Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5293 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvers konar sjúkdómur er beinstökkvi?

Beinstökkvi er ríkjandi erfðasjúkdómur sem erfist á líkamslitningi (e. autosomal), það er ekki á kynlitningi. Sjúkdómurinn veldur óeðlilegri eða of lítilli framleiðslu á kollageni en það er algengasta prótínið í líkamanum og gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í húð, beinum, æðum, tönnum, liðböndum og augum. Erle...

category-iconNæringarfræði

Hvað er næring í æð?

Næring í æð er þegar vökva sem inniheldur lífsnauðsynleg næringarefni er veitt í bláæð í líkamanum, einkum svo að orku- og prótínþörf sé fullnægt, en einnig þörf fyrir fitu, kolvetni, vítamín og steinefni. Þörf fyrir þessi efni er breytileg eftir sjúklingum og þarf að taka tillit til aðstæðna hvers og eins, meðal ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru melatíglar og hvernig myndast þeir?

Melatíglar eru net fjölhyrninga sem myndast þannig að smásteinar raðast upp í reglulegt mynstur á gróðurvana melum, í loftslagi þar sem tíðum skiptist á frost og þíða. Á grónu landi myndast þúfur, sem ásamt melatíglum eru algengustu íslensk dæmi um frostmyndanir af þessu tagi. Á hallandi landi myndast melarendur í...

category-iconVeðurfræði

Hversu gömul verða ský?

Dæmigerður líftími skýja er á bilinu 10 mínútur til klukkustundar. Ský eru sýnilegur hluti uppstreymis, sá hluti þar sem dropar eða ískristallar hafa myndast þegar loft kólnar við að lyftast. Uppstreymið er síbreytilegt en á sér oftast stað í smáum og skammlífum einingum sem ekki lifa nema í nokkrar mínútur hv...

category-iconLæknisfræði

Er hlaupabóla verri þegar maður er 11 ára en 5 ára?

Vitað er að einkenni hlaupabólu eru mun verri hjá fullorðnum en börnum. Líklega er ekki munur hjá fimm og 11 ára börnum. Aftur á móti getur nokkur einstaklingsmunur verið á einkennum hlaupabólunnar. Sumir verða þá lasnari en aðrir sem eru jafngamlir. Hlaupabóla er bráðsmitandi barnasjúkdómur og er algengust hjá...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Við fundum bjöllur í ljósakúpli, getið þið greint tegundina?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Við fundum bjöllur í ljósakúpli sem við höfum ekki séð fyrr hjá okkur. Er hægt að greina þær út frá myndinni? Mynd sem spyrjandi sendi. Sennilega er um tegund af títlubjallnaætt (Anobiidae) og þá líklegast tegundin perluþjófur (Niptus hololeucus), þó húsþjófur (Ptinus tectu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?

Karnitín (L-karnitín) er á fyrstu skrefum framleiðslunnar búið til úr amínósýrunum lýsíni og metíoníni í lifur og nýrum Eins og á við um svo mörg efni sem markaðsett eru sem fæðubótarefni þá framleiðir heilbrigður einstaklingur nóg karnitín til að anna eftirspurn. Nokkrar tegundir erfðasjúkdóma geta þó valdið rösk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni?

Frumefnin (e. elements eða chemical elements) eru í dag 118 talsins. Einungis 81 þessara frumefna eru stöðug, það er að segja þau búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Stöðugustu samsæturnar eru þær sem hafa jafnan fjölda af róteindum og nifteindum. Aðrar samsætur þessara frumefna geta verið óstöðug...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar fiskar eru bláfiskar?

Bláfiskar (Coelacanth) eru hópur holdugga, skyldir lungnafiskum og öðrum fiskum sem taldir eru hafa dáið út á devon-tímabili (416-359,2 milljón ár) jarðsögunnar. Áður en lifandi eintak fannst í Indlandshafi nærri ströndum Suður-Afríku árið 1938 töldu náttúrufræðingar að bláfiskurinn hefði dáið út seint á krítartím...

category-iconHugvísindi

Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?

Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Aþenu?

Gríska gyðjan Aþena (Pallas Aþena) var meðal annars gyðja visku, herkænsku og vefnaðar. Hún var dóttir Seifs og Metisar. Fæðingu Aþenu bar að með sérstökum hætti. Seifur át móður hennar og nokkrum dögum síðar fékk hann hausverk. Þegar hinir guðirnir gerðu gat á hausinn á honum stökk Aþena út í fullum herklæðum með...

category-iconJarðvísindi

Menga eldfjöll meira en menn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er það rétt að eldgos losi meira af gróðurhúsalofttegundum en menn og hversu mikið hefur losnað í gosinu í Holuhrauni? Þær loftegundir í lofthjúp jarðar sem gleypa varmageisla frá jörðu kallast gróðurhúsaloftegundir vegna þeirra áhrifa sem þær hafa. Ásamt vatnsgufu ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju verður húðslit?

Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um húðslit:Er bara hægt að fá húðslit við að fitna eða getur það gerst við stækkun vöðva? Hvað orsakar slit á konum á meðgöngu og er hægt að koma í veg fyrir það? Er hægt að lækna slit á læri og brjóstum? Húðslit (e. stretch marks eða striae) eru rákir eða línur...

category-iconJarðvísindi

Hvað farast margir í jarðskjálftum árlega og hvað veldur helst tjóni í skjálftum?

Jörð skelfur þegar bylgjur berast um jarðskorpuna. Slíkar bylgjur myndast í ýmsum hreyfingum í henni af náttúrunnar og manna völdum. Í raun er það þannig, að yfirborð jarðar titrar og hreyfist samfellt allt árið um kring, þótt áhrifin verði aðeins einstaka sinnum svo mikil að fólk finni og tjón hljótist af. Þetta...

category-iconLífvísindi: almennt

Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?

Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Allar frumur innihalda prótín í mismiklu magni en þar gegna þau bæði hlutverki byggingarefnis og vinnueininga. Nokkur hundruð amínósýrur eru þekktar en aðeins 20 eru notaðar til að smíða prótín. Amínósýrur tengjast saman með...

Fleiri niðurstöður