Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7760 svör fundust
Hvaða efni er EPO?
EPO er skammstöfun á enska orðinu erythropoietin og hefur verið þýtt sem rauðkornavaki á íslensku. Það er hormón myndað í nýrum og berst frá þeim með blóðrás til blóðmergs (rauðs beinmergs) og örvar myndun rauðkorna. Myndun rauðkornavaka er háð súrefnismagni blóðs sem fer bæði eftir súrefnismagni andrúmslofts og f...
Hvernig er jafnræðisreglan?
Jafnræðisregluna er að finna í 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og hljómar svo:Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur...
Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum?
Fyrr á tímum voru mörgæsir mikið veiddar enda auðvelt að ná þeim þar sem þær eru hægfara á landi og forvitnar. Kjötið af þeim var nýtt til matar og sömuleiðis eggin. Fitan var brædd og flutt til Evrópu þar sem hún var meðal annars notuð við sútun á leðri og sem ljósgjafi. Skinn mörgæsanna var svo notað í hatta, ...
Hvernig eru þeir sem hljóta fálkaorðuna valdir?
Samkvæmt 3. grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu ræður nefnd fimm manna málefnum orðunnar. Samkvæmt forsetabréfinu hljóta menn orðuna fyrir einhverja sérstaka verðleika og geta misst hana ef þeir gerast sekir um misferli. Annað segir ekki um það hverjir eiga að fá fálkaorðu. Forseti Íslands kveður 4 me...
Hvað er langt á milli tunglmyrkva og sólmyrkva?
Stjörnuathugunarstöð bandaríska flotans (U.S. Naval Observatory) birtir hér töflur um nýlega og væntanlega sólmyrkva (solar eclipse) og tunglmyrkva (lunar eclipse). Þarna eru ekki eingöngu taldir almyrkvar (total eclipse) heldur líka hringmyrkvar (annular eclipse), deildarmyrkvar (partial eclipse) og hálfskuggamy...
Hvað er langt þangað til ísinn á Norðurpólnum bráðnar?
Í næstum 30 ár hafa vísindamenn notað myndir frá gervitunglum til þess að fylgjast með ísbreiðunni á Norðurpólnum og hvernig hún breytist á milli árstíða og ára. Ísbreiðan er minnst á haustin eftir bráðnun sumarsins. Í september 2007 mældist hún minni en nokkurn tíma áður, 4,1 milljón km2 og sló þar með fyrra ...
Hver fann upp litina?
Litirnir eru ekki uppfinning í sama skilningi og saumavélin eða ljósaperan. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru litir? verða litirnir til í "samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila." Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem...
Af hverju eru vísindamenn og læknar oft í hvítum sloppum?
Nákvæmlega hvenær og hvernig sú hefð komst á að vísindamenn, og þá sérstaklega þeir sem vinna á tilraunastofum, klæðist hvítum sloppum er ekki fullljóst en vissulega hefur slíkur klæðnaður ýmsa kosti. Hann ver annan fatnað fyrir efnum og óhreinindum og hann er eins konar einkennisbúningur eða stöðutákn sem aðgrei...
Við hvaða hæð eru mörk hálendis og láglendis miðuð og hvað er hálendið stór hluti Íslands?
Vafist hefur fyrir mönnum hvar mörk hálendisins lægju. Hafa sumir viljað miða við tiltekna hæð yfir sjó (oftast 200, 300 eða 400 m y.s), aðrir við byggðarmörk og enn aðrir við svokallaða „hálendisbrún“ sem er glögg, há og brött, víða um land. Munur er ekki alls staðar mikill á þessum mismunandi mörkum. Hálendin...
Ég er að klæða húsið mitt að utan en er í vandræðum vegna staraunga. Hvenær fara þeir úr hreiðrinu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru staraungar lengi í hreiðri? Er að fara klæða utan um húsið mitt og það er starahreiður í því, þarf helst að losna við það í gær! Starinn (Sturnus vulgaris) byrjar venjulega að verpa um mánaðamótin apríl/maí og tekur útungun eggja um 13 daga. Þá tekur við stíf vinna...
Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?
Ástæða þess að Íslendingar hættu að nota gömlu mánaðaheitin er sennilega fyrst og fremst hagkvæmni. Evrópuþjóðir sem landsmenn voru helst í samskiptum við notuðu gömlu rómversku mánaðaheitin, og þegar í upphafi 16. aldar var farið að gefa út almanök í Þýskalandi og Danmörku. Latneskættuðu mánaðaheitin (til dæmis j...
Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í stað glópera?
Sparperur nota mun minni orku til að gefa svipað ljósmagn og glóperur. Þannig er til dæmis 11W sparpera ígildi 60W glóperu, munurinn er því 49W. Lýsing er hinsvegar fjölbreytt og erfitt að segja hversu margar glóperur eru í notkun á Íslandi. Til þess að fá einhverja hugmynd um orkusparnaðinn sem mögulega væri...
Hvað er serótónínheilkenni og hverjar eru orsakir þess?
Serótónín er taugaboðefni í heila. Serótónínheilkenni er lífshættulegt ástand í líkamanum sem stafar af of miklu serótóníni. Þetta ástand kemur oftast fram þegar tvö lyf eru tekin samtímis sem örva losun serótóníns eða hamla endurupptöku þess. Dæmi um slíka lyfjatöku er þegar samtímis er tekið svokallað triptanlyf...
Hvað merkir orðið jafndægur?
Með orðinu jafndægur er átt við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægrishringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Notuð eru orðin og orðasamböndin vorjafndægur, vorjafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori og eru þau á tímabilinu frá 19.-21. mars en haust...
Hæ Vísindavefur, getum við klárað allar íslenskar kennitölur?
Svarið við þessari spurningu er nei. Kennitölurnar klárast ekki, nema fæðingar á Íslandi verða fleiri en 79 á dag. Kennitala er 10 stafa tala. Fyrstu sex tölurnar eru búnar til úr fæðingardeginum, það er dagur, mánuður og ár (stytt í tvo tölustafi.) Næst kemur raðtala sem er tveir tölustafir, úthlutað frá og me...