Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9280 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera á skjön?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Að vera á skjön við eitthvað, t.d. stefnu eða stjórnvöld. Ég veit hvað það merkir en hvaðan kemur orðið "skjön"? Orðið skjön merkir ‘skakki, skái’. Orðasambandið á skjön merkir ‘á ská, út á hlið’. Það er þekkt í málinu frá 18. öld og er líklega tökuorð úr dönsku på skjøns ...

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg gróðurbelti á jörðinni?

Gróður jarðar er ótrúlega fjölbreyttur þar sem hver tegund á sér sínar kjöraðstæður. Aðstæðurnar ráðast af þáttum eins og veðurfari (úrkomu, hitastigi og birtu), jarðvegi og hæð yfir sjó. Plöntur sem þrífast við sömu umhverfisskilyrði mynda gróðursamfélög en víðáttumikil gróðursamfélög kallast gróðurbelti. Það...

category-iconEfnafræði

Hvað gerir tiltekið gas að gróðurhúsalofttegund?

Svona spurningu má svara á marga vegu, út frá mismunandi sjónarmiðum. Til dæmis má lýsa því hvernig þessi gös hegða sér eða hvernig áhrif þau hafa á umhverfi sitt, og hvernig þau víxlverka við rafsegulgeislun, bæði hvernig þær taka við mismunandi geislun og hvernig útgeislun frá þeim er. Þetta er gert í svari Ágús...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar mörgæsir á Suðurskautslandinu?

Fimm tegundir mörgæsa verpa á Suðurskautslandinu. Rannsókn sem gerð var árið 2020 á ástandi mörgæsastofna þar leiddi í ljós að samtals töldust varppör þessara fimm tegunda vera 5,77 milljón það árið. Flestar mörgæsir á Suðurskautslandinu tilheyra tegund aðalsmörgæsa (Pygoscelis adeliae, e. Adélie penguin), all...

category-iconStærðfræði

Hvað eru markverðir stafir í tölum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Vitið þið forsögu þess að menn fundu upp á markverðum stöfum (tölustöfum) í raunvísindum til að hjálpa til við skilgreiningu á nákvæmni? Það væri sér í lagi gaman að vita af hverju 0 er ekki markverður stafur í heilum tölum, nema kannski sem seinasti stafur. Algeng skilgreining á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er vitað um mannsnafnið Surtur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðið „surtur“ (sem jafnvel fyrirfinnst í goðafræði sem mannanafn) virðist á einhverjum tímapunkti hafa fengið heldur neikvæða merkingu en hvenær og hvers vegna er talið/líklegt að þetta hafi gerst? Eiginnafnið Surtur kemur fyrir í þremur Íslendingasögum, Njálu (Surtur ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er hinn svokallaði G-blettur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar er G-bletturinn? Er sannað að G-bletturinn sé til? Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg (1881-1957). Hann var fyrstur til að skrifa um næmt svæði á framvegg legganga sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er sérstakt við ómíkron-afbrigðið?

Veiran sem veldur COVID-19 hefur dreift sér um alla heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði veirunnar er skilgreint ef eitt eða fleiri atriði eiga við, til dæmis meiri smithæfni, alvarlegri einkenni, mikil dreifing á vissum svæðum eða sérstökum stökkbreytingum á erfðaefninu. Afbrigðin eru skilgreind a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir „gródirskur“ hjá Þórbergi Þórðarsyni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „gródirskur“ eins og Þórbergur Þórðarson ritar oft í sínum bókum og bréfum? Ég hygg að átt sé við lýsingarorðið gróteskur ‘fáránlegur, afskræmilegur, hlægilegur’. Það er tökuorð í íslensku, líklega úr dönsku grotesk eða þýsku grotesk. Í ensku og frö...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað fólst í Helsinki-sáttmálanum 1975?

Helsinki-sáttmálinn var afrakstur ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (e. Conference on Security and Cooperation in Europe, skammstafað CSCE eða RÖSE á íslensku). Hann var undirritaður í Helsinki í Finnlandi þann 1. ágúst 1975 af Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kanada og öllum ríkjum Evrópu að Albaníu undanskil...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að ríða á vaðið?

Vað er staður þar sem hægt er að vaða eða ríða á hesti yfir fljót eða vatnsfall. Vað kemur fyrir í ýmsum orðasamböndum, til dæmis 'tefla á tæpasta vað', 'hafa vaðið fyrir neðan sig' og 'ríða á vaðið' sem hér er spurt um. Þegar sagt er að einhver 'ríði á vaðið' er átt við að sá hinn sami sé fyrstur til að gera e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að standa á gati?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur líkingin ,að standa á gati’? Samanber að geta ekki svarað spurningu. Orðasambandið standa á gati merkir ‘vera ráðalaus, geta engu svarað’. Einnig er notað vera á gati í sömu merkingu. Reka einhvern á gat er að spyrja einhvern um eitthvað sem hann getur ekki svarað...

category-iconNæringarfræði

Hvað gerist þegar rjómi er þeyttur?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvað er það sem veldur því að rjómi þykknar þegar hann er þeyttur? Rjómi er framleiddur með mismunandi magni af mjólkurfitu eftir því hvaða eiginleikum sóst er eftir. Þeytirjómi inniheldur að lágmarki 36% fitu, afgangurinn er að mestu leyti vatn en einnig er að fin...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er dagslátta stór í fermetrum?

Spurningin Ólafs hljóðaði svona: Góðan dag. Hugtakið dagslátta var notað yfir skika í túni sem einn maður gat slegið á einum degi með orfi og ljá. Spurningin er: Hvað er dagslátta stór í m2 eða stór hluti af hektara? Þessari spurningu er ekki hægt að svara með nákvæmum hætti. Eins og einn spyrjandi nefnir v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir skor í orðinu skordýr?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir skorið í skordýr? Tengist það herdeildum Rómverja, eins og skor í háskólum (t.d. íslenskuskor)? Ég sá þá útskýringu á vefnum ykkar. Elsta dæmið um orðið skordýr í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Sá gudlega þenkjandi Náttúru-skodari ... Asamt annari Hugl...

Fleiri niðurstöður