Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4621 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað liggur til grundvallar nýyrðinu flaumrænn sem þýðingu á analogue?

Orðið flaumrænn er tiltölulega nýtt orð í málinu en er að minnsta kosti notað í eðlisfræði og tölvufræði. Í nýrri útgáfu Eddu á Íslenskri orðabók (2002:349) er merkingin sögð: „sem breytist og fær gildi á aflíðandi hátt en ekki í þrepum, t.d. rafspenna og ljósmyndafilma”. Í Tölvuorðasafni frá 1998 (Íslensk málnefn...

category-iconLæknisfræði

Eru góðkynja heilaæxli krabbamein?

Ef æxli er kallað góðkynja felst í því að það sýni ekki af sér þá afbrigðilegu hegðun sem einkennir illkynja frumur, það er að ryðjast inn í heilbrigðan vef og æðar og mynda meinvörp. Frumurnar í góðkynja æxlum halda nokkurn veginn eðlilegu útliti þótt þær hafi fjölgað sér óeðlilega. Góðkynja heilaæxli telst þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Ég hef séð á mörgum kortum af landinu að Langjökull er nefndur Baldjökull. Hvenær og af hverju átti þessi nafnabreyting sér stað? Nafnmyndin Baldjökull er eldra nafn á Eiríksjökli eða norðvesturhluta Langjökuls og er upphaflega nafnmyndin Balljökull (nefndur til dæmis í Harða...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur?

Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður en algengast er að þetta stafi af því að það sé of heitt á yfirborði reikistjörnunnar eða plánetunnar. Hiti í gasi eða lofti er í rauninni hreyfing sameindanna. Ef hitinn er mikill getur hreyfingin orðið svo ör að allar sameindirnar losna einfaldlega frá yfirborði hnattarins og...

category-iconLífvísindi: almennt

Mörg tré fella laufblöð sem eru á endum greinanna síðast. Hvernig stendur á þessu?

Felling laufblaða er einkum stjórnað af samspili tveggja plöntuhormóna, áxíni og absisínsýru. Absisínsýran veldur því að laufblöðin falla. Áxín er hins vegar framleitt í lifandi laufblöðum og svo lengi sem styrkur þess er tiltölulega hár kemur það í veg fyrir að absisínsýra vinni sitt verk. Áxínstyrkur ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt að maður sé örvhentur en ekki bara vinstrihentur?

Við viljum gefa öllum hlutum einhver nöfn en oft getur verið erfitt að segja til um, af hverju hluturinn hafi þetta heiti en ekki hitt. Við gætum til dæmis spurt hér á móti, af hverju spyrjandinn stingi upp á heitinu 'vinstrihentur' en ekki einhverju enn öðru. Þeir sem nota heldur hægri höndina eru kallaðir rétthe...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju er verðbólga og hvað er verðbólga?

Við getum skýrt verðbólgu út svona: Ef ísinn sem við kaupum í ísbúðinni í dag kostar 500 krónur, en sams konar ís kostaði 250 krónur í gær og aðrar vörur hækka einnig, þá er verðbólga. Orðið skýrir sig að einhverju leyti sjálft, verðið á hlutum sem við kaupum með peningunum bólgnar. Gylfi Magnússon skrifar ágæt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaðan koma hvítu blettirnir á nöglunum?

Hvítir blettir á nöglum eru kalkútfellingar í nöglinni sem gefa til kynna að naglmassinn hafi orðið fyrir einhverju hnjaski þegar nöglin var að myndast. Eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru neglur?, myndast neglur þegar yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita legsteinar þessu nafni?

Legsteinar í japönskum grafreit í Broome í Ástralíu. Orðið leg hefur fleiri en eina merkingu en ein þeirra er 'staður sem eitthvað liggur á eða í'. Talað er um að menn fái leg í kirkjugarði þegar þeir eru grafnir, það er stað þar sem þeir eru lagðir til hvílu. Við þann stað er oft legsteinn, minningarsteinn þar ...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir spilið bridds þessu nafni?

Uppruni orðsins bridds (bridge) er ekki fullljós. Helst er giskað á að spilið hafi orðið til í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem einhver afbrigði þess hafa þekkst lengi í Austurlöndum nær. Nafnið hefur helst verið tengt rússneska orðinu birič, biruč, ‘sá sem lætur vita, hrópar eitthvað upp’. Það...

category-iconJarðvísindi

Hvað er móhella?

Sennilega er orðið móhella ekki nákvæmlega skilgreint, en samkvæmt Þorleifi Einarssyni (bls. 190, Myndun og mótun lands. Jarðfræði. Mál og menning, 1991) er móhella lagskiptur harðnaður foksandur sem myndast hefur snemma á nútíma, skömmu eftir ísaldarlok. Slíkar foksandsmyndanir kallast löss í útlöndum, en eru að ...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er orðatiltækið „að fara fyrir ofan garð og neðan“ komið og hvað þýðir það?

Orðið garður í orðasambandinu að fara fyrir ofan garð og neðan er notað um hleðslu í kringum tún. Í eldra máli var garður einnig notað um stórbýli í sveit. Orðasambandið þekkist í málinu frá því á 19. öld og í elstu dæmum í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er fleirtalan algengari, það er fyrir ofan garða og neðan. ...

category-iconHugvísindi

Hvernig er hægt "að verða fyrir barðinu á einhverjum" og hvaðan kemur það orðatiltæki?

Orðatiltækið að ‘verða fyrir barðinu á einhverjum’ virðist ekki gamalt í málinu ef marka má söfn Orðabókar Háskólans. Elstu dæmi eru frá fyrri hluta 20. aldar og er merkingin ‘verða fyrir reiði einhvers, fá að kenna á kröftum einhvers’. Orðið barð hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra, sem þekktist þegar í...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um nornirnar þrjár sem spá fyrir um framtíðina í grískri goðafræði?

Hér er líklegast átt við örlaganornirnar þrjár, sem Grikkir nefndu moirai en gríska orðið moira þýðir hlutskipti. Á myndinni hér til hliðar sjást þær á refli frá 16. öld. Örlaganornirnar vissu og réðu hlutskiptum manna allt frá fæðingu. Þær hétu Klóþó, Lakkesis og Atropos. Klóþó er „sú sem spinnur“ en hún var tali...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er kýfingur sem kemur fyrir í samsetta orðinu auðkýfingur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur „kýfingur“ úr orðinu „auð-kýfingur“ og hvað þýðir það? Orðið -kýfingur er dregið af sögninni kýfa ‘setja kúf á, hrúga niður’. Sem ópersónuleg sögn er hún til dæmis notuð í sambandinu það kýfir niður snjó ‘það snjóar mikið’. Hér hefur kýft niður snjó. ...

Fleiri niðurstöður