Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2439 svör fundust
Hvernig var tónlist stríðsáranna?
Með stríðsárunum er yfirleitt átt við tíma seinni heimsstyrjaldarinnar, eða árin milli 1939-1945. Í Bandaríkjunum var danstónlist þessara ára mjög tengd djassi. Stórsveitir með áberandi blásturshljóðfærum voru geysivinsælar og þar voru menn eins og Duke Ellington (1899-1974), Count Basie (1904-1984) og Glenn Mille...
Hvað er það sem helst tefur fyrir því að vetni og aðrir "hreinir" orkugjafar leysi olíuna af hólmi?
Það er samspil ýmissa þátta sem helst ,,tefja” fyrir því að vetnisrík sambönd geti að fullu tekið við af olíu sem eldsneyti í heiminum. Það sem þeir eiga helst sameiginlegt er að lögð er ofuráhersla á að nýta sem allra best þá gríðarmiklu möguleika sem felast í vetni sem hreinum orkubera (eldsneyti). Slíkt krefst ...
Getur hárið orðið grátt ef maður verður fyrir skelfilegu áfalli?
Margar sögur eru til af því að fólk hafi gránað snögglega í kjölfar áfalls en þetta hefur ekki verið staðfest með vísindalegum rannsóknum. Eins segja foreldrar oft að óþekkir krakkar séu að gera þá gráhærða. Undir eðlilegum kringumstæðum er grátt hár þó hvorki tengt áföllum né óþekkum börnum heldur afleiðing öldru...
Geta kjósendur gefið þingmönnum bindandi fyrirmæli?
Í 48. grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína og ekki við neinar reglur frá kjósendum sínum. Af þeim sökum getur hvorki ríkisstjórn né aðrir handhafar framkvæmdarvalds gefið þingmönnum bindandi fyrirmæli um hvernig þeir skuli haga störfum sínum. Þingmenn er...
Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?
Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur; tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar, efni notuð við vinnslu plöntunnar og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns. Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna enda hafa margar rannsóknir sýnt f...
Hvað er til af efni um og eftir heimspekinginn Senecu sem var kennari og ráðgjafi Nerós Rómakeisara?
Rómverski heimspekingurinn Lucius Annaeus Seneca, stundum nefndur Seneca yngri til aðgreiningar frá föður sínum Senecu eldri, fæddist árið 4 f.Kr. í Corduba á Spáni. Hann var af auðugum ættum, gekk í skóla í Róm og hlaut menntun í mælskufræði, heimspeki og lögfræði. Hann hóf feril í stjórnmálum, kleif metorðastiga...
Hvað er salmonella?
Salmonella er baktería með yfir 2000 afbrigði (sermisgerðir). Algengastar hér á landi eru S. Enteritidis og S. Typhimurium og er uppruni smits oftast af erlendum toga. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í eggjum (rjómabollufaraldurinn) og árið 2000, þegar S...
Hvað getur þú sagt mér um Abraham Lincoln og af hverju var hann svona frægur?
Abraham Lincoln fæddist 12. febrúar 1809 í litlum kofa í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum. Hann var sonur hjónanna Nancy og Thomas Lincoln. Níu ára gamall missti hann móður sína en eignaðist fljótlega stjúpmóður sem hann tók miklu ástfóstri við. Á uppvaxtarárum sínum hlaut Lincoln litla formlega menntun; samtals ...
Hvað er ristill lengi að ganga yfir?
Ristill (Herpes zoster) eru sársaukafullar smáblöðrur af völdum hlaupabólu-ristilveiru (Varicella zoster veiru). Um er að ræða endurvakningu á hlaupabóluveirunni, venjulega mörgum árum eftir upprunalegu sýkinguna. Ristill er smitandi og getur valdið hlaupabólu í þeim einstaklingum, sem ekki hafa fengið hlaupab...
Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur?
Vissulega geta regnskógar vaxið aftur en það eru þó mörg vandamál fyrir hendi. Þó að regnskógar séu mjög frjósamir og hafi mikinn líffræðilegan fjölbreytileika, þá er jarðvegur þeirra einungis frjósamur í efstu 5 sentimetrunum. Eftir að skógurinn er ruddur helst frjósemin ekki lengi í jarðveginum sem skolast burtu...
Getið þið sagt mér frá eitruðu sprettköngulónni og af hverju éta kvendýr hennar karlana eftir mökun?
Sprettkönguló (Latrodectus hasselti, e. redback spider) er baneitruð könguló af ættkvíslinni Latrodectus, en til þeirrar ættkvíslar telst líka hin alræmda svarta ekkja (Latrodectus mactans). Sprettköngulóin er einlend í Ástralíu en berst stundum með matvælum sem flutt eru þaðan til annarra landa. Sprettköngulói...
Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?
Fílamaðurinn hét réttu nafni Joseph Carey Merrick og fæddist árið 1862 í Leicester á Englandi. Sem ungbarn sýndi hann ekki merki um neitt óeðlilegt en á fyrstu árum ævinnar fór að bera á afmyndun sem jókst eftir því sem hann varð eldri. Afmyndunin var mikill ofvöxtur í húð þannig að holdið myndaði nánast fellingar...
Er til lyf við bólusótt?
Nei, ekkert þekkt lyf er til við bólusótt annað en tafarlaus bólusetning. Engu að síður hafa veirulyfjameðferðir verið notaðar og lyfjarannsóknir hafa gefið til kynna að veirulyfið Cidofovir gæti gefið góða raun.1 Bóluefni er gefið innan fjögurra daga eftir smitun og áður en útbrot koma fram. Bóluefnið kemur í veg...
Eru Íranar í alvörunni búnir að smíða tímavél?
Nei, Íranar hafa ekki smíðað tímavél en sagt er frá því í ýmsum fréttamiðlum að Íraninn Ali Razeghi hafi nýlega búið til eins konar spádómsvél. Fram kemur í fréttunum að Razeghi sé vísindamaður í Íran, hann stundi einnig viðskipti og sé uppfinningamaður. Vísindavefurinn hefur ekki fundið heimildir um menntun Ra...
Hver var fyrsti rithöfundurinn í heiminum og hvers konar rit skrifaði hann?
Fyrsti nafngreindi rithöfundur sögunnar var akkadíska hofgyðjan Enheduanna. Hún var uppi í kringum 2300 f.Kr. Enheduanna er ekki eiginlegt nafn heldur titill. Lausleg þýðing hans er „hin æðsta hofgyðja, skrautmunur guðsins An“ og fékk hún nafnið þegar hún var gerð að hofgyðju. Enheduanna var dóttir Sargonar fy...