Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Bróðir minn segist hafa séð könguló úti í garði með vængi, getur það verið?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Bróðir minn sagðist hafa séð könguló með vængi um daginn, við vorum úti í garði og hann segist vera 100% viss um að þetta hafi verið könguló með vængi, eru til köngulær með vængi á Íslandi?

Nei, köngulær hafa ekki vængi og geta því ekki flogið líkt og skordýr (Insecta). Sumar tegundir af köngulóm geta þó svifið með því að móta eins konar fallhlíf (e. balloning) úr vefnum sem þær spinna. Í þessum fallhlífum geta þær borist ótrúlegar vegalengdir með loftstraumum og náð mikilli hæð eða allt að 1000 metrum. Að minnsta kosti eitt dæmi er þekkt þar sem könguló virðist hafa farið 4 km upp í loftið. Hún fannst í rannsóknarloftbelg sem var notaður til að safna loftsýnum í mikilli hæð.

Sumar tegundir af köngulóm geta svifið með því að móta eins konar fallhlíf úr vefnum sem þær spinna. Tegundin sem sést á þessari mynd er ein þeirra. Hún nefnist Stegodyphus dumicola.

Þessar merkilegu köngulær finnast bæði í Ástralíu og Afríku en ekki hér á landi. Þetta eru smáar tegundir sem vefa mjög fínt silki og móta teppi eða fallhíf úr því. Vitað er um nokkrar tegundir skordýralirfa og áttfætlumaura sem nota sömu aðferð til að svífa langar leiðir.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.3.2014

Spyrjandi

Davíð Orri Arnarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Bróðir minn segist hafa séð könguló úti í garði með vængi, getur það verið?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2014, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65664.

Jón Már Halldórsson. (2014, 4. mars). Bróðir minn segist hafa séð könguló úti í garði með vængi, getur það verið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65664

Jón Már Halldórsson. „Bróðir minn segist hafa séð könguló úti í garði með vængi, getur það verið?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2014. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65664>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Bróðir minn segist hafa séð könguló úti í garði með vængi, getur það verið?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Bróðir minn sagðist hafa séð könguló með vængi um daginn, við vorum úti í garði og hann segist vera 100% viss um að þetta hafi verið könguló með vængi, eru til köngulær með vængi á Íslandi?

Nei, köngulær hafa ekki vængi og geta því ekki flogið líkt og skordýr (Insecta). Sumar tegundir af köngulóm geta þó svifið með því að móta eins konar fallhlíf (e. balloning) úr vefnum sem þær spinna. Í þessum fallhlífum geta þær borist ótrúlegar vegalengdir með loftstraumum og náð mikilli hæð eða allt að 1000 metrum. Að minnsta kosti eitt dæmi er þekkt þar sem könguló virðist hafa farið 4 km upp í loftið. Hún fannst í rannsóknarloftbelg sem var notaður til að safna loftsýnum í mikilli hæð.

Sumar tegundir af köngulóm geta svifið með því að móta eins konar fallhlíf úr vefnum sem þær spinna. Tegundin sem sést á þessari mynd er ein þeirra. Hún nefnist Stegodyphus dumicola.

Þessar merkilegu köngulær finnast bæði í Ástralíu og Afríku en ekki hér á landi. Þetta eru smáar tegundir sem vefa mjög fínt silki og móta teppi eða fallhíf úr því. Vitað er um nokkrar tegundir skordýralirfa og áttfætlumaura sem nota sömu aðferð til að svífa langar leiðir.

Mynd:

...