Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Vita fræðimenn hversu mörg nýyrði bætast við íslensku árlega?

Ágústa Þorbergsdóttir

Ný orð bætast stöðugt við íslensku. Hér á landi hafa ekki verið gefnir út listar með orðum sem bætast við á hverju ári en hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er fylgst með breytileika í orðaforða. Þar er safnað saman fjölbreyttum textum úr ýmsum áttum í svokallaða Risamálheild sem stöðugt er uppfærð með nýjum gögnum. Þar er nú gífurlegt magn texta eða rúmlega 1,4 milljarðar lesmálsorða úr nútímamáli. Risamálheildin er gagnleg í margvíslegum málfræðirannsóknum, svo sem til að kalla fram lista yfir orð sem hafa aldrei komið fram áður. Það þarf þó að hafa ýmsa fyrirvara við slíkan lista.

Í fyrsta lagi er hugsanlegt að orð hafi verið í notkun lengi þótt það komi ekki fyrir í þeim textum sem er safnað. Í öðru lagi þarf að hafa í huga að mjög auðvelt er að mynda ný samsett orð í íslensku án þess að um raunveruleg nýyrði sé að ræða. Það þarf því að fara vel yfir lista yfir ný orð sem fengnir eru úr Risamálheildinni og sleppa svokölluðum augnablikssamsetningum en það eru orð sem eru mynduð um leið og þörf er á. Merking þeirra er augljós og ekki ástæða skrá þau í orðabækur enda litlar líkur á að einhver þurfi að fletta upp orðum eins og og lakkrísneysla, sykurpúðakrem, sementsflutningaskip eða mánudagspeysa.

Ný orð bætast stöðugt við íslensku. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum heldur úti Nýyrðabanka þar sem hver sem er getur sent inn nýyrði. Sem dæmi um nýyrði í Nýyrðabankanum er snjallbjalla fyrir nettengda dyrabjöllu.

Nýyrði í íslensku verða til bæði meðvitað og ómeðvitað. Í fæstum tilvikum er vitað hver bjó til tiltekið orð. Fæst nýyrði verkja athygli og umræðu. Mörg þeirra verða til við þýðingar á erlendum textum og eins og áður sagði þá eru þau orð í flestum tilvikum samsett orð. Svokölluð íðorð (fagorð sem tilheyrir ákveðnu fagsviði) eru iðulega nýyrði en þau eru oft það sérhæfð að þau komast ekki í almenna notkun. Íslensk íðorð er að finna í Íðorðabankanum. Á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er einnig Nýyrðabanki og þar getur hver sem vill sent inn nýyrði. Almenningur getur skoðað þau orð sem hafa verið send þangað inn og skrifað athugasemdir sínar um orðin. Þeir sem senda inn nýyrði geta valið um það hvort þeir vilji að nafn sitt birtist. Sem dæmi um nýyrði í Nýyrðabankanum er snjallbjalla fyrir nettengda dyrabjöllu. Ekki er þó hægt að vita fyrir fram hvort það orð frekar en önnur (innsend) nýyrði festist í málinu eða hverfi.

Ekki hægt að koma með nákvæmlega tölu um hverju mörg ný orð bætast við á hverju ári. Ný orð sem bætast við og festast í málinu gætu skipt hundruðum en þau eru fleiri sem ná ekki festu.

Til að fá upplýsingar um uppruna íslenskra orða bendi ég á Íslenska orðsifjabók sem er að finna á málið.is.

Mynd:


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Ég hef verið lengi forvitinn um uppruna og sögu íslenskra orða og nýyrða og eiginlega ennþá meira eftir að ég fluttist til Svíþjóðar og hef nú búið hér í 30 ár. Svíar eru ansi duglegir að gefa út bókmenntir/heimildarit um uppruna og sögu sænskunnar og sænskra orða (Svenska Akademins Ordlista - SAOL) og sem eru gefin út á hverju ári held ég, til og með kemur út listi á hverju ári yfir hve mörg ný orð bættust við sænskuna á einu ári og svo valið það sérkennilegasta og/eða vinsælasta orðið!

Mig langar til að vita hvort það séu gefnar út með jöfnu millibili bækur eða heimildarit með upplýsingum og útskýringum um íslensk orð, uppruna þeirra og sögu. Eins og til dæmis orðið "stígvél"; hve gamalt er orðið, hver fann það upp og hvaðan kemur það - nýyrði? Eða orðið "tungl" - hver er uppruni þess orðs? Eða orðið "ást"; hve lengi hefur það fundist í íslenskunni og hver er uppruni þess og saga? Íslenskan er lifandi tungumál og þess vegna finnst mér að það ættu að finnast meiri lifandi heimildir svo sem bækur, rit, tölvuprógrömm og eða öpp þar sem ALLIR geta haft aðgang að til að auka fróðleik sinn, svala forvitni og til að hjálpa viðkomandi til dæmis við skriftir með meiru. Ég væri mjög þakklát ef þið gætuð svarað einhverju af því sem ég hef lagt fram.

Með fyrirfram þakklæti, Rakel H. Pétursdóttir Svíþjóð

Höfundur

Ágústa Þorbergsdóttir

deildarstjóri á málræktarsviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

3.1.2020

Spyrjandi

Rakel Hrönn Pétursdóttir

Tilvísun

Ágústa Þorbergsdóttir. „Vita fræðimenn hversu mörg nýyrði bætast við íslensku árlega?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2020. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77982.

