Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Má borða fræin úr vatnsmelónum?

EDS

Vatnsmelóna er ávöxtur vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en hún er af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Margir eru hrifnir af vatnsmelónum enda ávöxturinn ferskur, safaríkur og svalandi. Melónan er gjarnan borðuð ein og sér en einnig er vinsælt að nota hana í salöt eða drykki.

Vatnsmelónur hafa nokkur hundruð fræ eða steina (ef þær eru ekki steinlaus afbrigði).

Fræ vatnsmelónunnar, eða steinarnir, eru svört að lit og venjulega nokkur hundruð í hverri melónu. Einnig má oft finna litla hvíta steina en þeir eru ekki raunveruleg fræ heldur hylki sem ættu að umlykja fræ en eru tóm. Það eru líka til frælaus afbrigði af vatnsmelónu en í þeim er þó að finna þessi hvítu hylki.

Við lestur á erlendum vefsíðum kemur í ljós að þeirri sögu er gjarnan haldið að börnum, að minnsta kosti í Norður-Ameríku, að alls ekki megi kyngja steinum vatnsmelónunnar því þá geti melónuplanta tekið að vaxa í maganum. Þessi saga er í ætt við það sem krökkum hefur oft verið sagt í sambandi við að kyngja tyggjói en um það má lesa í svari við spurningunni Er hættulegt að kyngja tyggjói?

Hvort svona hræðslusögur eru ástæðan eða hvort fólki finnast steinarnir einfaldlega ólystugir þá er það svo að margir spýta vatnsmelónusteinunum út úr sér, skera þá í burtu eða nota fingurna eða önnur áhöld til þess að kroppa þá úr. Það er hins vegar alveg ástæðulaust, það er í góðu lagi að borða steina vatnsmelónunnar og reyndar er það gert víða í heiminum, til dæmis í Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum.

Sumir iðka það að skyrpa vatnsmelónufræjum út úr sér og hér hefur það verið gert að keppnisgrein.

Steinar vatnsmelónunnar eru í raun fullir af næringarefnum. Eins og önnur fræ eru þeir orkuríkir, 100 g af þurrkuðum vatnsmelónusteinum gefa 557 hitaeiningar. Í hverjum 100 g eru 47 g fita, 15 g kolvetni og 28 g af prótíni. Auk þess innihalda þeir ýmis nauðsynleg vítamín og steinefni.

Vatnsmelónufræ boðin til sölu í litlum dósum í kínverskri verslun.

Í Asíu og Mið-Austurlöndum er vel þekkt að þurrka vatnsmelónusteina, rista þá síðan og jafnvel krydda, og borða svo eins og snakk. Það þekkist einnig að nota þá í súpur og te og vinna úr þeim olíu. Án efa eru steinar vatnsmelónunnar nýttir á fleiri máta enda alveg ástæðulaust að láta hráefni fara til spillis.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

1.11.2012

Spyrjandi

Jón Valur Smárason

Tilvísun

EDS. „Má borða fræin úr vatnsmelónum?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2012. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62755.

EDS. (2012, 1. nóvember). Má borða fræin úr vatnsmelónum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62755

EDS. „Má borða fræin úr vatnsmelónum?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2012. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62755>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Má borða fræin úr vatnsmelónum?
Vatnsmelóna er ávöxtur vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en hún er af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Margir eru hrifnir af vatnsmelónum enda ávöxturinn ferskur, safaríkur og svalandi. Melónan er gjarnan borðuð ein og sér en einnig er vinsælt að nota hana í salöt eða drykki.

Vatnsmelónur hafa nokkur hundruð fræ eða steina (ef þær eru ekki steinlaus afbrigði).

Fræ vatnsmelónunnar, eða steinarnir, eru svört að lit og venjulega nokkur hundruð í hverri melónu. Einnig má oft finna litla hvíta steina en þeir eru ekki raunveruleg fræ heldur hylki sem ættu að umlykja fræ en eru tóm. Það eru líka til frælaus afbrigði af vatnsmelónu en í þeim er þó að finna þessi hvítu hylki.

Við lestur á erlendum vefsíðum kemur í ljós að þeirri sögu er gjarnan haldið að börnum, að minnsta kosti í Norður-Ameríku, að alls ekki megi kyngja steinum vatnsmelónunnar því þá geti melónuplanta tekið að vaxa í maganum. Þessi saga er í ætt við það sem krökkum hefur oft verið sagt í sambandi við að kyngja tyggjói en um það má lesa í svari við spurningunni Er hættulegt að kyngja tyggjói?

Hvort svona hræðslusögur eru ástæðan eða hvort fólki finnast steinarnir einfaldlega ólystugir þá er það svo að margir spýta vatnsmelónusteinunum út úr sér, skera þá í burtu eða nota fingurna eða önnur áhöld til þess að kroppa þá úr. Það er hins vegar alveg ástæðulaust, það er í góðu lagi að borða steina vatnsmelónunnar og reyndar er það gert víða í heiminum, til dæmis í Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum.

Sumir iðka það að skyrpa vatnsmelónufræjum út úr sér og hér hefur það verið gert að keppnisgrein.

Steinar vatnsmelónunnar eru í raun fullir af næringarefnum. Eins og önnur fræ eru þeir orkuríkir, 100 g af þurrkuðum vatnsmelónusteinum gefa 557 hitaeiningar. Í hverjum 100 g eru 47 g fita, 15 g kolvetni og 28 g af prótíni. Auk þess innihalda þeir ýmis nauðsynleg vítamín og steinefni.

Vatnsmelónufræ boðin til sölu í litlum dósum í kínverskri verslun.

Í Asíu og Mið-Austurlöndum er vel þekkt að þurrka vatnsmelónusteina, rista þá síðan og jafnvel krydda, og borða svo eins og snakk. Það þekkist einnig að nota þá í súpur og te og vinna úr þeim olíu. Án efa eru steinar vatnsmelónunnar nýttir á fleiri máta enda alveg ástæðulaust að láta hráefni fara til spillis.

Heimildir og myndir:...