hrafninn tímasetur varp sitt fyrr en aðrir spörfuglar og mófuglar og er það aðlögun að því mikla fæðuframboði sem verður á vorin þegar aðrar tegundir hefja varp og hægt er að fóðra ungana á þeirri ofgnótt sem verður í mólendinu og víðar í íslenskri náttúru.

Hrafnar hefja yfirleitt varp sitt snemma á vorin.

Venjulega yfirgefa hrafnsungarnir laupinn seint í júní, en hrafnar verpa oftast frá fjórum til sex eggjum. Yfir hásumarið og á haustin má sjá hrafnahópa en það getur þá verið fjölskyldan unga sem heldur hópinn og sjálfsagt eru ungarnir að læra hvernig á að bjarga sér í krefjandi íslenskri náttúru. Það er því algengt á að sjá litla þriggja til fimm fugla hópa, foreldra með nýfleyga unga, frá júlí og fram á haust.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.7.2018

Spyrjandi

Sigrún Marta Arnalds

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar eru hrafnar á sumrin?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2018. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75509.

Jón Már Halldórsson. (2018, 20. júlí). Hvar eru hrafnar á sumrin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75509

Jón Már Halldórsson. „Hvar eru hrafnar á sumrin?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2018. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75509>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar eru hrafnar á sumrin?
Hrafninn (Corvus corax) er staðfugl á Íslandi og hefur varp venjulega snemma á vorin, oftast í apríl, eða níu nóttum fyrir sumarmál eins og kemur fram í íslenskri þjóðtrú.

Hrafninn tímasetur varp sitt fyrr en aðrir spörfuglar og mófuglar og er það aðlögun að því mikla fæðuframboði sem verður á vorin þegar aðrar tegundir hefja varp og hægt er að fóðra ungana á þeirri ofgnótt sem verður í mólendinu og víðar í íslenskri náttúru.

Hrafnar hefja yfirleitt varp sitt snemma á vorin.

Venjulega yfirgefa hrafnsungarnir laupinn seint í júní, en hrafnar verpa oftast frá fjórum til sex eggjum. Yfir hásumarið og á haustin má sjá hrafnahópa en það getur þá verið fjölskyldan unga sem heldur hópinn og sjálfsagt eru ungarnir að læra hvernig á að bjarga sér í krefjandi íslenskri náttúru. Það er því algengt á að sjá litla þriggja til fimm fugla hópa, foreldra með nýfleyga unga, frá júlí og fram á haust.

Mynd:

...