Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver er helsta fæða laxa í hafinu?

Jón Már Halldórsson

Seiði atlantshafslaxins (Salmo salar) eru 2-4 ára þegar þau ganga í sjó. Í sjónum taka laxarnir út líkamsvöxt og þroskast en ganga síðan aftur upp í ár til að hrygna þegar þeir hafa náð kynþroska.

Laxinn heldur til í efstu lögum sjávar og veiðir þær tegundir sem þar er að finna. Aðallega eru það stærri tegundir dýrasvifs svo sem ljósáta og önnur krabbadýr, til dæmis marflær, og smáfiskar svo sem loðna, sandsíli og smásíld. En vissulega er það aðeins breytilegt á milli svæði og tímabila hvað laxinn étur helst, allt eftir því hvaða tegundir eru í boði hverju sinni á hverju svæði. Eins hefur stærð laxins áhrif á hvað hann étur en talið er að hámarksstærð bráðar sé í kringum 2-2,5% af heildarlengd laxins.

Ljósáta er meðal þess sem laxar éta helst.

Rannsóknir frá síðustu öld á hafsvæðum við Labrador við Kanada sýndu að meginuppistaða í fæðu laxa þar var síld, síli, lindýr af ýmsum tegundum, ljósáta og smokkfiskur. Rannsóknir frá 1970 sem gerðar voru á magainnihaldi 272 laxa sem veiddust á línu í Norðaustur-Atlantshafi sýndu að helsta fæða þeirra voru marflær og ljósáta. Sambærilegar rannsóknir við Færeyjar sýndu að laxinn leitaði mest í ljósátu, marflær, laxsíld og loðnu.

Rannsóknir sem norskir vistfræðingar framkvæmdu á níunda áratugnum á magainnihaldi laxa á grunnsævi við Þrændalög og hafsvæðinu undan Andense sýndi frábrugðna fæðusamsetningu. Við Þrændalög voru ljósáta og ýmsar tegundir marflóa meginuppistaðan í fæðunni en í dýpri sjó við Andenes var tegund sviflægs krabbadýrs sem nefnist á fræðimáli Benthosema glaciale og smokkfiskur af tegundinni Gonatus fabricii meginuppistaðan ásamt ýmsum tegundum af ljósátu.

Reknet voru talsvart notuð í sjávarútvegi undan ströndum Evrópu og Bretlandi hér áður fyrr og á níunda áratuginum gerðu breskir fiskifræðingar rannsókn á magainnihaldi laxa sem höfðu flækst í slík net undan ströndum Skotlands. Í maga þeirra var helst að finna sandsíli, síld, kolmunna, ljósátu, burstaorma og bristling.

Í rannsóknum sem gerðar voru um síðustu aldamót á fæðu ungra laxa í Norðaustur-Atlantshafi kom í ljós að tegundir eins og síli, síld, ljósáta og marflær voru mjög mikilvægar þótt einhver breytileiki væri á milli einstakra svæða sem skoðuð voru.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.4.2020

Spyrjandi

Páll Þórðarson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er helsta fæða laxa í hafinu?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2020. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78459.

Jón Már Halldórsson. (2020, 29. apríl). Hver er helsta fæða laxa í hafinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78459

Jón Már Halldórsson. „Hver er helsta fæða laxa í hafinu?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2020. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78459>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er helsta fæða laxa í hafinu?
Seiði atlantshafslaxins (Salmo salar) eru 2-4 ára þegar þau ganga í sjó. Í sjónum taka laxarnir út líkamsvöxt og þroskast en ganga síðan aftur upp í ár til að hrygna þegar þeir hafa náð kynþroska.

Laxinn heldur til í efstu lögum sjávar og veiðir þær tegundir sem þar er að finna. Aðallega eru það stærri tegundir dýrasvifs svo sem ljósáta og önnur krabbadýr, til dæmis marflær, og smáfiskar svo sem loðna, sandsíli og smásíld. En vissulega er það aðeins breytilegt á milli svæði og tímabila hvað laxinn étur helst, allt eftir því hvaða tegundir eru í boði hverju sinni á hverju svæði. Eins hefur stærð laxins áhrif á hvað hann étur en talið er að hámarksstærð bráðar sé í kringum 2-2,5% af heildarlengd laxins.

Ljósáta er meðal þess sem laxar éta helst.

Rannsóknir frá síðustu öld á hafsvæðum við Labrador við Kanada sýndu að meginuppistaða í fæðu laxa þar var síld, síli, lindýr af ýmsum tegundum, ljósáta og smokkfiskur. Rannsóknir frá 1970 sem gerðar voru á magainnihaldi 272 laxa sem veiddust á línu í Norðaustur-Atlantshafi sýndu að helsta fæða þeirra voru marflær og ljósáta. Sambærilegar rannsóknir við Færeyjar sýndu að laxinn leitaði mest í ljósátu, marflær, laxsíld og loðnu.

Rannsóknir sem norskir vistfræðingar framkvæmdu á níunda áratugnum á magainnihaldi laxa á grunnsævi við Þrændalög og hafsvæðinu undan Andense sýndi frábrugðna fæðusamsetningu. Við Þrændalög voru ljósáta og ýmsar tegundir marflóa meginuppistaðan í fæðunni en í dýpri sjó við Andenes var tegund sviflægs krabbadýrs sem nefnist á fræðimáli Benthosema glaciale og smokkfiskur af tegundinni Gonatus fabricii meginuppistaðan ásamt ýmsum tegundum af ljósátu.

Reknet voru talsvart notuð í sjávarútvegi undan ströndum Evrópu og Bretlandi hér áður fyrr og á níunda áratuginum gerðu breskir fiskifræðingar rannsókn á magainnihaldi laxa sem höfðu flækst í slík net undan ströndum Skotlands. Í maga þeirra var helst að finna sandsíli, síld, kolmunna, ljósátu, burstaorma og bristling.

Í rannsóknum sem gerðar voru um síðustu aldamót á fæðu ungra laxa í Norðaustur-Atlantshafi kom í ljós að tegundir eins og síli, síld, ljósáta og marflær voru mjög mikilvægar þótt einhver breytileiki væri á milli einstakra svæða sem skoðuð voru.

Heimildir og mynd:...