Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver er munurinn á stjörnu og tungli?
Það er mikill munur á tungli og stjörnu. Stjörnur eru sólir sem framleiða eigið ljós og hita líkt og sólin okkar gerir. Sólstjarna myndar orku sína við ákveðið ferli sem nefnist kjarnasamruni, en þá ummyndast vetni í kjarna stjörnunnar í helíum. Stjarna getur mest haft 120 sinnum meiri massa en sólin okkar, ef hún...
Hvað er kynímynd?
Í stað þess að tala um kynímynd er algengara að nota orðið kynjaímyndir. Kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Kynja- forliðurinn er þýði...
Hvaða fugl flýgur hraðast á beinu flugi?
Heimildum ber ekki saman um það hvaða fugl nær mestum hraða í láréttu flugi. Ein heimild staðhæfir að nokkrar tegundir gæsa nái mestum hraða og önnur heimild telur að kalkúnninn nái þeim mesta. Mælingar hafa sýnt að kalkúnn nær allt að 90 km hraða á klukkustund á stuttu flugi en önnur heimild staðhæfir það að æðar...
Hvað búa margir í Sahara, hvað eru mörg lönd þar og hversu mörg þjóðarbrot?
Sahara er stærsta eyðimörk heims, rúmlega níu milljónir ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 87 sinnum stærri en Ísland. Eyðimörkin nær yfir mestalla Norður-Afríku. Í Sahara rignir afar sjaldan, oftast ekki nema um 130 mm á ári og sumstaðar aldrei. Eyðimörkin er þess vegna að mestu leyti ógróin sandauðn. Hitasve...
Hver er munurinn á bókhaldslegum og hagfræðilegum hagnaði?
Munurinn á hagnaði eins og hann er tiltekinn í bókhaldi og reikningsskilum annars vegar og skilningi hagfræðinnar hins vegar getur falist í ýmsu. Í öllum tilfellum telst hagnaður vera tekjur umfram gjöld en nokkru getur munað á skilningi hagfræðinga á tekjum og/eða gjöldum og því sem rétt telst að færa í bókhaldi....
Hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar?
Sagt er að gjaldmiðill sé á gullfæti ef að baki hans er gullforði þannig að sérhver peningaseðill eða mynt er í reynd ávísun á tiltekið magn af gulli. Hugsum okkur til dæmis að ríki nokkuð eigi eitt tonn af gulli og að gjaldmiðill þess, sem við getum kallað skildinga, sé á gullfæti. Gefum okkur enn fremur að hver ...
Hvers vegna sleikja sum dýr sár sín?
Það virðist vera sameiginleg hegðun langflestra spendýra að sleikja sár sín. Það er kunn staðreynd að munnvatn inniheldur tvö efnasambönd sem reynast vel í baráttunni við gerla. Efnasamböndin tvö nefnast thiocyanate og lysosome, sem er einkar öflug gerlavörn og inniheldur meðal annars mucopolysaccharidase sem brýt...
Hver er munurinn á staðgreiðslureikningi og virðisaukaskattsreikningi og hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla?
Í lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, og reglugerð um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, nr. 50/1993, er tilgreint hvernig standa á að útgáfu reikninga í viðskiptum og sérstaklega hvernig halda á utan um og tilgreina greiðslur á virðisaukaskatti. Almenna reglan er að við sölu á skattsky...
Af hverju standa fuglar stundum á öðrum fæti?
Fuglar standa á öðrum fæti af sömu ástæðu og menn klæða sig í ullarsokka, það er til að hafa stjórn á líkamshitanum. Mikið varmatap verður frá fótleggjum fugla af tveimur ástæðum; engar fjaðrir skýla þeim og þar er mjög mikið af smáum æðum. Þrisvar sinnum meira blóð flæðir um fótleggi fugla en út í stærstu vöðva þ...
Hver er munurinn á dúr og moll?
Tónstigar í hefðbundinni vestrænni tónlist eru búnir til úr sjö ólíkum tónum sem ná þó yfir áttund, því einn tónn er tvítekinn í tónstiga; alltaf er endað á sama tóni og tónstiginn hófst á. Tónarnir sjö eru valdir úr krómatískri röð tólf tóna, eða þrettán allt í allt, sé fyrsti tónninn tvítekinn. Ef við miðum útfr...
Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?
Fita er líkamanum nauðsynleg og hún er mikilvægur hluti af mataræði hvers manns. Manneldismarkmið Íslendinga, sem taka mið af mataræði þjóðarinnar og nýjustu rannsóknum í næringarfræði, telja hæfilegt að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu, og þar af komi ekki meira en 15% orkunnar úr harðri fitu, það er mettuð...
Hvað búa margir í Frakklandi?
Frakkland er fjórða fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi, Þýskalandi og Bretlandi. Árið 2001 voru Frakkar tæplega 59 milljónir talsins. Eru þá ekki taldar með þær 1,7 milljónir manna sem búa á svæðum utan Evrópu sem tilheyra franska ríkinu (Guadeloupe og Martinique í Vestur-Indíum, Franska-Gínea í Suður-...
Hvað eru til margar slöngutegundir í heiminum?
Slöngur eru af ætt skriðdýra (reptilia). Þær tilheyra sama ættbálki og eðlur en eru flokkaðar í undirættbálkinn serpenta en eðlur tilheyra undirættbálknum sauria. Í þróuninni töpuðu slöngur útlimum og öðru lunganu og augnalok hafa þær einnig misst. Elstu steingerðu leifar slangna eru frá síðari hluta krítartímabil...
Finnast albínóar meðal allra dýrategunda?
Albínismi er þekkt erfðafræðilegt ástand hjá öllum hryggdýrum. Albínóar finnast einnig meðal skordýra, til að mynda eru til hvítingjar af fiðrildategundinni Erebia epiphron silesiana. Orsökin fyrir albínisma liggur í stökkbreytingu í geni sem tjáir ensímið týrósínasa en það leikur mikilvægt hlutverk í myndun me...
Hverjir hafa fengið friðarverðlaun Nóbels og þá fyrir hvað?
Þegar þetta er skrifað (árið 2002) eru 101 ár síðan friðarverðlaun Nóbels voru veitt í fyrsta sinn. Að vísu hefur það gerst 19 sinnum að verðlaunin væru ekki veitt, en á móti kemur að 25 sinnum hefur þeim verið skipt á milli tveggja og einu sinni milli þriggja. Alls eru því 109 aðilar sem hafa fengið þau í tímans ...