Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9410 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um þríbrota?

Þríbrotar (trilobita) eru útdauður hópur liðdýra (Arthropoda) sem uppi var á fornlífsöld. Þríbrotar voru með svokallaða ytri stoðgrind sem varðveitist afar vel í jarðlögum og gerir það að verkum að þetta er einn best þekkti hópur dýra frá fornlífsöld. Þríbrotar hafa varðveist vel í jarðlögum. Elstu þríbrotarnir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?

Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er koffín í appelsíni?

Koffín er notað sem bragðefni í kóladrykki, en það er yfirleitt ekki að finna í appelsíni, allavega ekki því sem algengast er í verslunum á Íslandi. Það er til dæmis ekkert koffín í Egils appelsíni og heldur ekki í Fanta, sítrónu- og límónu-drykkjum eins og Sprite og 7-Up eða Mix. Hins vegar er það ekki undantekni...

category-iconHugvísindi

Hvað tákna stjörnurnar, rendurnar og litirnir í bandaríska fánanum?

Árið 1777, nánar tiltekið 14. júní, voru fyrstu fánalög Bandaríkjanna samþykkt. Þá var ákveðið að fáninn skyldi samanstanda af 13 láréttum línum, 7 rauðum og 6 hvítum línum inn á milli. Í efra vinstra horninu skyldi vera blár rétthyrningur með 13 hvítum stjörnum. Rendurnar 13 tákna hin upphaflegu fylki Bandaríkjan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um trjónupeðlusveppi?

Trjónupeðla (Psilocybe semilanceata) er fremur lítill hattsveppur með mjóan og langan staf. Hann verður nokkrir sentimetrar á hæð. Trjónupeðla er ljósbrún að lit og vex í graslendi. Hún finnst í norðanverðri Evrópu og allt austur til fyrrum ríkja Sovétríkjanna auk þess sem hún vex í einhverjum mæli í Rúmeníu og ...

category-iconEfnafræði

Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera?

Bensín er unnið úr hráolíu sem einnig er nefnd jarðolía. Í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum? segir meðal annars þetta um tilurð jarðolíunnar:Flestir jarðfræðingar eru sammála um að jarðolía hafi myndast úr plöntu- og dýraleifum sem einkum hafa safnast sam...

category-iconStærðfræði

Hver var Hýpatía og hvað gerði hún merkilegt?

Hýpatía var forngrískur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og heimspekingur, sem starfaði í Alexandríu í Egyptalandi á síðari hluta fjórðu aldar og í upphafi þeirrar fimmtu. Afar lítið er vitað um ævi og störf Hýpatíu en helstu heimildir eru alfræðiritið Súda frá tíundu öld og bréf sem nemandi hennar að nafni Synesí...

category-iconFélagsvísindi

Er bannað að rassskella börn á Íslandi?

Lengst af tóku lög ekki sérstaklega á hinni fornu uppeldisaðferð að aga börn með flengingum. Nýlega varð hins vegar breyting þar á og þann 16. apríl 2009 voru samþykkt á Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem banna þetta athæfi. Kveikjan að þeirri lagabreytingu var meðal annars dómur sem gekk í Hæstarétti 2...

category-iconHugvísindi

Hvað var í grafhvelfingunni í Halikarnassos?

Grafhýsið í Halikarnassos hét öðru nafni grafhýsi Másolosar en af nafni hans er einmitt komið orðið mausoleum sem á ýmsum erlendum tungumálum merkir einfaldlega grafhýsi eða grafhvelfing. Grafhýsi Másolosar var reist um miðja fjórðu öld fyrir okkar tímatal og var talið eitt af sjö undrum veraldar. Þar var Másol...

category-iconHugvísindi

Hver er skilgreiningin á orðinu peningur?

Á árum áður var orðið peningur aðallega notað yfir húsdýr eins og kýr, hesta og kindur. Eitt og sér er orðið ekki oft notað í þessari merkingu lengur, heldur segjum við í staðinn búpeningur þegar við viljum tala um húsdýr. Í dag notum við orðið yfir mismunandi gjaldmiðla, það er að segja hluti sem við borgum me...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?

Til er fjöldinn allur af orkudrykkjum og þeir innihalda mismikinn sykur þannig að það er erfitt að gefa afdráttarlaust svar við þessari spurningu. Flestir orkudrykkir eru sætir á bragðið, en sumar tegundir þeirra eru bragðbættar með sætuefnum og innihalda engan náttúrlegan sykur. Á Netinu má finna lista yfir sy...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er jörðin alltaf að færast nær sólu?

Í stuttu máli er svarið nei, jörðin er ekki alltaf að færast nær sólu. Aftur á móti er það svo að braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga en í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hvað er langt á milli jarðar og sólar? stendur: Jörðin gengur eftir sporbau...

category-iconSálfræði

Með hvaða sjúkdóm var Forrest Gump?

Forrest Gump er persóna sem leikarinn Tom Hanks lék í frægri kvikmynd frá árinu 1994. Myndin byggir á samnefndri bók eftir rithöfundinn Winston Groom. Þar sem Forrest Gump var ekki til í raun og veru er ekki hægt að sjúkdómsgreina hann. Hins vegar er vel hægt að velta því fyrir sér hvernig hann væri greindur e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðvanna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðva fyrst foreldrarnir fara á undan? Þegar ungar himbrima verða eftir á klakvötnum sínum hafa þeir ekkert til að leiðbeina sér annað en eðlisávísun og reynsluna sem þeir hafa öðlast eftir aðeins um 11 vikna umsjá foreldra sinn...

category-iconHagfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Einarsson rannsakað?

Ágúst Einarsson er prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst og var áður prófessor við Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir í menningarhagfræði, sjávarútvegsfræðum, smásöluverslun og heilbrigðismálum. Ágúst hefur meðal annars rannsakað skipulag smásöluverslunar og hagræn áhrif menningar í alþjóð...

Fleiri niðurstöður