Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3180 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Af hverju er karlinn að hrópa á myndinni "Ópið"? Hvað gerðist svona hræðilegt?

Margt hefur verið sagt um Ópið (1893) eftir Norðmanninn Edvard Munch (1863-1944) en fátt nýtt hefur komið fram um verkið í áratugi. Flestir tyggja einfaldlega upp það sem allir vita: "Málverkið táknar angist nútímamannsins í veröld firringar þar sem Guð er dauður". Þetta segir okkur hins vegar lítið um það af hver...

category-iconLæknisfræði

Geta karlmenn fengið fullnægingu þótt þeir séu ófrjóir?

Ófrjósemi karla hefur ekki áhrif á getu þeirra til að fá fullnægingu. Sem dæmi má nefna að þó karlmaður gangist undir ófrjósemisaðgerð þannig að sæði hans inniheldur ekki lengur sáðfrumur, hefur aðgerðin engin áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Hins vegar þarf karlmaður að fá fullnægingu eða sáðlát til að get...

category-iconLæknisfræði

Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót?

Fótsveppur er tilkominn vegna sýkingar af völdum örvera sem nefnast sveppir. Þeir sveppir sem algengast er að valdi fótsveppasýkingum kallast dermatophytes en einnig sjást sýkingar af völdum candidasveppsins. Læknisfræðileg heiti yfir fótsveppi eru tinea pedis, dermatophytosis eða athlete's foot. Undir venjuleg...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Lærir maður að kyngja eða er það meðfæddur hæfileiki?

Kynging er flókið, sjálfvirkt taugaviðbragð sem við fæðumst með, þótt við lærum að stjórna því að einhverju leyti með viljanum þegar við verðum eldri. Þetta viðbragð þróast tiltölulega snemma því í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu er fóstur farið að kyngja legvatni. Kynging felst í því að koma fæðu eða einhverju ö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hægt að raða tíu kúlum í tíu glös á marga mismunandi vegu?

Hér höfum við ákveðinn fjölda hluta, sem við ætlum að raða í sama fjölda sæta. Vandamál af þessu tagi koma oft upp í strjálli stærðfræði eða tölvunarfræði, þar sem röð hluta skiptir máli. Í staðinn fyrir að leysa upphaflega vandamálið, sem er tiltölulega afmarkað, þá getum við skoðað aðeins almennari spurningu: Se...

category-iconHeimspeki

Hver var John Dewey?

John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Angelman-heilkenni og hvernig lýsir það sér?

Angelman-heilkenni er erfðasjúkdómur. Örsök heilkennisins er í 70% tilvika sú að ákveðinn genabút vantar á litning 15 (15q11-q13) frá móður og slökkt er á þessum sama bút á litningi föðurs vegna sjaldgæfs fyrirbæris sem kallast erfðagreyping (e. genomic imprinting). Langoftast er þetta ný stökkbreyting (de novo). ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna eru tíðir eins og skildagatíð, atburðaþátíð og lýsingaþátíð ekki kenndar í íslenskri málfræði, myndi það ekki gagnast okkur við annað tungumálanám?

Það er rétt að traust og góð kunnátta í móðurmáli getur gagnast fólki við að læra önnur tungumál. Í framhaldsskólum er reynt að treysta þekkingu nemenda í íslensku. Markmið móðurmálsnáms eru margþætt. Móðurmálsnám stuðlar að því að nemendur verði öruggari og betri málnotendur, geti betur komið skoðunum sínum á fra...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Vilhjálmur Tell?

Vilhjálmur Tell (á þýsku Wilhelm Tell, frönsku Guillaume Tell, ítölsku Guglielmo Tell og ensku William Tell) er nafn alþýðuhetju sem kemur fyrir í svissneskum frásögnum. Að sögn gegndi Tell hlutverki í tilurð Sambandsríkisins Sviss snemma á 14. öld, forvera nútímaríkisins Sviss. Stytta í bænum Altdorf í Sviss þ...

category-iconLæknisfræði

Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað?

Nei, við vitum ekki til þess að svartidauði og Skaftáreldar tengist á nokkurn hátt. Í báðum tilfellum var reyndar stórt skarð höggvið í íslensku þjóðina en það er engin bein tenging á milli þessara hamfara enda tæplega 300 ár frá því að svartadauða var síðast vart á Íslandi og þar til Lakagígar tóku að gjósa. F...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um afkvæmi leðurblaka og lífsferil þeirra?

Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Í þessu svari verður einungis fjallað um smáblökurnar, æxlun og þroska ungviðis þeirra en sumir vilja meina að smáblökurnar séu hi...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Hofsjökull síðast?

Í stuttu máli sagt þá er ekki vitað hvenær Hofsjökull gaus síðast enda gossaga hans lítið þekkt. Hofsjökull er meðal tilkomumestu megineldstöðva landsins þar sem hann rís um 1800 metra hár og bungubreiður upp af miðhálendinu. Hann er nálægt því að vera kringlóttur, 35-40 kílómetrar að þvermáli, eftir því hvar m...

category-iconLæknisfræði

Hvað er meðgöngueitrun og hvað veldur henni?

Allar þungaðar konur þurfa að láta mæla reglulega blóðþrýsting og magn eggjahvítuefna í þvagi. Þetta er gert til að fylgjast með því hvort konan fái meðgöngueitrun. Enn er ekki vitað hvers vegna um það bil ein af hverjum tíu konum fá meðgöngueitrun. Þess ber þó að geta að einungis ein af hverjum hundrað þunguð...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er einelti?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hver er munurinn á einelti og stríðni? Einelti er ofbeldi þar sem einn eða fleiri ráðast að einum og beita hann ofbeldi yfir lengri tíma. Rannsóknir á einelti hófust að einhverju ráði fyrir rúmlega 30 árum og hafa fjölmargar skilgreiningar á einelti komið fram síðan. Allar eiga...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Getið þið sagt mér eitthvað um Taj Mahal?

Taj Mahal er grafhýsi sem stendur við bakka Yamuna-árinnar í borginni Agra á Norður-Indlandi. Byggingin er eitt af þekktustu verkum íslamskrar byggingarlistar og frægustu mannvirkjum heims. Taj Mahal var reist fyrir stórmógúlinn Shah Jahan (1592-1666, stórmógúll 1628-1658) til minningar um eftirlætiseiginkonu ...

Fleiri niðurstöður