Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7658 svör fundust
Hvers vegna sofum við?
Aðrir spyrjendur eru: Ásgeir Ingvarsson, Heiðrún Lilja, Ragnar Sigurmundsson, Auður Arna Sigurðardóttir, f. 1996, Jón Þór, Gunnlaugur Sverrisson, Lára, Hrafn Ásgeirsson og Karvel Arnarsson. Ein leið til að kanna gagnsemi svefns er að athuga hvað gerist þegar sofið er of lítið. Svefnleysi hefur óæskileg áhrif á...
Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?
Æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæði í náttúrunni og einnig af manna völdum. Í raun hefur slík kynblöndun verið reynd hjá öllum helstu hópum spendýra. Eigi afkvæmin hins vegar að vera lífvænleg þurfa tegundirnar sem blandað er að vera mjög skyldar. Nær undantekningalaust eru afkvæmin ófrjó og...
Hvaða land hefur landamæri lengst frá sjó?
Við sem búum á eyju í miðju Atlantshafinu hugsum sjaldnast um hversu miklu máli það getur skipt að eiga landamæri að sjó, fyrir okkur er það eitthvað svo sjálfsagt. Hins vegar er tæplega fjórðungur ríkja heims í þeirri stöðu að eiga ekki landamæri að sjó og kallast þau landlukt (e. landlocked). Í dag eru landlu...
Er typpið vöðvi?
Typpi (getnaðarlimur, reður) er hólklaga líffæri sem gegnir því hlutverki að koma sáðfrumum inn í leggöng þannig að frjóvgun geti átt sér stað og nýr einstaklingur orðið til. Það er einnig leið þvags út úr líkama karla. Typpi skiptist í rót, bol og kóng og er gert úr þremur risvefjum (e. erectile tissue). Tve...
Er eitthvað til í fréttum um að getnaðarvarnarpillan Yasmin geti valdið blóðtappa?
Nýlega hafa birst fréttir af tilfellum um blóðtappa, og jafnvel dauðsfalla í kjölfarið, sem hugsanlega megi rekja til notkunar á getnaðarvarnarpillunni Yasmin. Það skal tekið fram að enn á eftir að rannsaka þessi tilfelli betur áður en upplýst er hver orsök þeirra er. Enn eru engar rannsóknir sem benda til þess að...
Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?
Eins og fram kemur í spurningunni eru pit bull hundar bannaðir hér á landi. Pit bull er ekki eitt ræktunarafbrigði heldur samheiti yfir nokkur afbrigði vöðvastæltra hunda svo sem American pit bull terrier, Staffordshire terrier og Staffordshire bull terrier. Pit bull-hundar teljast til svokallaðra vígahunda o...
Má fella hlébarða eða önnur vernduð dýr til þess að stoppa þau upp?
Hlébarðinn (Panthera pardus) er eina kattardýrið af hinu svokallaða stórkattakyni sem er ekki í útrýmingarhættu. Eyðing búsvæða og veiðiþjófnaður hefur höggvið stór skörð í stofna annarra stórra kattadýra sem flest teljast nú í útrýmingarhættu eða bráðri útrýmingarhættu. Talið er að heildarstofnstærð hlébarða s...
Hvernig búa hafmeyjar til aðrar hafmeyjar?
Það leynist ýmislegt í þessari spurningu enda höfum við aldrei heyrt um hafmenn meðal hafmeyja og það er líklega ástæðan fyrir því að spyrjandi orðar spurninguna á þennan hátt. Að vísu er rétt að geta þess að marbendla þekkjum við til dæmis úr íslenskum þjóðsögum. Marbendlunum er stundum lýst þannig að þeir vor...
Tveir menn standa fyrir framan tvennar dyr. Annar mannanna lýgur alltaf en hinn segir alltaf satt. Aðrar dyrnar vísa þér á fjársjóð en hinar á hungrað ljón. Þú mátt spyrja einnar spurningar til að finna fjársjóðinn. Hver er spurningin?
Til eru fjölmörg afbrigði af þessari gátu. Mjög vinsælt er að leggja hana fyrir nema í rökfræði og heimspeki, eða bara gesti og gangandi, því svarið við henni er ekki augljóst og þarfnast nokkurrar útsjónarsemi. Þeir sem vilja reyna við gátuna ættu endilega að gera það, hinir sem vilja lesa áfram geta skrunað n...
Hvað er ristill lengi að ganga yfir?
Ristill (Herpes zoster) eru sársaukafullar smáblöðrur af völdum hlaupabólu-ristilveiru (Varicella zoster veiru). Um er að ræða endurvakningu á hlaupabóluveirunni, venjulega mörgum árum eftir upprunalegu sýkinguna. Ristill er smitandi og getur valdið hlaupabólu í þeim einstaklingum, sem ekki hafa fengið hlaupab...
Hvernig var Curiosity lent á Mars?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...
Má borða fræin úr vatnsmelónum?
Vatnsmelóna er ávöxtur vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en hún er af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Margir eru hrifnir af vatnsmelónum enda ávöxturinn ferskur, safaríkur og svalandi. Melónan er gjarnan borðuð ein og sér en einnig er vinsælt að nota hana í salöt eða dryk...
Hver var fyrsti rithöfundurinn í heiminum og hvers konar rit skrifaði hann?
Fyrsti nafngreindi rithöfundur sögunnar var akkadíska hofgyðjan Enheduanna. Hún var uppi í kringum 2300 f.Kr. Enheduanna er ekki eiginlegt nafn heldur titill. Lausleg þýðing hans er „hin æðsta hofgyðja, skrautmunur guðsins An“ og fékk hún nafnið þegar hún var gerð að hofgyðju. Enheduanna var dóttir Sargonar fy...
Er til eitthvað sem heitir leiðrétt siðblinda?
Í hversdagslegu máli er sjaldan talað um blindu nema hún sé varanleg. Þegar blinda er tímabundin eða læknanleg er það yfirleitt tekið sérstaklega fram. Snjóblinda getur verið dæmi um slíkt. Bókmenntir og dægurmiðlar gefa oft til kynna að fólk sem er varanlega blint þjálfist í að beita öðrum skilningarvitum. Það ka...
Höfðu kennarar og þingmenn einu sinni sömu laun?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...