Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver var Linus Pauling og hvert var hans framlag til fræðanna?
Linus Carl Pauling var fæddur í Portland, Oregon 1901. Faðir hans var Herman Henry William Pauling, lyfsali af þýsku ætterni en móðir hans var Lucy Isabella Darling af ensk-skosku ætterni. Pauling var einn af áhrifamestu vísindamönnum tuttugustu aldarinnar. Hann var afburðavísindamaður í fræðilegri efnafræði og...
Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun?
Hubble-geimsjónaukinn er svonefndur Cassegrain-spegilsjónauki (tveir speglar) af Ritchey-Chrétien gerð, rétt eins og flestir stærstu stjörnusjónaukar heims. Í Ritchey-Chrétien sjónaukum eins og Hubble eru safnspegillinn og aukaspegillinn báðir breiðbogalaga (e. hyperbolic). Í þeim myndast hvorki hjúpskekkja (e. co...
Hver var Maria Montessori?
Æviágrip: Maria Montessori fæddist í Chiaravelle nálægt Ancona á Ítalíu 31. ágúst 1870 og dó í Noordwijk í Hollandi 6. maí 1952. Hún varð fyrst ítalskra kvenna til þess að ljúka prófi í læknisfræði frá háskólanum í Róm, árið 1896, og starfaði að því loknu með þroskahömluðum börnum á San Giovanni-sjúkrahúsinu þar...
Bróðir minn segist hafa séð könguló úti í garði með vængi, getur það verið?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Bróðir minn sagðist hafa séð könguló með vængi um daginn, við vorum úti í garði og hann segist vera 100% viss um að þetta hafi verið könguló með vængi, eru til köngulær með vængi á Íslandi? Nei, köngulær hafa ekki vængi og geta því ekki flogið líkt og skordýr (Insecta). ...
Hvað er nóróveira?
Hugtakið nóróveirur er notað sem samheiti yfir nokkrar gerðir af skyldum veirum sem valda iðrasýkingum í mönnum. Þessar veirur hafa einnig verið kallaðar Norwalk-veirur. Nóróveira greindist fyrst eftir að hafa valdið faraldri iðrasýkinga í skóla í Norwalk í Ohio í Bandaríkjunum árið 1968. Í kjölfar þessa greindust...
Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins? Hefur næringarfræðin eitthvað um það að segja? Til að svara spurningunni var framkvæmd leit í gagnagrunninum PubMed.gov þann 6.12.2022 með leitarstrengnum „breakfast AND health“. Þannig fannst 31 safngreining (e. meta-analysis) og ...
Hvernig stendur á eyðingu regnskóga og hvaða áhrif hljótast af henni?
Hér er einnig svarað spurningum: Hvers vegna eru regnskógarnir að eyðast? (Helga Þorsteinsdóttir, f. 1991)Hvað er áætlað að búið sé að fella mörg prósent af regnskógum S-Ameríku? (Gunnlaugur Úlfsson)Hvar get ég fengið upplýsingar um regnskóga, eyðingu þeirra og áhrifin sem þeir hafa? (Aldis Guðlaugsdóttir) Re...
Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...
Af hverju talar maður eins og teiknimyndapersóna ef maður andar að sér helíngasi úr blöðru?
Ástæðan fyrir því að röddin breytist þegar maður andar að sér helíngasi er sú að það er miklu léttara en andrúmsloftið og hljóðbylgjurnar fara mikið hraðar í gegnum það. Þegar bylgjuhraðinn eykst vex einnig tíðnin og röddin verður skrækari. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvers vegna breytist rö...
Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...
Hver konar skip var knörr á tímum Eiríks rauða?
Upphaflega var spurt:Hvað eru knörr?Get ég fengið lýsingu á knörr á tímum Eiríks rauða? Hvernig var knörr að gerð og hvernig notaður? Ólafur digri Haraldsson hélt frá Englandi til Noregs með menn sína á tveimur knörrum, víst haustið 1014. Um þessa för getur samtímaskáldið Óttar svarti í tveimur dróttkvæðum vísu...
Hvað er fleygletur?
Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu. Letrið var í formi mynda sem no...
Getur þú sagt mér eitthvað um kómódódreka?
Kómódódrekinn eða eyjafrýna (Varanus komodoensis, e. Komodo dragon) er kenndur við eyjuna Kómódó undan ströndum Súmötru í Indónesíu, en þar og á nokkrum nágrannaeyjum meðal annars Rinca, Padar, Flores, Gili Motang og Owadi Sami, á hann heimkynni sín. Drekinn gengur undir mörgum heitum meðal eyjaskeggja til að myn...
Hver var Ada Lovelace?
Stærðfræðingurinn Ada King, greifynjan af Lovelace (1815-1852), er jafnan talin vera fyrsti forritari sögunnar. Eftir andlát hennar var lítið fjallað um hana lengi vel en það hefur breyst á undanförnum áratugum. Augusta Ada Byron, síðar Lovelace, fæddist 10. desember 1815 í Piccadilly Terrace, nú í London. Fore...
Hvaða dýrategundir hefur maðurinn ofveitt eða ofnýtt þannig að þær hafa dáið út?
Það er hægt að segja með vissu að þær dýrategundir sem hafa orðið aldauða á síðustu öldum hafi dáið út beint eða óbeint vegna athafna mannsins. Helstu orsakir þess að tegundir hafa dáið út undanfarnar aldir tengjast ofveiði og búsvæðaeyðingu, en einnig mikilli röskun á vistkerfum sem hlotist hefur af innflutningi ...