Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7761 svör fundust
Hvað er talnalæsi?
Talnalæsi er glöggskyggni á tölur sem koma fyrir í hversdagslegu lífi og færni í meðferð talna. Talnalæsi er ekki háð því að hafa lært mjög mikið í stærðfræði heldur að hafa sjálfstraust til að nýta kunnáttuna vel. Talnalæsi kemur meðal annars við sögu í meðferð fjármuna, og mælingu á tíma, lengd, fjarlægð, rými o...
Hver hefur mesta valdið í lýðræði?
Þetta er mjög viðamikil spurning sem best er að svara í nokkrum skrefum. Fyrst er það að segja að lýðræði er stjórnarform sem hvílir á þeirri sannfæringu að valdið til að stjórna ríkinu eigi uppruna sinn hjá almenningi. Það þýðir þó ekki að almenningur fari með stjórn landsins frá degi til dags. Þess í stað veita ...
Hvaða þættir stýra launamun á Íslandi?
Hugtakið launamunur kemur fyrir í samanburði milli einstaklinga, hópa, starfa, atvinnugreina og stéttarfélaga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Kjaratölfræðinefnd[1] vinnur með fjögur grunnhugtök: Grunnlaun, regluleg laun, regluleg heildarlaun og heildarlaun. Auk þess er Kjaratölfræðinefnd nýlega farin að halda sérstakl...
Á hve marga vegu er hægt að velja fimm manna stjórn úr átján manna hópi ef tveir þeirra gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir?
Mennina tvo, sem gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir, skulum við kalla Jón og Hannes. Þá getum við skipt öllum mögulegum stjórnum í tvo flokka: Stjórnir sem hafa hvorki Jón né Hannes. Stjórnir sem hafa bæði Jón og Hannes. Einfalt mál er að finna fjölda stjórna sem tilheyra hvorum flokki fyrir sig, sv...
Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?
Skjaldkirtillinn getur stækkað ef hann starfar of mikið en einnig ef hann starfar of lítið. Einnig er til skjaldkirtilsstækkun án þess að starfsemi kirtilsins sé óeðlileg og er það til dæmis nokkuð algengt hjá fólki sem á heima fjarri sjó og skortir þess vegna joð. Við getum ekki án skjaldkirtilsins verið, þannig ...
Af hverju er bókum yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar?
Fyrirspurnin um hvers vegna bókum sé yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar kemur frá ungum lesanda sem greinilega hefur ræktað með sér bókfræðilegan áhuga og veltir vöngum yfir tilverunni. Þótt fyrirspurnin sjálf kunni að virðast einföld er þó ekki hægt að svara henni með einni setningu. Til þe...
Hvað er skammdegisþunglyndi og hvað veldur því?
Þegar geðslag fólks versnar til muna á vissum árstímum getur verið um árstíðarbundið þunglyndi að ræða. Undir árstíðarbundið þunglyndi fellur skammdegisþunglyndi og sumarþunglyndi. Hér verður einkum fjallað um skammdegisþunglyndi. Skammdegisþunglyndi er árstíðarbundin andleg vanlíðan (mood disorder) sem hefst ...
Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?
Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...
Hvernig er lesblinda greind?
Upphaflega spurningin var svohljóðandi: Hvernig er lesblinda greind? Hvenær var byrjað að greina lesblindu hér á Íslandi? Og hve gömul eru börn þegar það er hægt að greina þau? Fjöldi lesblindra eða lesraskaðra nemenda er mjög á reiki. Nýlegar rannsóknir frá Bandaríkjunum benda til þess að helstu ástæðu þess sé ...
Hvers vegna sofum við?
Aðrir spyrjendur eru: Ásgeir Ingvarsson, Heiðrún Lilja, Ragnar Sigurmundsson, Auður Arna Sigurðardóttir, f. 1996, Jón Þór, Gunnlaugur Sverrisson, Lára, Hrafn Ásgeirsson og Karvel Arnarsson. Ein leið til að kanna gagnsemi svefns er að athuga hvað gerist þegar sofið er of lítið. Svefnleysi hefur óæskileg áhrif á...
Getur hárið orðið grátt ef maður verður fyrir skelfilegu áfalli?
Margar sögur eru til af því að fólk hafi gránað snögglega í kjölfar áfalls en þetta hefur ekki verið staðfest með vísindalegum rannsóknum. Eins segja foreldrar oft að óþekkir krakkar séu að gera þá gráhærða. Undir eðlilegum kringumstæðum er grátt hár þó hvorki tengt áföllum né óþekkum börnum heldur afleiðing öldru...
Er virkilega hægt að poppa maísbaun með því að láta farsíma hringja umhverfis baunina, eins og sýnt er á myndböndum á Netinu?
Stutta svarið við spurningunni er nei. Myndböndin eru falsanir sem ýmist eru gerðar með klippingu og límingu eða að kröftugum örbylgjusendi er komið fyrir undir borðplötunni fyrir neðan baunina. Við vekjum athygli þeirra sem horfa á þessi myndbönd á gólfsíða borðdúknum sem einkennir flest þeirra. Í öllum þes...
Hvað er vetnisperoxíð, í hvað er það helst notað og hvar er hægt að nálgast það?
Vetnisperoxíð (H2O2) er myndað úr einni peroxíðsameind (O22-) og tveimur vetnisatómum (sjá mynd). Mynd 1. Vetnisperoxíð er myndað úr einni peroxíðsameind og tveimur vetnisatómum. Vetnisperoxíð er þykkur litlaus vökvi sem leysist vel upp í vatni vegna þess hversu skautuð sameindin er. Það flokkast sem veik sý...
Hvaða stjörnur mynda stjörnumerkið Meyju og hvar sést það á himninum?
Meyjan er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Meyjan er næststærsta stjörnumerkið á eftir Vatnaskrímslinu. Hún sést lágt á lofti á vorhimninum. Meyjan liggur umhverfs miðbaug himins og markast af stjörnumerkjunum Ljóninu og Bikarnum í vestri, Bereníkuhaddi og Hjarðmanninum í norðri, Höggorm...
Hvernig lítur stjörnumerkið Tvíburarnir út?
Tvíburarnir eru eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Merkið er áberandi því björtustu stjörnurnar, Kastor og Pollux, eru í hópi 50 skærustu stjarna á næturhimninum. Tvíburamerkið er nokkuð stórt um sig þótt stutt sé á milli tveggja björtustu stjarnanna og lendir það í 17. sæti þegar stjörnumerkj...