Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3141 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um Jan Mayen?
Jan Mayen er lítil eyja um 600 km norðaustur af Íslandi, 500 km austur af Grænlandi og um 1000 km í vestur frá Noregi. Eyjan er aflöng, um 55 km löng frá suðvestri til norðausturs og er flatarmál hennar um 373 km2. Jan Mayen skiptist í tvennt og eru hlutarnir tengdir saman með mjóu eiði. Norðaustur hlutinn kallast...
Úr hverju er kertavax búið til og hver er efnaformúla þess?
Kerti eru gerð úr vaxi og kveikiþræði. Vaxið í kertum er vanlega gert úr parafíni, steríni eða býflugnavaxi, en parafínkertin eru langalgengust til daglegra nota. Býflugnavaxkerti eru eins og nafnið gefur til kynna úr býflugnavaxi (e. beeswax) sem þernur í býflugnabúum búa til og nota í hólfin þar sem hunang bý...
Hvað gerði Mao Zedong gott fyrir þjóð sína?
Spurningin Ásdísar í heild sinni hljóðaði svona: Góðan daginn! Ég er nemandi í 10. bekk og við eigum að gera verkefni um Maó Zedong. Við vorum að velta fyrir okkur hvort hann hefði gert eitthvað gott eða látið eitthvað gott af sér leiða í valdatíð sinni eða fyrir sína þjóð? Mao Zedong (1893-1976) hefur löngum ...
Hverjir voru Aríar og hvaðan komu þeir?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu: Hvað getið þið sagt mér um Aría, sér í lagi í tengslum við Hitler? Þegar talað er um aría er mikilvægt að gera greinarmun á upprunalegri merkingu orðsins, heiti á indó-evrópskum þjóðflokkum á forsögulegum tíma og í fornöld, og þeirri merkingu sem notuð hefur verið a...
Hversu mikið afl er í eldgosum?
Fá fyrirbæri á jörðu eru aflmeiri en stórt eldgos í algleymingi. Kvikustreymi í öflugustu gosum hér á landi er líklega um hundrað þúsund rúmmetrar á sekúndu, en flest gos eru þó miklu minni. Rúmmálið getur verið ónákvæmur mælikvarði á efnismagnið. Magn kvikugasa (vatnsgufu, koltvíoxíðs, brennisteins) er mjög mismu...
Hvað er þjóðkirkja?
Hugtakið þjóðkirkja hefur margháttuð merkingarsvið.[1] Fyrst ber að nefna að orðið er hægt að nota um kirkju sem starfað hefur meðal einhverrar þjóðar um langt skeið, sett mark sitt á gildismat hennar og menningu en jafnframt mótast af hugsanagangi viðkomandi þjóðar. Þjóðin og kirkja hennar hefur þar með eignast ...
Er það rétt að eyrarrós og alaskalúpína hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er það rétt að eyrarrósin og alaskalúpínan hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti? Og að báðar hafi komið frá Kanada? Saga eyrarrósarinnar (Chamerion latifolium) og alaskalúpínunnar (Lupinus nootkatensis) hér á landi er ekki sú sama. Fyrrnefnda plantan hefur verið hlut...
Er ennþá verið að finna upp á nýjum formúlum og jöfnum í stærðfræði?
Svarið við spurningunni er - já svo sannarlega. Hins vegar er það ekki endilega svo vel þekkt meðal þeirra sem ekki fást við stærðfræði dags daglega. Þessi nýja stærðfræði er þó oft mun nær okkur en mætti ætla og er samofin flestum tækninýjungum. Sem dæmi má nefna símana okkar, þar sem ýmis reiknirit, gervigreind ...
Hverjar eru helstu ástæður landnáms?
Landnám köllum við það þegar fólk eða dýr setjast að þar sem þau hafa ekki verið áður. Í þessu svari verður fjallað um ástæður þess að fólk nemur land og tekin dæmi bæði af því þegar fólk nemur óbyggt land – eins og gerðist á Íslandi í lok 9. aldar – og þegar það ryður úr vegi fyrri íbúum og byggir nýtt samfélag a...
Hver var Niels Henrik Abel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Niels Henrik Abel er mesti stærðfræðingur sem Noregur hefur alið og áhrif hans teygðu sig langt út yfir dauða hans. Abel lést aðeins 26 ára gamall og líf hans einkenndist af fátækt. Á stuttum starfsferli háði það Abel mjög að hafa ekki fasta stöðu. Niels Henrik Abel (1802-1829). Abel fæddist 5. ágúst 1802 í ...
Hvað voru Púnverjastríðin?
Púnverjastríðin er samheiti yfir þrjú stríð á milli Rómverja og Karþagómanna sem áttu sér stað á tímabilinu 264 til 146 f.Kr. Þegar ófriðurinn hófst voru Karþagó og Róm voldugustu borgríkin við Vestur-Miðjarðarhaf en að síðasta stríðinu loknu, rúmri öld seinna, hafði Róm yfirburðastöðu og traustur grunnur var lagð...
Hver er uppruni orðatiltækisins „með lögum skal land byggja“?
Landnám norrænna manna hófst á Íslandi 874. Um það leyti sem landið var að verða fullnumið var landnámsmaður að nafni Úlfljótur sendur til Noregs til að kynna sér lög. Átti hann að setja saman lög fyrir Ísland því menn sáu þörf á að ein lög giltu í landinu. Hann var þrjá vetur í Noregi og kom til baka með lögin um...
Hvernig verður hvítur vikur til í eldgosi eins og Heklugosinu 1970?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hekla gaus 1970 hvítum vikri sem lengi var hægt að sjá. Hvað gerir vikur hvítan og er enn hægt að sjá leifar af þessu? Guðmundur E. Sigvaldason lýsir berg- og efnafræði gosefna svo í grein þeirra Sigurðar Þórarinssonar um Heklugosið 1970:[1] Gosefnunum má skipta í fe...
Fjölgar regnbogasilungur sér í náttúrunni?
Regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss) (laxfiskaættin Salmonidae) fjölgar sér úti í náttúrinni í náttúrulegum heimkynnum sínum á vesturströnd Norður-Ameríku, en hérlendis hrygnir hann ekki nema í eldi. Hann er af sömu ættkvísl og Kyrrahafslaxar. Til eru bæði staðbundnir stofnar í ám á vesturströnd Norð...
Eru Gyðingar á Íslandi?
Svarið við þessari spurningu er ekki eins einfalt og ætla mætti. Það er engan veginn sjálfgefið að hægt sé að benda á Árna og segja: „Þú ert Gyðingur”, og benda síðan á Birnu og segja: „Þú ert ekki Gyðingur”. Sá sem gerir það gæti þurft að færa djúpstæð rök fyrir máli sínu auk þess sem Árni og Birna kynnu sjálf að...