Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8689 svör fundust
Er hægt að komast að því hvort maður hafi hraðar eða hægar vöðvafrumur og hvernig er farið að því?
Í stuttu máli er svarið já, það er hægt að komast að því hvort maður hafi hraðar eða hægar vöðvafrumur. Til þess að finna út úr því þarf að taka vöðvasýni á stærð við strokleður á blýanti úr einum eða fleiri vöðvum. Sýnið er svo greint á rannsóknarstofu og að því loknu er hægt að reikna út hlutfall hraðra og hæ...
Hver er tala Grahams?
Tala Grahams er efra mark á stærð lausnar á ákveðnu vandamáli í Ramsey-fræði. Sú fræði heitir eftir stofnanda sínum, Frank P. Ramsey (1903 - 1930), og leitast við að svara spurningum um hversu marga hluti við þurfum að hafa til að fá ákveðna reglu eða byggingu í heildarsafn þeirra. Sem einfalt dæmi um vandamál í R...
Af hverju myndast hvítar rákir á eftir þotum og geta þessar rákir haft áhrif á veðurfar?
Flugslóðar eru þunn ísský sem myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast við umliggjandi loftið og úr verður loftblanda sem er mettuð. Flugslóði, öðru nafni kotra, myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast lofti sem er kalt og ómettað. Flugslóðar myndast því á svipaðan hátt og f...
Hvað éta krossfiskar?
Hér er einnig svarað spurningunum:Eru krossfiskar fiskar? Hvað borða þeir? Hvar er munnurinn á þeim? Þrátt fyrir heitið eru krossfiskar (Asteroidea) ekki fiskar heldur tilheyra þeir fylkingu skrápdýra (Echinodermata). Innan þeirrar fylkingar eru meðal annars ígulker (Echinoidea), slöngustjörnur (Ophiuroidea) og...
Hvað eru gammablossar og hvernig myndast þeir?
Gammablossar nefnast hrinur háorku rafsegulgeislunar sem berast til jarðar utan úr geimnum að jafnaði einu sinni á sólarhring. Hver hrina er skammlíf og getur varað allt frá sekúndubrotum og upp í allmargar mínútur. Nú er almennt talið að flestir gammablossar verði þegar massamikil sólstjarna endar ævi sína. Ti...
Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?
Það er ekki svo að líkami karlmanna geti bara myndað tiltekið magn af sæði yfir ævina. Ef allt er eðlilegt heldur framleiðslan áfram alla ævi, sama hversu mikið ,,af er tekið” þó vissulega dragi úr henni þegar aldurinn færist yfir. Sæði er myndað í æxlunarkerfi karls þegar kynþroska er náð. Sæði inniheldur sáðf...
Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?
Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augn...
Hvað er ennisholubólga og er hún læknanleg?
Ennisholubólga er bólga í ennisholum sem stafar af veiru-, bakteríu- eða sveppasýkingu. Ennisholur eru loftfyllt rými í höfuðkúpunni. Þær eru klæddar slímhúð. Auk hola bak við ennið eru sambærilegar holur fyrir aftan nefbein, kinnbein og augu. Heilbrigðar holur eru lausar við sýkla, loft streymir um þær og slím...
Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?
Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...
Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?
Sæl, nemendur í Hólabrekkuskóla. Langlífi hefur löngum heillað mannfólkið og þá einkum ástæður þess. Hægt er að lesa meira um það í svarinu Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá? Þegar þetta er skrifað er bandaríska konan Besse Cooper elsta nú...
Hvaðan er lakkrís upprunninn?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Mig hefur lengi langað til þess að vita hvernig lakkrís er framleiddur. Hvernig er lakkrís framleiddur og úr hvaða hráefnum? Hvernig og úr hverju er lakkrís unninn og getur hann verið hollur fyrir mann? Ef hér er átt við sælgætið lakkrís þá dregur það nafn s...
Á hvað trúa Mongólar?
Um 39% Mongóla sem náð hafa 15 ára aldri eru trúlausir samkvæmt manntali frá árinu 2010. Búddismi er hins vegar þau trúarbrögð sem flestir aðhyllast, eða 53% landsmanna. Af öðrum trúarbrögðum kemur íslam næst en um 3% þeirra sem náð hafa 15 ára aldri teljast til múslima, 2,9% hallast að sjamanisma, 2,1% eru krist...
Hvað er hyski?
Þótt orðið fjölskylda sé vel þekkt í fornu máli hefur það ekki þar þá merkingu sem nú er algengust, það er `foreldrar og börn þeirra; húsráðendur og afkomendur þeirra o.fl.' heldur var hin forna merking einkum `annir, margvísleg störf.' En hvaða orð var notað um fjölskyldu? Hér er þess að gæta að hið forna ísl...
Af hverju er Rauðisandur rauður?
Rauðasandur, sem einnig er nefndur Rauðisandur í nefnifalli, er sunnarlega á Vestfjarðarkjálka, fyrir austan Látrabjarg. Það er einföld skýring á litnum á Rauðasandi. Sandurinn fær lit sinn af skeljum hörpudisks (Chlamys islandica). Liturinn á Rauðasandi sést vel á þessari mynd. © Mats Wibe Lund. Hörpudiskur...
Hversu margar tegundir af tígrisdýrum hafa verið til og hverjar eru útdauðar?
Það hefur aðeins ein tegund tígrisdýra komið fram í þróunarsögunni, tegund sem á fræðimáli kallast Panthera tigris og við köllum einfaldlega tígrisdýr. Tegundinni hefur hins vegar verið skipt í deilitegundir eða undirtegundir en það er stundum gert þegar mikill breytileiki er í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund...