Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2604 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða áhrif hafði fullveldið á menningarástand og leikhúslíf á Íslandi?

Saga byggingar Þjóðleikhússins er að segja má samofin fullveldi Íslands sem og stofnun lýðveldisins. Á síðari hluta nítjándu aldar koma fram hugmyndir um byggingu leikhúss sem eiga margt skyld við þjóðleikhúshugmyndir, en það er ekki fyrr en í byrjun tuttugustu aldar sem krafan rís um byggingu þjóðleikhúss. Í ...

category-iconSálfræði

Hvað er ljósmyndaminni?

Aðrar spurningar: Af hverju gleymum við sumu, en annað munum við? Er hægt að þjálfa heilann upp í svokallað ljósmyndaminni? Hvað veldur ljósmyndaminni og er það eitthvað sem hægt er að þjálfa? Hversu nákvæmt er ljósmyndaminni? Svonefnt leifturminni (e. flashbulb memory) er minni sem geymir mjög skýrar minnin...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um trú og siði norrænna manna á Grænlandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég vildi vita meir um norræna menn á Grænlandi, var kaþólska kirkjan með klaustur meðal þeirra og hve mikið er vitað um dómkirkju þeirra sem talað er um. Hvað má segja um greftrunarsiði þeirra og klæðaburð? Byggð norrænna manna á Grænlandi hefur líklega hafist laust fyr...

category-iconHeimspeki

Mega stjórnvöld skerða frelsi borgaranna vegna farsóttar?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er kveðið á um ýmsar gerðir frelsis sem þegnar landsins skuli hafa, eins og ferðafrelsi og atvinnufrelsi. Þó er tekið fram að þetta frelsi geti takmarkast af lögum. Þegar þetta er skrifað hafa þessi form frelsis verið skert með ýmsum hætti vegna heimsfaraldurs veirusjúkdómsins C...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru til tvö eða fleiri afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19?

Afbrigði lífvera eru skilgreind sem vissar gerðir innan tegundar sem eru ólíkar í háttum eða eiginleikum. Munur á afbrigðum getur verið mjög yfirborðskenndur, til dæmis byggður á lit fjaðra eða því hvort einstaklingar sömu tegundar séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum er munurinn djúpstæðari eins og í afmörkuðum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað kallast hvalaættkvíslin "Right whale" á íslensku? Sléttbakur (Eubalaena glacialis) er ein þriggja tegunda innan ættkvíslarinnar Eubalaena sem á íslensku hefur verkið kölluð höttungar en á ensku right whale. Sléttbakurinn, sem einnig hefur gengið undir nöfnum eins og ísland...

category-iconVeðurfræði

Hvaðan kemur kuldinn?

Öll spurningin hljóðaði svona:Almennt virðist talið að kuldinn komi frá íshettum pólanna - kemur kuldinn ekki frá háloftum niður yfir pólum og dreifist þaðan? Einfalda svarið er að „heimkynni kuldans“ eru að vetrarlagi yfir nyrstu svæðum meginlandanna, Norður-Ameríku og Asíu, en yfir Norður-Íshafi að sumarlagi....

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju köllum við landið Magyarország Ungverjaland?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Er vitað út af hverju Íslendingar kalla Hungary Ungverjaland, en landið heitir Magyarország? Kveðja frá Ungverjalandi (Sverrir). Ef Ungverjaland heitir Hungary á ensku, af hverju heitir það ekki 'Hungverjaland' á íslensku? (Vífill). Fyrir Krists burð áttu meðal anna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlend...

category-iconLögfræði

Eru rangar fullyrðingar verndaðar af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er rangt mál verndað af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar? Væri t.d. hægt að refsa mér fyrir að segja að reykingar séu hollar, smokkar séu gagnslausir, mamma mín sé 150 ára, og Kringlan sé lokuð á miðvikudögum? Eða myndi það brjóta gegn stjórnarskránni? Skoðana- og tjánin...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er fyrsta íslenska skáldsagan og hvernig hófst nútímaleg skáldskapargerð hér á landi?

Álitamál er hve mikil áhrif forn sögustíll hafði á þróun sagnalistar á 18. og 19. öld. Líklegt verður þó að teljast að raunsæisleg og breið frásagnaraðferð íslenskra miðaldabókmennta, einkum Íslendingasagna, hafi haft þýðingu fyrir þróun skáldsagnagerðar en fornaldar- og riddarasögur (e. romances) höfðu þar líka m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til margar séríslenskar tegundir af köngulóm sem hafa þróast hér?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslensk tegund, þróaðar út frá fáum tegundum sem tókst einhvern veginn að koma hingað? Þetta er frábær spurning sem tilhey...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fórum við að nota íslenskar stúdentshúfur?

Stúdentshúfur á Íslandi eiga sér langa sögu en segja má að stúdentshúfan sem flestir nota í dag eigi rætur að rekja til áranna rétt fyrir og eftir 1918, eða til þess tíma sem Íslendingar urðu fullvalda. Saga húfunnar tengist þeim hræringum sem urðu í íslensku þjóðlífi í aðdraganda fullveldis. Eiginlegar stúdent...

category-iconJarðvísindi

Hversu hratt bráðna jöklar á Íslandi?

Stór hluti Íslandssögunnar er kuldatímabil. Hefur sá hluti sögunnar sem er á milli Sturlungaaldar og 20. aldar með réttu eða röngu oft verið nefndur litla ísöld. Þá stækkuðu jöklar mjög sem sjá má af ýmsum heimildum. Jöklar á Íslandi. Á 20. öld skipti mjög um til hins hlýrra í veðurlagi einkum á öðrum fjórðu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku?

Spurningin í heild sinni var: Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku? Hver réðst í þá útgáfu og af hverju? Íslendingasögurnar hafa líkast til fyrst verið ritaðar á þrettándu og fjórtándu öld. Elstu varðveittu handritin eru frá þrettándu öld, brot úr Egils sögu á AM 162 A θ [þeta] fol....

Fleiri niðurstöður