Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3183 svör fundust
Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?
Þessa spurningu má skilja á ýmsa vegu en áhugaverðast er að skoða eftirfarandi tvær spurningar, nánar tiltekið: Getur mannkynið eyðilagt allt líf á jörðinni með mengun eða öðrum ráðum? Getur mannkynið gert jörðina óbyggilega mönnum?Eins og við er að búast þekkir enginn svarið við fyrri spurningunni fyrir víst; þ...
Hvað er Parkinsonssjúkdómur?
Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græð...
Hvað er það merkilegasta sem fornleifafræðingar hafa fundið?
Fornleifafræðingar myndu flestir segja að allar fornleifar séu merkilegar og að ekki sé hægt að gera upp á milli þeirra – hver einasti gripur og bygging séu mikilvæg til að hjálpa okkur að skilja fortíðina. Það er rétt svo langt sem það nær en hinsvegar hafa fornleifar oft meira gildi en bara sem einingar í rökræð...
Hvað eru deilitegundir?
Með hugtakinu tegund í líffræði er átt við hóp dýra eða jurta sem geta átt frjó afkvæmi saman. Það getur hins vegar verið mikill breytileiki í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund og því hefur verið brugðið á það ráð að greina tegundir enn frekar niður í deilitegundir eða undirtegundir. Einnig er stundum notað hug...
Hvaða þjóð er með hæsta meðalaldur og hvaða þjóð er með lægsta?
Í fljótu bragði tókst ekki að finna upplýsingar um meðalaldur hjá þjóðum heims. Hins vegar má finna upplýsingar um „miðaldur“ (e. median age), til dæmis á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna og í The World Factbook. Miðaldur er það sem venjulega er kallað miðgildi í tölfræði; þá er öllum hópnum (í þessu tilfelli allri þj...
Hvenær koma vélmenni sem geta hjálpað fólki?
Margskonar vélmenni hafa verið þróuð til að sinna hlutverkum eins og að sjá um eldra fólk, aðstoða verkamenn við byggingarvinnu eða sækja djús í ísskápinn — en þau búa þó flest enn á rannsóknarstofum. „Svarið er því að vélmenni sem hjálpa fólki eru nú þegar til, en þau hafa fæst verið tekin í almenna notkun. Un...
Getið þið sagt mér eitthvað um antilópur?
Antilópur tilheyra ætt Bovidae en innan hennar eru fjölmargar tegundir grasbíta sem hafa mikla útbreiðslu. Antilópur eru ekki sérstakur flokkunarfræðilegur hópur heldur er hugtakið notað um þann fjölbreytta hóp tegunda sem tilheyra Bovidae ættinni en teljast ekki til nautgripa, sauðfés eða geita. Til eru um 90 teg...
Ef allir bílar gengju fyrir vetni hvað þyrfti þá mikla raforku til framleiðslu á vetni fyrir núverandi bílaflota Íslendinga?
Þegar meta á hversu mikla raforku þyrfti til að framleiða vetni fyrir bílaflota Íslendinga er nauðsynlegt að gera sér fyrst grein fyrir hversu mikla orku flotinn er að nota með núverandi tækni. Þá er nærtækast að byggja á tölum orkuspárnefnd Orkustofnunar. Þar kemur fram að árið 2004 hafi 163.294 bílar gengið ...
Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?
Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...
Hver er hættulegasti fugl í heimi?
Að öllu jöfnu teljast fuglar ekki til hættulegustu hryggdýra jarðar. Hjákátlegt er að bera þá saman við til dæmis spendýr eða skriðdýr að þessu leyti; til dæmis er manntjón af völdum fugla fátítt. Fuglar hafa hvorki líkamsburði í líkingu við spendýr til að af þeim stafi mikil hætta né hafa þeir yfir að ráða öflugu...
Hvað getið þið sagt mér um heilaétandi slímdýrið sem fannst í Flórída?
Fyrir nokkru bárust fréttir frá Bandaríkjum um aukna tíðni dauðsfalla af völdum slímdýrs eða amöbu sem leggst á heila fórnarlamba sinna. Amaba þessi nefnist á fræðimáli Naegleria fowleri. Á árunum 1995 til 2004 olli hún 23 dauðsföllum í Bandaríkjunum en það sem af er þessu ári (október 2007) hafa sex manns látis...
Af hverju er Andrés Önd svona reiður?
"#$&/$&%/#%##$%" Eitthvað í þessa áttina sést oft í talblöðrunni fyrir ofan höfuð Andrésar Andar í samnefndum teiknimyndasögum um hann frá Walt Disney. Eitt helsta einkenni Andrésar, fyrir utan bláa sjóliðajakkann og húfuna, er einmitt hversu uppstökkur hann er. Allir sem þekkja Andrés vita að hann reiðist við min...
Hvernig var tertíertímabilið á Íslandi?
Tertíertímabilið hófst fyrir 65 milljón árum, um það bil sem Norður-Atlantshaf tók að opnast. Frá þeim tíma, þegar Ameríku- og Evrópuflekarnir voru að gliðna sundur, eru eldgosamyndanir á Norður-Írlandi, Skotlandi, Færeyjum og Austur-Grænlandi. Neðansjávarhryggur frá Grænlandi um Ísland til Færeyja „yngist“ úr báð...
Hvað er tennisolnbogi og af hverju stafar hann?
Upptök vöðvanna sem hreyfa fingurna og úlnliðinn eru í lítilli vöðvafestu á utanverðum olnboganum. Vegna of mikillar áreynslu á bandvef sem tengir vöðvana við beinin koma litlar rifur í vefinn sem leiða til ertingar á svæðinu og bólgu. Af þessu stafar verkur sem getur leitt upp í upphandlegg og eins niður með utan...
Er hægt að ferðast fram í tímann?
Tímaferðalög hafa verið vinsælt umhugsunarefni að minnsta kosti síðan H.G. Wells gaf út skáldsöguna Tímavélina, undir lok 19. aldar. Þar segir frá manni sem ferðast langt fram í tímann og verður vitni að þróun mannkynsins í framtíðinni og örlögum þess, áður en hann snýr aftur til síns tíma. Bókin fangaði hugmyndaf...