Ágústa Þorbergsdóttir. (2020, 3. janúar). Vita fræðimenn hversu mörg nýyrði bætast við íslensku árlega? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77982

Ágústa Þorbergsdóttir. „Vita fræðimenn hversu mörg nýyrði bætast við íslensku árlega?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2020. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77982>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Vita fræðimenn hversu mörg nýyrði bætast við íslensku árlega?
Ný orð bætast stöðugt við íslensku. Hér á landi hafa ekki verið gefnir út listar með orðum sem bætast við á hverju ári en hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er fylgst með breytileika í orðaforða. Þar er safnað saman fjölbreyttum textum úr ýmsum áttum í svokallaða Risamálheild sem stöðugt er uppfærð með nýjum gögnum. Þar er nú gífurlegt magn texta eða rúmlega 1,4 milljarðar lesmálsorða úr nútímamáli. Risamálheildin er gagnleg í margvíslegum málfræðirannsóknum, svo sem til að kalla fram lista yfir orð sem hafa aldrei komið fram áður. Það þarf þó að hafa ýmsa fyrirvara við slíkan lista.

Í fyrsta lagi er hugsanlegt að orð hafi verið í notkun lengi þótt það komi ekki fyrir í þeim textum sem er safnað. Í öðru lagi þarf að hafa í huga að mjög auðvelt er að mynda ný samsett orð í íslensku án þess að um raunveruleg nýyrði sé að ræða. Það þarf því að fara vel yfir lista yfir ný orð sem fengnir eru úr Risamálheildinni og sleppa svokölluðum augnablikssamsetningum en það eru orð sem eru mynduð um leið og þörf er á. Merking þeirra er augljós og ekki ástæða skrá þau í orðabækur enda litlar líkur á að einhver þurfi að fletta upp orðum eins og og lakkrísneysla, sykurpúðakrem, sementsflutningaskip eða mánudagspeysa.

Ný orð bætast stöðugt við íslensku. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum heldur úti Nýyrðabanka þar sem hver sem er getur sent inn nýyrði. Sem dæmi um nýyrði í Nýyrðabankanum er snjallbjalla fyrir nettengda dyrabjöllu.

Nýyrði í íslensku verða til bæði meðvitað og ómeðvitað. Í fæstum tilvikum er vitað hver bjó til tiltekið orð. Fæst nýyrði verkja athygli og umræðu. Mörg þeirra verða til við þýðingar á erlendum textum og eins og áður sagði þá eru þau orð í flestum tilvikum samsett orð. Svokölluð íðorð (fagorð sem tilheyrir ákveðnu fagsviði) eru iðulega nýyrði en þau eru oft það sérhæfð að þau komast ekki í almenna notkun. Íslensk íðorð er að finna í Íðorðabankanum. Á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er einnig Nýyrðabanki og þar getur hver sem vill sent inn nýyrði. Almenningur getur skoðað þau orð sem hafa verið send þangað inn og skrifað athugasemdir sínar um orðin. Þeir sem senda inn nýyrði geta valið um það hvort þeir vilji að nafn sitt birtist. Sem dæmi um nýyrði í Nýyrðabankanum er snjallbjalla fyrir nettengda dyrabjöllu. Ekki er þó hægt að vita fyrir fram hvort það orð frekar en önnur (innsend) nýyrði festist í málinu eða hverfi.

Ekki hægt að koma með nákvæmlega tölu um hverju mörg ný orð bætast við á hverju ári. Ný orð sem bætast við og festast í málinu gætu skipt hundruðum en þau eru fleiri sem ná ekki festu.

Til að fá upplýsingar um uppruna íslenskra orða bendi ég á Íslenska orðsifjabók sem er að finna á málið.is.

Mynd:


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Ég hef verið lengi forvitinn um uppruna og sögu íslenskra orða og nýyrða og eiginlega ennþá meira eftir að ég fluttist til Svíþjóðar og hef nú búið hér í 30 ár. Svíar eru ansi duglegir að gefa út bókmenntir/heimildarit um uppruna og sögu sænskunnar og sænskra orða (Svenska Akademins Ordlista - SAOL) og sem eru gefin út á hverju ári held ég, til og með kemur út listi á hverju ári yfir hve mörg ný orð bættust við sænskuna á einu ári og svo valið það sérkennilegasta og/eða vinsælasta orðið!

Mig langar til að vita hvort það séu gefnar út með jöfnu millibili bækur eða heimildarit með upplýsingum og útskýringum um íslensk orð, uppruna þeirra og sögu. Eins og til dæmis orðið "stígvél"; hve gamalt er orðið, hver fann það upp og hvaðan kemur það - nýyrði? Eða orðið "tungl" - hver er uppruni þess orðs? Eða orðið "ást"; hve lengi hefur það fundist í íslenskunni og hver er uppruni þess og saga? Íslenskan er lifandi tungumál og þess vegna finnst mér að það ættu að finnast meiri lifandi heimildir svo sem bækur, rit, tölvuprógrömm og eða öpp þar sem ALLIR geta haft aðgang að til að auka fróðleik sinn, svala forvitni og til að hjálpa viðkomandi til dæmis við skriftir með meiru. Ég væri mjög þakklát ef þið gætuð svarað einhverju af því sem ég hef lagt fram.

Með fyrirfram þakklæti, Rakel H. Pétursdóttir Svíþjóð
...