Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum?

Ef spyrjandinn er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og hefur séð lítil rauð kvikindi sem oft skríða á húsveggjum og inni í húsum þá er hér um að ræða áttfætlumaur (latína Acarina) sem kallast veggjamítill á íslensku en Bryobia praetiosa á latínu. Veggjamítlar nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum í þær og...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir orðið penta í grísku?

Því er fljótsvarað: penta, eða pente, þýðir "fimm"! Þetta er eitt af töluorðunum í forngrísku, en frumtölurnar og raðtölurnar upp að tíu eru sem hér segir: FRUMTÖLURRAÐTÖLURkk./öll kynkvk.hk.1eismiaenprótos2duodeuteros3treistreistriatritos4tessarestessarestessaratetartos5pentepemptos6hexhektos7heptahebdomos8okt...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er rétt og hvað er rangt í máli?

Rétt íslenskt mál er málnotkun sem samræmist (einhverri) íslenskri málvenju en rangt íslenskt mál samrýmist engri íslenskri málvenju. Rangt mál, til dæmis setningin "Páll eldaði fiskurinn", getur hvergi talist æskilegt en ekki er þar með sagt að rétt mál (í þessum skilningi) eigi sjálfkrafa rétt á sér við allar að...

category-iconNæringarfræði

Er hert jurtaolía jafnslæm fyrir æðakerfið og harðar dýrafitur?

Erfitt er að segja til um hvort ein tegund af fitu sé verri fyrir líkamann en önnur. Hert jurtaolía líkist að mörgu leyti dýrafitu sem kallast mettuð fita. Sérfræðingar hafa lengi vitað að mettaðar fitur geta haft skaðleg áhrif á æðakerfið en nú hefur komið í ljós að hættuleg fituefni geta einnig myndast þegar jur...

category-iconHugvísindi

Komu tunglfarar á vegum NASA til Íslands til æfinga áður en þeir héldu til tunglsins?

Í Öldinni okkar sem Gils Guðmundsson og Björn Vignir Sigurpálsson tóku saman segir frá því að sumarið 1965 hafi bandarísk geimfaraefni komið til Íslands og verið við rannsóknir við Öskju. Geimfaraefnin voru tíu talsins og dvöldust hér á landi í nokkra daga ásamt fulltrúum frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er fyrri hluti máltækisins "...sem Krukkur spáði" og hvað merkir það?

Máltækið er: Kemur að því er Krukkur spáði. Þetta er sagt ef eitthvað rætist eða kemur fram sem gert hafði verið ráð fyrir. Ekki er vitað hver Jón krukkur var. Margir telja hann 17. aldar mann og Þórður Tómasson í Skógum er þeirrar skoðunar að hann hafi verið Vestur-Skaftfellingur (Goðasteinn 1984-5:35-41). Þa...

category-iconNæringarfræði

Fita og kolvetni eru gerð úr sömu frumefnum, en hvað er ólíkt með þeim?

Kolvetni eru gerð úr frumefnunum kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O), rétt eins og fita. Uppröðun frumefnanna og innbyrðis hlutföll eru aftur á móti mismunandi. Kolvetni eru gerð úr kolefnishring sem á hanga vetnis- og súrefnisfrumeindir. Fituefnið þríglýseríð, sem er algengasta fæðufitan, er gert úr þremur f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig beygist orðið hjarta án greinis og með honum, í eintölu og fleirtölu?

Orðið hjarta er hvorugkynsorð sem beygist eftir veikri beygingu á eftirfarandi hátt með og án greinis: EintalaFleirtalaán greinismeð greinián greinismeð greininf.hjartahjartaðhjörtuhjörtunþf.hjartahjartaðhjörtuhjörtunþgf.hjartahjartanuhjörtumhjörtunumef.hjartahjartanshjartnahjartnanna Fá hvorugkynsorð beygjas...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?

Það er ekki tilviljun ein sem ræður útliti dýra heldur hefur útlit þeirra og atferli mótast í aldanna rás eða í svokallaðri þróun. Fyrir dýr hefur það marga kosti í för með sér að geta leynst og vera eins á litinn og umhverfi sitt þegar að þau eru að veiða sér til matar eða reyna að komast hjá því að vera étin. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp sjónaukann?

Uppfinning sjónaukans er eignuð Hollendingi, sem samkvæmt opinberum hollenskum skjölum bar nafnið Hans Lipperhey (1570-1619) og bjó hann lengst af í Middelburg, höfuðstað Zeelands. Vitað er að hann var aðfluttur frá borginni Wesel í Þýskalandi, sem liggur við ána Rín. Vatnaleiðin á milli þessara borga er um 250 k...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hver á fiskinn í gátu Einsteins?

Sagt er að Albert Einstein hafi sett fram þessa gátu: Fimm hús í fimm mismunandi litum standa í röð frá vinstri til hægri. Í hverju húsi býr maður af ákveðnu þjóðerni, engir tveir af því sama. Íbúarnir fimm drekka ákveðinn drykk, reykja ákveðna vindlategund og hafa ákveðið gæludýr. Engir tveir þeirra drekka sam...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur slæmt uppeldi (foreldrar hóta þér sífellt einhverju illu) áhrif á framtíð þína?

Svarið er í sem skemmstu máli: „Já!“ Uppeldi hefur talsverð áhrif á framtíð barna, bæði til góðs og ills. Þegar umönnun og uppeldisskilyrði barns eru góð er þörfum þess sinnt fljótt og vel, tilfinningalegum, líkamlegum, hugrænum og félagslegum. Langtímarannsóknir á umönnun barna hafa sýnt að næmni foreldris á þarf...

category-iconHugvísindi

Er rétt að Keltar hafi verið mannætur fyrir 2000 árum?

Til þess að svara þessari spurningu er rétt að spyrja fyrst hvort mannætur hafi nokkurn tímann verið til? Mannfræðingar, fornleifafræðingar og aðrir fræðimenn sem rannsakað hafa heimildir um mannætur í ýmsum þjóðfélögum, eru ekki á eitt sáttir um að reglubundið mannaát hafi nokkurn tímann tíðkast. Þeir sem halda þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp símann?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við talsímann. Uppfinning hans er tileinkuð uppfinningamanninum Alexander Graham Bell (1847-1922). Við orðum þetta svona því að margir vísinda- og uppfinningamenn gerðu tilkall til þess að hafa fundið hann upp og höfðu keppst um að verða fyrstur í mark. Bell fékk reyndar einka...

category-iconHeimspeki

Hvað er að skilja skoðun?

Að skilja skoðun getur ýmist verið fólgið í því að vita inntak skoðunarinnar; að vita undir hvaða kringumstæðum skoðunin er sönn eða ósönn. Ef það er skoðun mín að kaffi sé almennt gott fyrir svefninn, þá er sú skoðun sönn einungis ef kaffi er almennt gott fyrir svefninn. Og til að skilja þessa skoðun þarf maður þ...

Fleiri niðurstöður