Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 47 svör fundust
Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör?
Engin augljós skýring er á því hvers vegna talað er um hnífapar þegar átt er við hníf og gaffal. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi um orðið úr ritinu Norðanfara þar sem vísað er í texta frá 1785. Þar stendur: „hnífapör mjög fánýt“ en engin skýring er á orðinu. Í ritinu Íslenzkir þjóðhættir eftir Jóna...
Háskólalestin með vísindaveislu á Vestfjörðum
Háskólalestin fór á norðanverða Vestfirði í maí 2017. Vísindaveisla var haldin á Suðureyri laugardaginn 20. maí og þar fengu gestir meðal annars að spreyta sig á ýmsum gátum og þrautum. Mæðgurnar Petra og Kristey voru þær einu sem náðu að leysa allar þrautirnar og óskar Vísindavefurinn þeim innilega til hamingju m...
Hvaða ályktanir um loftslagsbreytingar í tímans rás má draga af rannsóknum á jöklabreytingum á Íslandi?
Með kerfisbundinni kortlagningu á útbreiðslu, gerð og aldri jökulminja má afla gagna um jöklabreytingar í tímans rás. Þessi gögn má bera saman við aðrar upplýsingar sem varpa ljósi á umhverfisþróun, til dæmis gróðurfarssögu sem könnuð er með greiningu frjókorna og plöntuleifa úr vatna- og mýrarseti. Með slíkum sam...
Hvers vegna voru konur 20% fleiri en karlar í manntalinu 1703?
Þegar fyrst var tekið manntal á Íslandi, árið 1703, töldust karlar vera 22.867 en konur 27.491. Yfirfjöldi kvenna var þannig 4.624 eða rúmlega 20% af fjölda karla. Það merkti til dæmis að hefðu allir Íslendingar verið paraðir saman, karlar og konur, svo lengi sem karlarnir hrukku til, hefðu 4.624 konur orðið afgan...
Hvert leituðu norrænir ásatrúarmenn til lækninga? Hver var guð lækninga?
Svo virðist sem bæði konur og karlar hafi fengist við lækningar að fornu. Í Snorra-Eddu er sagt að gyðjan Eir sé „læknir bestur" og í fornsögum kemur víða fyrir að konur og karlar geri að sárum manna. Hildigunnur læknir er nefnd í Njálu, Hjalti Skeggjason læknar blástur í fæti Ingjalds frá Keldum í sömu sögu, Álfg...
Hver var æviferill Sturlu Þórðarsonar sagnameistara?
Sturla Þórðarson var fæddur á Ólafsmessu, 29. júlí, árið 1214. Faðir hans var höfðinginn Þórður Sturluson (1165-1237), en móðir hans hét Þóra og var frilla Þórðar. Er hún ekki ættfærð frekar, en vitað er að hún lést þegar Sturla var á barnsaldri, árið 1224. Þau Þórður áttu fleiri börn saman. Sturla og Ólafur, ...
Hvað er maurildi?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Guðný Pálsdóttir: Hvað er maurildi?Unnsteinn Guðmundsson: Maurildi, til hvaða dýrategunda flokkast þau og hver er ástæða fyrir ljósadýrðinni sem þau gefa frá sér? Skoruþörungurinn Noctilucascintillans. Smellið til aðsjá stærri mynd. Maurildi (e. phosphorescence) er ljós...
Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu?
Munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu er ekki mikill. Femínismi er margþætt hugtak sem getur meðal annars vísað til fræðigreinar, aðgerðarstefnu, stjórnmálastefnu, auk margs annars. Þó þessi svið haldist í hendur rúmast einnig innan þeirra ólíkar stefnur og ólík sjónarhorn. Einnig er rétt að hafa í huga að femí...
Hvar í sjónum við Ísland lifa marglyttur?
Um 200 tegundir af marglyttum (Scyphozoa) eru þekktar. Líkt og á við um flestar tegundir hveldýra finnast marglyttur aðallega í efstu lögum sjávar þar sem þær berast með hafstraumum. Þó eru dæmi um tegundir sem lifa í djúpsjónum. Sex tegundir marglytta finnast við Ísland. Þrjár þeirra á lifa á grunnslóð, það e...
Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum?
Í heild var spurningin svona: Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum, það er innihaldi þeirra, uppruna, aldri o.s.frv.? Handritafræði er sjálfstæð fræðigrein sem er stunduð víða um heim og á rætur í athugunum og hugmyndum þýskra fræðimanna um miðja 19. öld. Í fyrstu voru skriftareinke...
Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?
Elsta dæmið um orðið vísindaferð er, samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans, frá árinu 1884 en þá kom það fyrir í tímaritinu Suðra sem Gestur Pálsson ritstýrði. Þar kemur orðið vísindaferð fyrir í tilkynningu um rit Þorvaldar Thoroddsen Ferðir á suðurlandi sumarið 1883. Í Suðra segir að Þorvaldur sé orðinnsvo ku...
Hvernig myndaðist Lagarfljót?
Fljótsdalur er mestur dala austanlands en hann er kenndur við Lagarfljót sem rennur um dalinn. Lagarfljót er gríðarmikið vatnsfall og svo umfangsmikið að víðast hvar er erfitt að skynja hvort fljótið er vatnsfall eða stöðuvatn. Sumir hafa því lýst fljótinu sem nokkurs konar röð stöðuvatna sem vatnsfall liggur um. ...
Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?
Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...
Hvers vegna eru flestir sveitabæir á Íslandi hvítir með rauðu þaki?
Málun þaka í sterkum lit á húsum hér á landi tengist án vafa almennri notkun bárujárns sem þakefnis. Galvanhúðað, bárótt þakjárn (bárujárn) var fyrst sett á húsþök í Reykjavík á árunum 1874-76. Notkun þess sem klæðningar á þök og veggi timburhúsa varð þó ekki almenn fyrr en eftir 1880. Þessu annars hentuga þak...
Hvenær er talið að síðasta ísöld hefjist, og hófst hún á sama tíma um allan heim?
Í stuttu máli er svarið að tímatal jarðfræðinnar telur síðustu ísöld hefjast um allan heim fyrir um það bil 2,6 milljón árum síðan. Það er svolítið lengra mál að skýra hvers vegna jarðvísindamenn velja að draga mörkin þarna. Alþjóðlegu jarðvísindasamtökin (International Union of Geological Sciences, IUGS) voru...