Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8689 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Atlantshafshryggurinn langur?

Atlantshafshryggurinn er hluti af miðhafshryggjakerfinu sem er um 75.000 km langt og hlykkjast um alla jörðina. Það mun vera stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar. Hryggirnir rísa yfirleitt nokkur þúsund metra yfir djúphafssléttuna og sums staðar ná eldfjöll á hryggnum upp úr sjó eða jafnvel hrygg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til norðurljós?

Það er ekki hægt að búa til norðurljós sem hægt er að sjá á himninum. Hins vegar hafa vísindamenn prófað sig áfram á rannsóknarstofum við að mynda eins konar norðurljós á lítilli kúlu. Fræg er tilraun Norðmannsins Kristian Birkelands sem beindi rafeindastraumi að segulmagnaðri kúlu í lofttæmdum klefa. Rafeindirnar...

category-iconHugvísindi

Ef gift kona skilur við manninn sinn, verður hún þá aftur fröken?

Sá siður að ávarpa ógifta konu fröken er mjög á undanhaldi en hér áður fyrr var ávarpið talsvert algengt. Skólastýra Kvennaskólans í Reykjavík fyrir og um miðja 20. öld var til dæmis ávallt ávörpuð fröken Ragnheiður af nemendum og flestum samkennurum. Þegar kona gifti sig varð hún frú og hélt þeim titli þótt hún s...

category-iconHugvísindi

Hvernig troða menn marvaða og hvaðan er það orðasamband komið?

Marvaði er sérstakur fótaburður í vatni. Menn eru nánast í lóðréttri stöðu en hreyfa fæturna fram og aftur til að halda sér á floti. Margur maðurinn hefur bjargað sér frá drukknun með því að troða marvaða. Hermenn að troða marvaða. Orðið er samsett úr mar ‘sjór’ og vaði af sögninni að vaða ‘ösla í vatni’. Elstu ...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir spilið bridds þessu nafni?

Uppruni orðsins bridds (bridge) er ekki fullljós. Helst er giskað á að spilið hafi orðið til í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem einhver afbrigði þess hafa þekkst lengi í Austurlöndum nær. Nafnið hefur helst verið tengt rússneska orðinu birič, biruč, ‘sá sem lætur vita, hrópar eitthvað upp’. Það...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er þyngdaraflið svona skrýtið á tunglinu?

Þyngdarkrafturinn á tungluni er ekkert skrýtnari eða öðruvísi en annars staðar. Á tunglinu verkar alveg sami þyngdarkraftur og á jörðinni en eini munurinn er sá að þyngdarkrafturinn á tiltekinn hlut á tunglinu er miklu minni en á sama hlut á jörðinni og hluturinn virðist því léttari þar en við yfirborð jarðar. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég veit hvað ófreskja er, en hvað er þá freskja?

Orðið ófreskja merkir í nútímamáli ‛skrímsli, óvættur’ en hafði í fornu máli einnig merkinguna ‛skyggnigáfa’. Nafnorðið ófreski merkir ‛skyggni, skyggnigáfa‛ og lýsingarorðið ófreskur ‛skyggn, sá sem sér það sem öðrum er hulið’. Lýsingarorðið freskur merkir þá ‛óskyggn’. Ekki...

category-iconJarðvísindi

Hvað er móhella?

Sennilega er orðið móhella ekki nákvæmlega skilgreint, en samkvæmt Þorleifi Einarssyni (bls. 190, Myndun og mótun lands. Jarðfræði. Mál og menning, 1991) er móhella lagskiptur harðnaður foksandur sem myndast hefur snemma á nútíma, skömmu eftir ísaldarlok. Slíkar foksandsmyndanir kallast löss í útlöndum, en eru að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til sérstakar biðilsbuxur, hvaðan kemur orðasambandið 'að vera á biðilsbuxunum'?

Orðasambandið að vera á biðilsbuxunum ‛hugsa til að biðja sér stúlku’ er þekkt í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Það er einnig notað í yfirfærðri merkingu um að leita til einhvers um aðstoð, oft með uppgerðar elskusemi. Einnig þekkist að vera kominn í biðilsbuxurnar. Líklegast hafa me...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða tólfum kasta menn, hvernig er það gert og við hvað er átt?

Orðasambandið að kasta tólfunum er notað um eitthvað sem keyrir úr hófi. Það er þekkt að minnsta kosti frá 18. öld samkvæmt heimildasafni Orðabókar Háskólans. Yngra er sambandið að slá tólfunum í sömu merkingu en það er kunnugt frá 19. öld. Líkingin er sennilegast komin frá teningaspili þar sem notaðir eru tveir t...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er rekill eða driver í tölvum og hvaða hlutverki gegnir hann?

Rekill (e. driver) sér um samskipti við vélbúnað í tölvum. Allur vélbúnaður sem er tengdur við tölvuna þarf á rekli að halda svo hægt sé að nota hann. Allur vélbúnaður sem er tengdur við tölvuna þarf á rekli að halda. Fjölmargir reklar eru til staðar í stýrikerfi tölvunnar. Þegar nýr hlutur er tengdur við tölvu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að skrifa bleia eða bleyja? Hvaðan er orðið komið?

Samkvæmt Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út 2006, er jafn rétt að skrifa bleia og bleyja. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:63) er orðið skrifað bleia þar sem það er tökuorð úr dönsku ble og ekkert styður sérstaklega rithátt með -y-. Jafn rétt er að skrifa bleia og bleyja. Ák...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég rakst á orðið hjartlendi í texta fyrir skömmu. Ég þekki ekki þetta orð og langar að vita hvað það merkir.

Orðið hjartlendi virðist nýleg tökumyndun í íslensku og er fyrirmyndin orðið heartland í ensku. Fyrri liðurinn í ensku heart merkir ‛hjarta’ og samsetta orðið ‛kjarni lands eða byggðar, mikilvægt landsvæði’. Íslenska orðið er myndað á sama hátt. Það er enn það ungt í málinu að það finnst ekki í Íslensk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða basta er átt við í punktur og basta og hver er uppruni orðasambandsins?

Orðasambandið er fengið að láni úr dönsku punktum og basta. Punktum „punktur“ er úr latínu og basta er ítölsk upphrópun „nú er nóg komið!“ af sögninni bastare „nægja“. „Nú er nóg komið!“ hugsar þessi eflaust þegar bíllinn fór ekki í gegnum skoðun. Elsta myndin í íslensku punktum og basta er frá síðari hluta 1...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið mæra og í hvaða merkingu er það notað hér á landi?

Orðið mæra getur verið nafnorð og sögn. Ef það er notað sem nafnorð er merkingin ‛ögn, smá biti af einhverju’, til dæmis um sælgætismola, ávaxtabita eða þess háttar en einnig um smákekki í ystri mjólk. Heimildir um nafnorðið eru til allt frá 18. öld. Nafnorðið mæra merkir lítill biti af einhverju, til dæ...

Fleiri niðurstöður